Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 25.5.–15.7.2022

2

Í vinnslu

  • 16.7.–15.12.2022

3

Samráði lokið

  • 16.12.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-91/2022

Birt: 25.5.2022

Fjöldi umsagna: 8

Áform um lagasetningu

Dómsmálaráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Breyting á skaðabótalögum

Niðurstöður

Um áformaskjalið bárust 8 umsagnir sem teknar verða til skoðunar við vinnslu frumvarps um breytingu á skaðabótalögum. Þegar frumvarpið verður tilbúið verður það sett í Samráðsgátt og óskað umsagna.

Málsefni

Um er að ræða endurskoðun á ákvæðum skaðabótalaga um örorkumat. Markmiðið er að setja skýrar reglur um örorkumöt og hlutverk örorkunefndar og skapa traust um mat á varanlegum afleiðingum líkamstjóns.

Nánari upplýsingar

Um er að ræða endurskoðun á ákvæðum skaðabótalaga um örorkumat og örorkunefnd sem fjallað er um í 10. gr. laganna. Snýr vinnan að því að styrkja það regluumhverfi sem örorkunefnd starfar í þannig að nefndin geti sinnt, innan hæfilegs tíma, mati á varanlegum afleiðingum líkamstjóna skv. skaðabótalögum. Markmiðið er að hafa skýrar reglur um framkvæmd örorkumats og skapa þannig aukið traust um mat á varanlegum afleiðingum líkamstjóns öllum til hagsbóta en ekki síst tjónþola. Þá er stefnt að því að örorkunefnd geti einnig sinnt mati á varanlegri læknisfræðilegri örorku skv. slysatryggingum vátryggingafélaga og slysatryggingum ríkis og sveitarfélaga vegna starfsmanna þeirra, auk þess sem örorkunefnd verði heimilt að sinna mati á varanlegri örorku fyrir lífeyrissjóði eftir þeim reglum sem um það gilda og slysatryggingum almannatrygginga. Endurskoðun framangreindra reglna eru framhald af endurskoðun á skaðabótalögum sem gerð var á árinu 2018 og lögð fram í frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi það ár en hlaut ekki afgreiðslu https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=148&mnr=441. Ætlunin er að sameina breytingar á reglum um örorkumöt þeim breytingum sem lagðar voru til í áðurgreindu frumvarpi sem verður yfirfarið og uppfært. Með birtingu á áformaskjali um breytingu á reglum um framkvæmd örorkumats er hér með kallað eftir athugasemdum og hugmyndum sem nýtast munu við endurskoðunina. Mikilvægt er að fá athugasemdirnar sendar hér í samráðsgátt.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa réttarfars og stjórnsýslu

dmr@dmr.is