Umsagnarfrestur er liðinn (09.05.2022–23.05.2022).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Lagðar eru til breytingar á ákvæðum reglugerðar fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012 vegna breytinga á leiknum Lottó 5/40. Einnig er lögð til hækkun á seldri röð.
Vegna fyrirhugaðra breytinga á leiknum Lottó 5/40, sem fela í sér að leikurinn breytist úr Lottó 5/40 í Lottó 5/42, eru lagðar til nokkrar breytingar á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012. Enn fremur er lagt til að verð á seldri röð hækki úr 130 kr. í 150 kr.
Ekki gott mál.
Þessi breyting mun minnka vinningslíkurnar verulega og ekki voru þær miklar fyrir.
Líklega eru mun meiri líkur að verða fyrir loftsteini en að fá hæsta vinninginn í lottó.
Einnig tel ég að vegna minnkandi möguleika á vinningi að fólk hætti einfaldlega að kaupa Lottó íslenskrar getspár.
Ég er ekki að átta mig á þörfinni á þessum breytingum, það eru bæði Viking lottó og Euru jackpott í boði en þar eru líkur litlar.
Með því að breyta þessu gamla góða Lottó okkar er farin sú leið að safna saman einhverjum stótum potti sem kannski einn vinningshafi tekur til sín í stað þess að vera með pott sem er frá því að vera einfaldur upp í sjöfaldur og þá dreifast vinningar víða á vinningshafa.
Þetta er mjög neikvæði breyting og mun ég tildæmis hætta með minn áskriftarmiða ef þetta verður gert.