Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 9.–23.5.2022

2

Í vinnslu

  • 24.5.–15.8.2022

3

Samráði lokið

  • 16.8.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-86/2022

Birt: 9.5.2022

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Fyrirhuguð breyting á reglugerð nr. 1174/2012 (EES-gerð, hámarksálag á einingarverð reikisímtala sem eru umfram eðlilega notkun)

Niðurstöður

Engar athugasemdir bárust við drögin. Reglugerð nr. 866/2022 var gefin út í júlí 2022.

Málsefni

Umsagna er óskað um drög að reglugerð um breytingar á reglugerð nr. 1174/2012, vegna ákvörðunar um hámarksálag á einingarverð reikisímtala innan EES sem eru umfram eðlilega notkun, fyrir árið 2022.

Nánari upplýsingar

Um reikisímtöl í farsíma gildir sú meginregla að ekki skuli lögð á aukin gjöld vegna notkunar á venjulegum ferðalögum innan EES (e. roam like home). Fjarskiptafyrirtæki geta samkvæmt EES-reglum lagt álag á einingarverð reikisímtala vegna þeirra símtala sem eru umfram eðlilega notkun (e. fair use policy). Árlega ákvarðar framkvæmdastjórn ESB hámark slíkrar álagningar (hámarksálag), á nánar skilgreindum reikniforsendum og að fenginni umsögn frá evrópskum hópi eftirlitsaðila á sviði fjarskipta (BEREC).

Samkvæmt framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2228 frá 14. desember 2021, um vegið meðaltal hæsta verðs fyrir lúkningu símtala í farsíma í Sambandinu og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2082, er hámarksálag á einingarverð reikisímtala vegna símtala sem eru umfram eðlilega notkun árið 2022 0,0072 evrur fyrir hverja mínútu (lækkun um 0,0004 evrur frá fyrra ári).

Framkvæmdarreglugerð 2021/2228 var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2022 hinn 29. apríl sl. Fyrirhugað er að innleiða hana hér á landi með breytingum á reglugerð nr. 1174/2012, um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan Evrópska efnahagssvæðisins m.áo.br., með vísan til reglugerðardraganna sem hér með eru birt til umsagnar. Felld verði úr gildi breytingareglugerð nr. 601/2021, sama efnis.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (3)

Umsjónaraðili

hvin@hvin.is