Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 27.5.–10.6.2022

2

Í vinnslu

  • 11.6.2022–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-90/2022

Birt: 12.5.2022

Fjöldi umsagna: 11

Drög að stefnu

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Tillaga til þingsályktunar um málstefnu íslensks táknmáls

Málsefni

Í drögum að þingsályktunartillögu um fyrstu opinberu málstefnuna um íslenskt táknmál er staða íslenska táknmálsins skýrð og er hún unnin í samræmi við drög að íslenskri málstefnu.

Nánari upplýsingar

Íslenskt táknmál (ÍTM) er hefðbundið minnihlutamál á Íslandi skv. lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Íslenska ríkið og sveitarfélög skulu stuðla að þróun, rannsóknum, kennslu og útbreiðslu íslensks táknmáls og styðja að öðru leyti við menningu, menntun og fræðslu táknmálsfólks.

Drög þessi voru unnin af starfshópi skipuðum fulltrúum Málnefndar um íslenskt táknmál, Félags heyrnarlausra og Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra með víðtæku samstarfi við sérfræðinga í málaflokknum. Táknmálssamfélag var boðað til umræðufundar þar sem drögin voru rýnd og tekið var tillit til athugasemda er komu fram á fundinum.

Þá taka drög þessi mið af lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls, tillögu til þingsályktunar um menntastefnu fyrir árin 2020–2030 og þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi.

Áherslur í málstefnum minnihlutamála geta verið ólíkar áherslum í málstefnum meirihlutamála og byggt á öðrum forsendum. Málstefnan sem hér er lögð fram tekur til fimm meginstoða sem skipta máli fyrir málstefnu minnihlutamálsins ÍTM:

A. Jákvætt viðhorf er kjarni málstefnu ÍTM og grundvöllur jafnra tækifæra

B. ÍTM í máltöku táknmálsbarna er lykillinn að framtíðinni

C. Rannsóknir á ÍTM skipta sköpum fyrir varðveislu menningarverðmæta

D. Jöfn þátttaka í íslensku þjóðlífi fæst með fjölgun umdæma ÍTM

E. Lagaumhverfi á að tryggja stöðu ÍTM

Málstefnan felur í sér áhersluþætti innan hverrar meginstoðar. Til að tryggja framkvæmd áhersluþátta og að markmið málstefnunnar náist hefur verið útbúin aðgerðaáætlun. Sú áætlun miðast eingöngu við þær aðgerðir sem koma þurfa til framkvæmda á næstu þremur árum en að þeim liðnum verður málstefnan endurskoðuð. Sú endurskoðun kallar á nýja aðgerðaáætlun. Þar sem ÍTM er mál í útrýmingarhættu er afar brýnt að ríki, sveitarfélög og almenningur allur leggist á eitt við framkvæmd og eftirfylgni þessarar málstefnu.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

mvf@mvf.is