Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 25.5.–5.9.2022

2

Í vinnslu

  • 6.9.2022–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-92/2022

Birt: 25.5.2022

Fjöldi umsagna: 136

Drög að reglugerð

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Leikskólar, grunnskólar, önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála

Drög að breytingu á reglugerð um starfsumhverfi leikskóla, nr. 655/2009

Málsefni

Framlengdur frestur til 5. september nk. Breyting á reglugerð um starfsumhverfi leikskóla, nr. 655/2009 um fjölda barna í leikskólum til samræmis við 4. gr. laga um leikskóla, nr. 90/2008.

Nánari upplýsingar

Um er að ræða breytingu á reglugerð um starfsumhverfi leikskóla, nr. 655/2009 sem felur í sér að ákvæði um ákvörðunarvald um fjölda barna í leikskólum styðji betur við 4. gr. laga um leikskóla, nr. 90/2008. Ástæða þessarar tillögu er ábending sveitarfélags um að kveða þurfi skýrar á um vald sveitarfélags og rekstraraðila annars vegar og leikskólastjóra hins vegar þegar kemur að lokaákvörðun um fjölda barna í leikskóla hverju sinni. Breytingunni er ætlað að taka af allan vafa um að það eru sveitarfélög sem bera ábyrgð á starfsemi leikskóla og að leikskólastjórar stjórna starfi leikskóla í umboði rekstraraðila. Sveitarfélögum ber að hafa forustu um að tryggja börnum leikskóladvöl og bera ábyrgð á heildarskipan skólahalds í leikskólum sveitarfélags, þróun einstakra leikskóla, húsnæði og búnaði leikskóla, sérúrræðum leikskóla, skólaþjónustu, mati og eftirliti, öflun og miðlun upplýsinga og á framkvæmd leikskólastarfs í sveitarfélagi og getur ákvörðun um fjölda leikskólabarna í leikskólum bæði haft áhrif á þjónustustig sveitarfélaga og fjárhagsstöðu.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar að loknum umsagnarfresti. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa skóla-, íþrótta- og æskulýðsmála

mrn@mrn.is