Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 27.5.–20.6.2022

2

Í vinnslu

  • 21.–27.6.2022

3

Samráði lokið

  • 28.6.2022

Mál nr. S-93/2022

Birt: 27.5.2022

Fjöldi umsagna: 0

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sértryggð skuldabréf og fleiri lögum (sértryggð skuldabréf)

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust. Drög að frumvarpi voru birt í samráðsgátt stjórnvalda 29. september 2022 (mál nr. 93/2022).

Málsefni

Áformað er að setja lög til að innleiða evrópska tilskipun og reglugerð um sértryggð skuldabréf.

Nánari upplýsingar

Unnið er að upptöku tilskipunar (ESB) 2019/2162 um útgáfu sértryggðra skuldabréfa og opinbert eftirlit með sértryggðum skuldabréfum og reglugerðar (ESB) 2019/2160 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar skuldbindingar í formi sértryggðra skuldabréfa í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Gerðunum er ætlað að samhæfa frekar reglur ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um sértryggð skuldabréf og skapa sameiginlegan og einsleitan markað með sértryggð skuldabréf. Ákvæði gerðanna svipa til þess lagaramma sem þegar gildir hér á landi. Því er ekki gert ráð fyrir því að innleiðing þeirra hafi veruleg áhrif hér á landi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa fjármálamarkaðar

gunnlaugur.helgason@fjr.is