Samráð fyrirhugað 11.04.2022—25.04.2022
Til umsagnar 11.04.2022—25.04.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 25.04.2022
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um leigubifreiðar nr. 397/2003

Mál nr. 80/2022 Birt: 11.04.2022
  • Innviðaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (11.04.2022–25.04.2022). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Innviðaráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um leigubifreiðar nr. 397/2003.

Lagt er til að atvinnuleyfum til aksturs leigubifreiða á takmörkunarsvæði I (höfuðborgarsvæðið og Suðurnes) verði fjölgað úr 580 í 680 en fram hafa komið sjónarmið um að skortur sé á þjónustu leigubifreiða á svæðinu. Þannig fjölgi útgefnum atvinnuleyfum um 100.

Þá er lagt til að upptalning sveitarfélaga á takmörkunarsvæðinu verði breytt til samræmis við skipan sveitarfélaga í dag en hluti þeirra hefur sameinast auk þess sem nöfnum hefur verið breytt.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Sigurður Ingvar Ólafsson - 14.04.2022

Ég legg til að leyfishafar út á landi fái heimild til að aðstoða hvorn annan án hindrana þegar um stóviðburði er að ræða eða vönntun á þjónustu til að þjónuta kúnnan sem best er ég þá að horfa á Hverageri,ölfus,Árborg,Rangárvallasýslu og Vestmannaeyjar.það geta komið upp aðsæður þar sem þúsundir manna streyma inná þessi svæði til að skemmta sér.

Afrita slóð á umsögn

#2 Sigurður Ingvar Ólafsson - 14.04.2022

Þar sem Árborg telst takmörkunnarsvæði þá mega bílstjórar fyrir autan fjall ekki aðstoða hvorn annan þegar mikið er um að vera á hverju svæði ,þetta eru löngu úreltar reglur og þarf að breyta þeim strax til hagsbóta alla ekki sýst fyrir viðskipavinina og þá gæti skapast möguleiki að fleyri bílstjórar geti haft þetta sem aðalstarf.

Afrita slóð á umsögn

#3 Daníel Orri Einarsson - 25.04.2022

UMSÖGN

Til Innviðaráðuneytisins

Um drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um leigubifreiðar nr. 397/2003

Bifreiðastjórafélagið Frami sendir hér inn umsögn sína varðandi drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um leigubifreiðar nr. 397/2003.

Í skýringu með drögunum til samráðs í samráðsgátt, kemur fram eftirfarandi orðrétt:

Lagt er til að atvinnuleyfum til aksturs leigubifreiða á takmörkunarsvæði I (höfuðborgarsvæðið og Suðurnes) verði fjölgað úr 580 í 680 en fram hafa komið sjónarmið um að skortur sé á þjónustu leigubifreiða á svæðinu. Þannig fjölgi útgefnum atvinnuleyfum um 100.

Ekki kemur fram í skýringunni hvaða aðili leggur til fjölgunar á atvinnuleyfum.

Heldur er ekki sagt frá því hvaðan sjónarmiðin koma fram sem vitnað er í, varðandi skort á þjónustu leigubifreiða. Líklegast er átt við þær aðstæður sem urðu á Höfðuborgarsvæðinu þegar samkomutakmörkunum var aflétt og samfélagið tók við sér bæði í atvinnu og skemmtanalífinu. Á sama tímabili voru miklar tafir á þjónustunni vegna þungrar færðar á öllu Höfuðborgarsvæðinu. Vissulega fóru hjól samfélagsins af stað í einni svipan, en það sem snýr að rekstraraðilum gengur á hægar, eftir langvarandi tekjumissi, sem einkenndi mörg svið þjónustustarfa auk leigubifreiðareksturs, enda felst í honum töluverður stofnkostnaður.

Í apríl 2020 við upphaf Faraldursins, boðsendi Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra ákall til stjórnvalda (Vinnumálastofnunar, Samgöngustofu og Félagsmálaráðuneytis), þess efnis að einstaklingum hafði verið hafnað ítrekað um atvinnuleysisbætur öðruvísi en að þeir hættu leiguakstri. Í ákalli Bandalagsins segjast leigubifreiðastjórar „verða að vera viðbúnir og til staðar í samfélaginu, þrátt fyrir aðstæður og mættu ekki stöðva rekstur“. Ákallið naut ekki áheyrnar og fækkaði leigubifreiðastjórum þar af leiðandi í þjónustunni, sem nú eru nákvæmlega þær afleiðingar sem fjallað er um við þessi drög um fjölgun atvinnuleyfa.

Efnahagsástandið í samfélaginu kom fljótt niður á öllum atvinnugreinum og sýndu leigubifreiðastjórar Vinnumálastofnun skilning sinn á því að stofnuninni væri takmörk sett vegna álgs á kerfinu og verklagsins. Seint og erfiðlega gekk að samþykkja bifreiðastjóra á atvinnuleysisbætur. Þannig að fleiri leyfishafar jafnt sem afleysingabílstjórar, hrökktust frá asktrinum vegna samdráttar. Þegar vinna til leigubifreiðstjóra drógst saman um 80-90% hérlendis rétt eins og í öðrum löndum, þá stóðu eftir engu að síður mánaðarleg greiðslubirði. Sú akstursvinna sem féll til leigubifreiða, dugði ekki fyrir kostnaði að öllu jöfnu. Þá var fátt annað í stöðunni en að hætta rekstri eða halda uppi þjónustu launalaust. Í all nokkur skipti vaknaði sú von að Faraldurinn væri í rénum og samkomubanni yrði aflétt, en aðstæðurnar náðu yfir lengra tímabil en flestir bjuggust við.

Í umræðunni um fjölgun atvinnuleyfa, ber að hafa í huga fréttir af hækkandi verðbólgu og þannig má búast við því að bæði atvinnulíf og skemmtanalíf hægi á sér og rekstrarforsendur fyrir leiguakstri geti minnkað.

Á umræddu takmörkunarsvæði er leyfafjöldinn 580 atvinnuleyfi, af þeim leyfum eru um það bil 90 ennþá í innlögn, svo skort leigubifreiða er ekki hægt að rekja beint til fjölda leyfa, heldur til fjölda bifreiða í resktri og bifreiðastjóra til að sinna þjónustunni. Leigubifreiðastjórar reikna fastlega með því á komandi misserum, að leyfishafar muni fylla í þann leyfafjölda sem er nú þegar fyrir hendi og vilja benda á þá staðreynd að um þessar mundir hefur metfjöldi einstaklinga sótt leyfishafanámskeið, sem er skilyrði til úthlutunar.

Bifreiðastjórafélagið Frami hefur kallað eftir því að Samgöngustofa kanni vandlega nýtingu leyfa leigubifreiða á takmörkunarsvæðinu, ef leyfisinnlagnir hafi ekki komist allar til skila hjá Samgöngustofu þegar einstaklingar hættu rekstri í ástandi Faraldursins. Til þess að tryggja að lögum sé fylgt eftir, ætti það að vera forgangsverk að ganga úr skugga um nýtingu leyfanna sem teljast starfandi, áður en fjöldanum er breytt.

Þrátt fyrir allt undangengið, hafa stjórnvöld ekkert viðhafst gegn svörtum leiguakstri sem þrífst meðal annars á samskiptamiðlum og eyðileggur lögmæta samkeppni.

Með fyrrgreindum orðum telur Bifreiðastjórafélagið Frami að svar liggi fyrir því með skýrlegum hætti af hverju leigubifreiðar hafa verið færri í umferð en áður og að þeim muni fjölga við næstu úthlutanir, án þess þó að fjölga þurfi leyfum. Bifreiðastjórafélagið telur ekki tímabært að fjölga atvinnuleyfum á takmörkunarsvæðinu fyrr en raunhæft mat liggi fyrir á nýtingu, framboði og eftirspurn þjónustunnar.

Reykjavík 25. apríl 2022

f.h. Bifreiðastjórafélagsins Frama

Daníel O. Einarsson, formaður

Viðhengi Viðhengi