Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 9.–23.5.2022

2

Í vinnslu

  • 24.5.–9.10.2022

3

Samráði lokið

  • 10.10.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-87/2022

Birt: 9.5.2022

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Dómsmálaráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Breyting á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár

Niðurstöður

Um reglugerðardrögin bárust tvær umsagnir, báðar frá einstaklingum, en þær urðu ekki tilefni til breytinga á drögunum. Reglugerðin var birt í B-deild Stjórnartíðinda 15. júní 2022 og öðlaðist gildi 26. júní 2022.

Málsefni

Lagðar eru til breytingar á ákvæðum reglugerðar fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012 vegna breytinga á leiknum Lottó 5/40. Einnig er lögð til hækkun á seldri röð.

Nánari upplýsingar

Vegna fyrirhugaðra breytinga á leiknum Lottó 5/40, sem fela í sér að leikurinn breytist úr Lottó 5/40 í Lottó 5/42, eru lagðar til nokkrar breytingar á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012. Enn fremur er lagt til að verð á seldri röð hækki úr 130 kr. í 150 kr.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa réttinda einstaklinga

postur@dmr.is