Samráð fyrirhugað 27.05.2022—20.06.2022
Til umsagnar 27.05.2022—20.06.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 20.06.2022
Niðurstöður birtar 28.06.2022

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sértryggð skuldabréf og fleiri lögum (sértryggð skuldabréf)

Mál nr. 93/2022 Birt: 27.05.2022 Síðast uppfært: 29.09.2022
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit og neytendamál

Niðurstöður birtar

Engar umsagnir bárust. Drög að frumvarpi voru birt í samráðsgátt stjórnvalda 29. september 2022 (mál nr. 93/2022).

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 27.05.2022–20.06.2022. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 28.06.2022.

Málsefni

Áformað er að setja lög til að innleiða evrópska tilskipun og reglugerð um sértryggð skuldabréf.

Unnið er að upptöku tilskipunar (ESB) 2019/2162 um útgáfu sértryggðra skuldabréfa og opinbert eftirlit með sértryggðum skuldabréfum og reglugerðar (ESB) 2019/2160 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar skuldbindingar í formi sértryggðra skuldabréfa í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Gerðunum er ætlað að samhæfa frekar reglur ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um sértryggð skuldabréf og skapa sameiginlegan og einsleitan markað með sértryggð skuldabréf. Ákvæði gerðanna svipa til þess lagaramma sem þegar gildir hér á landi. Því er ekki gert ráð fyrir því að innleiðing þeirra hafi veruleg áhrif hér á landi.

Tengd mál