Samráð fyrirhugað 25.05.2022—09.06.2022
Til umsagnar 25.05.2022—09.06.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 09.06.2022
Niðurstöður birtar

Drög að breytingu á reglugerð um starfsumhverfi leikskóla, nr. 655/2009

Mál nr. 92/2022 Birt: 25.05.2022 Síðast uppfært: 30.05.2022
  • Mennta- og barnamálaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Leikskólar, grunnskólar, framhaldsfræðsla og stjórnsýsla mennta- og menningarmála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (25.05.2022–09.06.2022). Umsagnir voru birtar í gáttinni að umsagnarfrestinum liðnum. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Um er að ræða breytingu á reglugerð um starfsumhverfi leikskóla, nr. 655/2009 sem felur í sér að ákvörðunarvald um fjölda barna í leikskólum til samræmis við 4. gr. laga um leikskóla, nr. 90/2008.

Um er að ræða breytingu á reglugerð um starfsumhverfi leikskóla, nr. 655/2009 sem felur í sér að ákvæði um ákvörðunarvald um fjölda barna í leikskólum styðji betur við 4. gr. laga um leikskóla, nr. 90/2008. Ástæða þessarar tillögu er ábending sveitarfélags um að kveða þurfi skýrar á um vald sveitarfélags og rekstraraðila annars vegar og leikskólastjóra hins vegar þegar kemur að lokaákvörðun um fjölda barna í leikskóla hverju sinni. Breytingunni er ætlað að taka af allan vafa um að það eru sveitarfélög sem bera ábyrgð á starfsemi leikskóla og að leikskólastjórar stjórna starfi leikskóla í umboði rekstraraðila. Sveitarfélögum ber að hafa forustu um að tryggja börnum leikskóladvöl og bera ábyrgð á heildarskipan skólahalds í leikskólum sveitarfélags, þróun einstakra leikskóla, húsnæði og búnaði leikskóla, sérúrræðum leikskóla, skólaþjónustu, mati og eftirliti, öflun og miðlun upplýsinga og á framkvæmd leikskólastarfs í sveitarfélagi og getur ákvörðun um fjölda leikskólabarna í leikskólum bæði haft áhrif á þjónustustig sveitarfélaga og fjárhagsstöðu.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samband íslenskra sveitarfélaga - 09.06.2022

Góðan dag

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

f.h. sambandsins

Valgerður Rún

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Barnaheill - Save the Children á Íslandi - 09.06.2022

Umsögn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi um drög að breytingu á reglugerð um starfsumhverfi leikskóla, nr. 655/2009.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi þakka fyrir boðið að senda inn umsögn um breytingu á reglugerð um starfsumhverfi leikskóla, nr. 655/2009.

Eins og fram kemur í greinagerð í samráðsgátt sem fylgir drögunum að breytingu á reglugerðinni er fyrst og fremst um að ræða ákvæði um ákvörðunarvald. Barnaheill fagna því að umræða sé á meðal sveitarfélaga og/eða annarra rekstraraðila leikskóla um starfsumhverfi þeirra. Háværar raddir hafa verið á meðal starfsfólks leikskóla um mikilvægi þess að endurskoða starfsumhverfi leikskóla, m.a. með tilliti til hávaða, barnafjölda og fleiri þátta sem áhrif hafa á líðan bæði barnanna sjálfa og starfsfólks skólanna.

Með skýrara ákvæði um vald sveitarfélaga og rekstraraðila annars vegar og leikskólastjóra hins vegar hvetja Barnaheill til þess að tekin verði heildstæð umræða um ákjósanlegan barnafjölda, stærð leikrýmis fyrir hvert barn, hávaðamörk og aðra þætti sem hafa mikil áhrif á vellíðan og velferð barna. Allar ákvarðanir sem varða börn ber að taka í samræmi við það sem þeim er fyrir bestu að loknu mati á áhrifum ákvarðana.

Barnaheill hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í öllu sínu starfi og leggja áherslu á að hvert barn á sjálfstæðan rétt til að njóta allra réttinda sem Barnasáttmálinn kveður á um, þ.m.t. bestu mögulegu heilsuverndar, verndar gegn ofbeldi, til öryggis og menntunar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Reykjavíkurborg - 09.06.2022

Sjá meðfylgjandi umsögn skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Viðhengi