Jafnframt því að kynna áform um breytingar á kosningalögum var kallað eftir athugasemdum og tillögum um það sem betur má fara í lögunum.19 umsagnir bárust og þar er að finna ýmsar tillögur til breytingar og ábendingar. Umsagnirnar eru nú til skoðunar við vinnu við gerð frumvarps til breytinga á kosningalögum. Þegar það frumvarp liggur fyrir verður það sett í Samráðsgátt og gefinn kostur á athugasemdum.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 30.05.2022–01.07.2022.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 16.12.2022.
Hér eru til kynningar áform um breytingar á kosningalögum. Kallað er eftir athugasemdum og tillögum um það sem betur má fara í lögunum.
Ný kosningalög tóku gildi um síðustu áramót. Við undirbúning sveitarstjórnarkosninga í maí komu í ljós ýmis atriði sem betur mega fara í hinni nýju löggjöf. Hér eru því til kynningar áform um breytingu á kosningalögum en nauðsynlegt er að gera breytingar á ákvæðum laganna um hæfi kjörstjórna og kjörstjóra, utankjörfundaratkvæði o.fl.Hér er kallað eftir athugasemdum og tillögum um það sem betur má fara í lögunum.
Í 2. mgr. 104. gr. laga nr. 24/2000 (eldri kosningalög) er sérstaklega kveðið á um að yfirkjörstjórn eigi að innsigla alla notaða kjörseðla að lokinni talningu. Sambærilegt lagaákvæði er ekki að finna í lögum nr. 112/2021 (nýrri kosningalög) og því eru stórar efasemdir um að lagaskyldan sé áfram til staðar. Þó landskjörstjórn hafi sett reglur er kveða á um slíka skyldu skal samt athuga að, ef á reyndi, væri hægt að færa sterkar varnir fyrir því að þær reglur myndu ekki njóta sterkrar lagastoðar sbr. heimildarreglu lögmætisreglunnar ásamt gagnályktun frá öðrum ákvæðum nýrri kosningalaga er kveða sérstaklega á um skyldu til að innsigla í öðrum tilvikum.
Mæli ég því með að lagastoð til þeirrar innsiglunar verði skoðuð í tengslum við þessa yfirferð.
Í XVII. kafla nýrra kosningalaga er ekki kveðið á um að úrslit sveitarstjórnarkosninga skuli vera formlega auglýst (til almennings). Þessi annmarki er einnig á lögum 5/1998 og er löngu tímabært að bæta úr honum.
Hæfi kjörstjórnarmanna
Endurskoða þarf 18. gr. um hæfi kjörstjórnarmanna. Gengið er of langt í greininni meðan kjörstjórnarmaður og frambjóðandi geta deilt verulegum hagsmunum, t.d. átt eignir eða fyrirtæki saman.
Skilríki umboðsmanna
Í 53. gr. segir að kjörstjórnir eigi að gefa út skilríki fyrir umboðsmenn eftir fyrirmælum landskjörstjórnar. Enginn kjörstjórn eða sveitarfélg er með skilríkjaútgáfu. Annað hvort þarf að breyta orðalagi og tala um annað en skilríki, nafnspjald, auðkenningu eða álíka, eða að kjörstjórnir hafi lista yfir umboðsmenn og geti farið fram á að umboðsmenn geri grein fyrir sér alveg eins og kjósendur þurfa að gera grein fyrir sér.
Ökuskírteini?
Af hverju eru ökuskírteini viðurkennd sem skilríki? Þetta er villa og einungis vegabréf og nafnskírteini ættu að gilda sem skilríki enda eru ökuskírteini ekki skilríki og það er ekki hlutverk lögreglu að auðkenna einstaklinga. Ökuskírteini eru einungis staðfesting þess að handhafinn hafi ökuréttindi í tilteknum flokki eða flokkum. Allir geta fengið vegabréf eða nafnskírteini en bara þeir sem hafa ökuréttindi geta fengið ökuskírteini.
Fræðsluskylda
Í 14. gr. segir að það sé verkefni landskjörstjórnar að fræða m.a. kjörstjórnir um framkvæmd kosninga. Þetta hefur yfirleitt verið gert með mis mörgum fundum og á mis góðum vefsíðum. Eini fræðslubæklingurinn sem gefin hefur verið út hvað varðar starf kjörstjórna er Mat á vafaatkvæðum, fínn bæklingur, mætti einnig vera á netinu, en þetta útgáfustarf mætti auka, t.d. með flokkunar- og talningaæfingum, handbók fyrir kjörstjórnarmenn, o.s.frv. Mín reynsla er sú að kjörstjórnarmenn vilja almennt lesa sér til um hlutverk sitt.
Landskjörstjórn
Það ætti að vera í lögum hvenær landskjörstjórn ætti í síðasta lagi að koma saman fyrir kosningar og hefja undirbúning. Landskjörstjórn hefði mátt fara fyrr af stað í nýafstöðnum kosningum og þá sérlega í ljósi breytts lagaumhverfis. Þá var ekki síður furðulegt hve seint reglugerðir út frá lögunum komu fram.
Utankjörfundaratkvæði
Meðan ekki er verið að nota tölvulestur á strikamerki er bagalegt að það séu einungis kennitölur kjósenda á utankjörfundarumslögum.
Um lagaumhverfið
Á heildina litið er stigið stórt framfararskref með þessu nýja lagaumhverfi kosninga.
Í kosningarlögunum er mikið gert úr að skyldleiki geti haft áhrif á hvernig kjósandi kýs ef marka má áheyrslurnar á því að forðast skyldleika við listakosningar ég kem ekki auga á hver þessi hætta er því að kjósandinn þarf að vera fram úr hófi ættfróður til þess að vita um fjærskyldann ættingja fyrrum maka einhvers í kjörstjórninni svo að hann geti tengt viðkomandi við listana sem í boði eru. Eru ekki meiri hætta á hagsmunatengslum ef t.d. viðkomandi séu saman í stjórn golfklúbbsins e.þ.h.
Ég legg til að þessi ættartengsl verði þurkuð út úr lögunum og notast í staðin við almenn ákvæði um vanhæfni ef þurfa þikir
Að öðrum kosti þarf að skilgreina betur hvernig á að bregðast við ef skyldleiki uppgötvast s.s þegar kjörstjórn væri búinn að afgreiða t.d fjóra af sex listum og meðmælendur með þeim samþ. eða sinja eftir atvikum og upp kæmi skyldleiki við fimta listan kjörstjórnarmaður víkur sæti verður þá að afgreiða hina upp á nýtt s.s.fr.
Í niðurlagi 86 greinar kosningalagana frá 2021 segir " Á þann hluta seðilsinssem ætlaður er fyrir kjör varamanna skal hann rita nöfn varamanna " tilv líkur
Orðið skal í þessari grein gerið það að verkum að kjósandi er skildugur til þess að rita í það minsta einn varamann á listan annars ógildist hann. Lögspekingar landskjörstjórnar og sambands ísl.sveitarfélaga telja að þarna sé um ágalla á lögunum að ræða og er ég sammála því verulegann ágalla sem breytir ekki því að seðillinn er samt sem áður ógildur eftir lagana hljóðan.
Legg ég því til að orðið skal verði fjarlægt úr greininni og henni breytt á þann veg að á eftir kjör varamanna komi ritar hann nöfn varamanna.
Á þann hluta seðilsinssem ætlaður er fyrir kjör varamanna ritar hann nöfn varamanna o.s.f.v.
Þingsæti
Í 109,110,111 og 112 grein laga 112/2021 er alltaf gert ráð fyrir að kjósandi kjósi lista eða flokk aldrei einstakling og ef kjósandi vill breita röðun á lista fer geta hans eftir atkvæðamagni listans hverju er hægt að breyta.
Í 113 greininni er gert ráð fyrir að tilkynnt sé eftir vægi listana og ekki lengur gefin út kjörbréf til einstaklingana á listunum. Get ég því ekki séð hvernig einstaklingur geti eignast sæti listans og farið með sem sitt eigið og notað í eigin þágu því kjósandinn getur aldrei kosið einstaklingin hann er bundin af listonum
Legg ég því til að við endur skoðun lagana komi inn ákvæði sen geri það skýrt að segi einstaklingur sig úr flokknum eða segi sig frá lista víkji viðkomandi sæti og inn komi næsti maður á listanum í hans stað því listin eða félagið á sætið það er skýrt í lögunum Það er alveg ótægt með öllu að einhver einstaklingur sem fer í fílu við þá sem honum treistu geti ónýtt kostningarétt fjölda fólsks með einhliða yfirlýsingu.
Yfirkjörstjórn Akureyrar, fagnar því að endurskoða eigi hæfisreglur kjörstjórnarmanna og þær upplýsingar sem verða á ytri umslögum utankjörfundaratkvæða, enda bæði þarfar breytingar. Yfirkjörstjórn Akureyrar vill jafnframt benda á eftirfarandi:
Í 1. mgr. 55. gr. kosningalaga segir að umboðsmenn lista eigi rétt á að vera viðstaddir atkvæðagreiðslu á kjörfundi og sitja við borð í kjörfundarstofunni. Yfirkjörstjórn Akureyrar telur rétt að þetta sé tekið til athugunar, en þetta ákvæði virðist ekki hafa verið hugsað til enda.
Í fyrsta lagi, er eðlilegt að takmarka fjölda þann sem er í kjörfundarstofu hverju sinni, þar sem mikill fjöldi fólks í kjörfundarstofu getur truflað starfsfólk og framkvæmd kosninganna. Þar að auki getur það verið truflandi fyrir kjósanda að fjöldi manns sé viðstaddur er þeir greiða atkvæði sitt, þó það sé í einrúmi.
Í öðru lagi er ekki alltaf pláss í kjörfundarstofu fyrir fjöldann allan af umboðsmönnum, en ljóst er að framboð eru oft á bilinu 7-12 og hverju framboði fylgja tveir umboðsmenn og geta umboðsmenn jafnframt haft aðstoðarmenn og engin takmörk sett á fjölda þeirra. Samkvæmt ákvæðinu gæti því fjöldi manns gert kröfu um sæti við borð í kjörfundarstofu, en ekki er alltaf pláss fyrir slíkt.
Í þriðja lagi er óljóst hvað átt er við með „borð í kjörfundarstofu“ er þar átt við borð í stofunni, eða er þar átt við það borð sem undirkjörstjórn situr við?
Eðlilegt er að umboðsmenn geti litið inn í kjörfundarstofur og fylgst með framkvæmd kosninga, en eðlilegt er að takmarka þann fjölda sem þar er hverju sinni og tryggja góðan starfsfrið. Ljóst er að miklum fjölda fylgir truflun, sem ekki er ásættanlegt fyrir starfsfólk sem vinnur langan vinnudag við mikla nákvæmnisvinnu og þarfnast þess að þar sé góður starfsfriður. Rétt þykir því að bæta við 1. mgr. þannig að hún hljóði svo: Umboðsmenn lista eiga rétt á að vera viðstaddir atkvæðagreiðslu á kjörfundi og sitja við borð í kjörfundarstofu að fengnu leyfi frá yfirkjörstjórn. Þá getur yfirkjörstjórn stjórnað fjölda þeirra umboðsmanna sem fengju að sitja inni í kjörfundarstofu hverju sinni með vísan til framangreinds.
Framsetning ákvæðisins í núverandi mynd hljómar eins og umboðsmenn eigi skýlausan rétt til þess að sitja við borð í kjörfundarstofunni, en er komið er aftar í lögin þá er ljóst skv. 1. msl. 2. mgr. 82. gr. að yfirkjörstjórn hefur heimild til þess að takmarka þann fjölda sem er í kjörfundarstofu, sem er í samræmi við eldri löggjöf, en rétt þykir til þess að valda ekki misskilningi að efni 1. msl. 2. mgr. 82. gr. verði 2. mgr. 55. gr.
Ef umboðsmenn hafa heimild til þess að sitja inni í kjörfundarstofu á meðan atkvæðagreiðsla á kjörfundi fer fram, hlýtur að þurfa að setja hæfisskilyrði hvað það varðar, sambærileg hæfisskilyrðum kjörstjórnarfólks. Þar sem það hlýtur að geta haft áhrif á kjósanda hvernig hann greiðir atkvæði sitt ef hann kemur inn í kjörfundarstofu til atkvæðagreiðslu og sér þar t.d. frambjóðanda ákveðins framboðs sitja við borð í kjörfundarstofunni. Æskilegt væri því að umboðsmenn gætu ekki verið á framboðslista eða verið nátengdir eisntaklingi á framboðslista til þess að viðvera þeirra hafi sem minnst áhrif á kjósendur og hverjum þeir greiða atkvæði sitt.
Yfirkjörstjórn Akureyrar leggur jafnframt til að það verði aftur tekið til skoðunar að kjörstöðum verði lokað kl. 21:00, líkt og lagt var til í upprunalegu frumvarpi að núgildandi kosningalögum. Ljóst er að kosningaþátttaka eftir kl. 21:00 er verulega lítil og ljóst að flestir þeirra sem mæta á kjörstað eftir klukkan 21:00, myndu geta mætt á kjörstað fyrir kl. 21:00 og ætti slík breyting því ekki að hafa áhrif á kosningaþátttöku eða gera það að verkum að einhverjir geti ekki nýtt kosningarétt sinn, þar sem opnunartími kjörstaða er vel rúmur.
Undirritaður var umboðsmaður lista Pírata í Kópavogi og tók að sér að verkefnastýra eftirliti Pírata. Í kjölfarið kynnti undirritaður sér ítarlega reglur og reglugerðir vegna kosninga. Við að sinna eftirliti umbðsmanna komu mörg álitamál fram og einnig bein brot á lögum og reglugerðum en skorti úrræði til að hægt yrði að leysa úr. Brýnt er að Alþingi taki á þessum álitamálum og tryggi að komi fram brot á reglum þurfa umboðsmann að hafa úrræði til að fá úr þeim skorið áður en skaði hlýst af eins og bersýnilega gerðist við framkvæmd síðustu kosninga.
Við framkvæmd utankjörfundar og kosninga var umboðsmönnum meinað að innsigla kjörkassa. Slíkt er óheppilegt og tryggja þarf að framkvæmdar aðilar kosninga séu upplýstir um rétt umboðsmanna til að innsigla kjörkassa og kjörgögn.
Við móttöku framboðslista var meðmælum frambjóðenda annarra lista hafnað, í kosningalögum eru ákvæði um meðmæli kjórstjórna og frambjóðenda ekki samhljóðandi og greinagerð er með öllu rakalaus og hægt væri að rökstyðja hvað sem er með henni. Það er lýðræðislegur réttur kjósenda að mæla með lista. Handahófskenndar aðstæður geta skapast varðandi meðmæli til dæmis í getur frambjóðandi mælt með lista í sínu kjördæmi ef þeir bjóða fram í öðru. Engin rök hafa komið fram sem ættu að gefa tilefni til þess að meina eigi frambjóðendum að mæla með framboði annars lista. Mikilvægt er að kosningalögin öll séu skýr.
Hæfisreglur voru mjög hamlandi og mjög sennilegt er til dæmis að öll Landskjörstjórn hafi verið vanhæf. En öfugt við hæfisreglur stjórnsýslunnar gafst kjörstjórnum ekki færi á að meta eigið hæfi heldur var fólk metið vanhæft út frá venslum sem ekki er víst að öllum hafi verið ljósar.
Við framkvæmd kosninga er jafnframt mikilvægt að kjörtstjórar eða staðgenglar séu til staðar á kjörfundi. Við upphaf utankjörfundar gerði undirritaður athugasemd við nálægð rafræns auglýsingaskiltis við kjörstað og að skiltið væri sýnilegt frá kjörstað, bílastæði og gangi að kjörstað. Meðan verið var að ljúka því yfirgaf kjörstjóri kjörfund og umboðsmanni var ekki kleift að ljúka málinu þá. Þegar umboðsmaður kom aftur a kjörstað var nokkur bið á því að hægt yrði að klára málið sökum mönnunar þar sem kjörstjóri gat ekki sinnt umboðsmanni meðan kjósendur voru að koma inn og tók óskum umboðsmanns um upplýsingar um hvenær hægt yrði að sinna eftirliti umboðsmanns illa.
Ljóst er að kjósendur þurfa að eiga greiðan aðgang að utan kjörfundi, en þegar umboðsmaður er búinn að bíða í 20 mínútur og jafnvel útlit fyrir að þurfi að bíða þar til kjörstaður lokaði er framkvæmdinni verulega ábótavant. Um þetta er til bókun í gerðarbók.
Umboðsmenn óskuðu þess að fá að mynda frágang innsigla, því var hafnað ásamt því að óskum um að mynda þegar enginn kjósandi var á utankjörfundi. Það skaut skökku við að fjölmiðlar fengu að mynda óhikað þegar kjósendur voru á svæðinu gegn því að fá leyfi kjósenda. Við upphaf kjörfundar óskaði umboðsmaður eftir afriti úr gerðarbók þar sem innsiglun var tilgreind þar sem ekki var boðið upp á upplýsingaöflun gegnum myndatöku. Þetta afrit hefur ekki enn borist og mun varla gera úr þessu.
19. apríl var gerð athugasemd við skort á að upplýsingum um framboðjóðendur og lista á kjörstað. Kjörstjóri hafði undir höndum ófullnægjandi upplýsingar frá landskjörstjórn þar sem skorti mjög á samræmingu, jafnræði og var jafnframt illnothæft til að hengja upp. Þrátt fyrir athugasemdir við bæði kjörstjóra og Landskjörstjórn var ekki brugðist við fyrr en á þetta var minnst í fjölmiðlum. Um þetta er bókað í gerðarbók. Mjög brýnt er að farið sé að reglugerðum við framkvæmd kosninga. skv. reglugerð 388/2022 8. gr. skal Landskjörstjórn útbúa kjörgögn utan kjörfundar og 26. gr. sömu reglugerðar segir að að jöfnu skuli upplýsingar um frambjóðendur og lista hanga uppi á utankjörfundi. Þetta er klárt brot og umboðsmaður hafði fá til engin úrræði til að fá úr þessu leyst.
Þetta gæti vel hafa orðið þess valdandi að kjósendur Garðarbæjarlistans urðu óvissir um hvernig ætti að kjósa Garðarbæjarlistann og mögulega gert ógilt atkvæði. Um mikilvægi þess að koma í veg fyrir þetta í framtíðinn er varla hægt að leggja of mikla áherslu á.
Á utankjörfundi voru auglýsingar framboða sýnilegar frá bílastæði gangi að kjörfundarstofu og á tímabili frá kjörstað. Kjörstjóri á utankjörfundi brást ekki við athugasemdum umboðsmanns fyrir utan að hengja upp filmu sem gerði það að verkum að skiltið sást fólki í um og undir meðalhæð ekki frá kjörstað. Í þó nokkuð langann tíma og alveg fram á kjördag sáust auglýsingar frá framboðum frá bílastæði og gangi. Um þetta voru gerðar lögregluskýrslur og bókanir í gerðarbók. Án þess að brugðist yrði við. Þetta var svo kært til lögreglu og er nú til umfjöllunar hjá héraðssaksóknara. Það er með nokkrum ólíkindum að á þessu hafi ekki verið tekið og umboðsmenn höfðu engin úrræði til að fá þetta tekið til skoðunar.
Á skírteinum sem umboðsmönnum lista var skylt að bera skv. kosningalögum var hvort tveggja að finna viðkvæmar persónuupplýsingar og kosningaáróður. Við þessu var ekki brugðist með viðeigandi hætti þrátt fyrir að umboðsmenn gerðu við það athugasemdir á upplýsingafundi með umboðsmönnum. Á endanum var lögð inn kæra hjá Persónuvernd sem hefur ekki verið svarað. Það er algert lykilatriði að kosningalög tryggi mannréttindi og falli vel að lögum um persónuvernd.
Kjördagur sem var eins seint og hægt er skv. núgildandi kosningalögum var á afar óheppilegum tíma fyrir yngri kjósendur sem margir voru í prófum, einnig er sauðburður almennt í fullum gangi á þeim tíma sem kosningar voru haldnar og aðrir menningarviðburðir eins og Eurovision spiluðu líka inn í. Ljóst má þykja að mun heppilegra hefði verið ef kjördagur hefði verið í samræmi við eldri kosningalög þar sem kosið hefði verið síðasta laugardag í maí. Kosningaþáttaka var með allra minnsta móti og brýnt að yngri kjósendur fái tækifæri til að kynna sér málefni og frambjóðendur annars er hætt við að yngri kjósendur skili sér ekki á kjörstað.
Breytingar voru gerðar á kosningalögum rétt fyrir kosningar sem höfðu áhrif á möguleika námsmanna erlendis til að óska þess að vera á kjörskrá og takmarkaði frest frambjóðenda og kjósenda til að flytja lögheimili. Þessi breyting var ekki kynnt, þannig hámarkaðist skaðinn af því að breyta lögum svona seint. Brýnt er að gerist nauðsynlegt að breyta kosningalögum að það sé vel kynnt og að allir sem hagsmuna eiga að gæta geti brugðist við. Vel má ímynda sér að þetta hafi haft áhrif þar sem þekkt er að fylgi flokka er mismunandi milli aldursflokka og að takmarka aðgengi yngri kjósenda getur vel haft áhrif.
Stimplar voru gjarnan skildir eftir þannig að einn stimpill var áberandi. Betur hefði farið að vera með stimpla í bakka. Einnig er ljóst að þegar kjósandi greiðir atkvæði með stimpli heyrist að stimpillinn hafi verið notaður. Ætli kjósandi að skila auðu þá getur hann fundið sig knúinn til að nota stimpilinn og því hætt við að kjósandi kjósi eitthvað sem hann vildi ekki kjósa. Betra hefði verið að bjóða upp á auða stimpla og afhenda eingöngu þá stimpla sem eiga við í sveitarfélagi kjósenda.
Við öðrum athugasemdum umboðsmanna var brugðist við eins og merkjum stjórnmálaflokka sýnilegum frá kjörstað og Myndavél inni á kjörstað.
Á kjörfundi í Kópavogi voru gerðar ýmsar athugasemdir við flestum var brugðist.
Kjörstjórnir rufu í sumum tilfellum innsigli umboðsmanna án þess að umboðsmenn gætu verið viðstaddir. Uppsetning kjörstofa var ekki samræmd, ef kjósandi nýtti blindraspjald gat verið hægt að sjá hvenrig kosið hefði verið og bent á að afmá erki um hvernig kjósandi kaus af blindraspjöldum, auglýsingar á strætóskýlum frá Sjálfstæðisflokkunum voru sjáanlegar, á húsum og í nágrenni var að finna einkennisbókstafi flokkana. Við þessu öllu var brugðist fyrir utan að ekki var hægt að bregðast við prentuðum auglýsingum á strætóskýlum.
Við talningu var eitt innsigli á hurð rofið án þess að það fengist skýrt. Talning var ekki opin almenningi klukkan 10:00 eins og lög gera ráð fyrir.
Reglugerðir komu allar mjög seint sem kann að skýra mikið af þeim vandræðum sem koma upp í kringum kosningar sem er mjög ámælisvert.
Það er tillaga undirritaðs að við næstu kosningar verði búið að búa svo um hnútana að ekki komi svo mörg álitamál upp.
Hvað varðar uppkosningu er hefur verið aflað lögfræðiálits sem gefur tilefni til að ætla að bjóða eigi fram innan frestsins með sömu listum og meðmælum. Slíkt getur ekki gengið upp þar sem þeir gallar sem voru á framboðinu áður verða á því áfram og það er fullkomlega eðlilegt að við uppkosningu, bjóði framboð að nýju og Alþingi geti skipað nýja kjörstjórn. Enginn kostur er að bjóða fram allt eins og það var og brýnt að ákvæðið sé skýrt hvernig það skuli framkvæmt. Þessu verður Alþingi að taka á
-Taka verður af öll tvímæli um hverjir geti mælt með lista og þar veðrur að gæta jafnræðis og meðalhófs standi til að takmarka rétt fólks til að mæla með lista.
-Allar reglugerðir verða að vera tilbúnar tímanlega.
-Kærunefnd kosningamála þarf að taka á mun fleiri atriðum og umboðsmenn lista verða að hafa aðila til að leita til varðandi það að fá úrskurð um brot á reglum og reglugerðum.
-Kosningalög og reglugerðir mega ekki brjóta á mannréttindum.
-Við framkvæmd kosninga verður að tryggja að þeir sem að kosningum koma skilji og kunni að meta eftirlit umboðsmanna og í það minnsta fari að settum lögum og reglugerðum.
-Það er algerlega ótækt að breyta lögum með eins skömmum fyrirvara og gert var nú og allar breytingar verður að kynna tímanlega.
-Brýnt er að tryggja að tímasetning kosninga sé eins hvetjandi til kosningaþáttöku og unnt er og að ekki ætti að hafa kosningar á sama tíma og stór hlut yngri kjósenda er í prófum og prófaundirbúningi.
-Hægt þarf að vera að bregðast við auglýsingum í grennd við kjörstaði á kjördag.
-Séu brot á kosningalögum og reglugerðum þurfa umboðsmenn að hafa úrræði til að grípa í til að fá úr þeim leyst og það þarf að gera timanlega þannig að brotin hafi ekki áhrif á niðurstöðu kosninga líkt og færa má rök fyrir að hafi gerst nú.
-Tryggja þarf að auglýsingar séu samræmdar milli sveitarfélaga og í þeim sé gætt jafnræðis. Ótækt er að í sumum tilfellum séu listar í stafrófsröð og í sumum tilfellum ekki.
-Vel mætti hugsa sér að hafa æfingu þar sem farið yrði í gegnum kosninga í samvinnu við hagsmunaaðila og finna þannig mögulega galla. Undirritaður býður sig fram í þá vinnu.
-Í ljós þess að eftirlit umboðsmanna getur verið ansi tímafrekt og er almennt séð ekki launað þá er lágmark að tekið sé mark á athugasemdum umboðsmanna og að til sé vettvangur til að taka fyrir kvartanir og fá úr þeim skorið.
-Skerpa verður á reglum og fyrirkomulagi varðandi uppkosningu sem er mjög óljóst og í ljósi þess að það er eina úrræðið, komi upp alvarlegur galli á kosningu verður það að vera nothæft.
-Tryggja þarf að vanhæfisreglur hamli ekki framkvæmd.
undirritað
Indriði Ingi Stefánsson
Á 1201. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, þann 20. júní 2022, var samþykkt að leggja meðfylgjandi umsögn um áform að breytingum á kosningalögum, skv. minnisblaði sviðsstjóra, inn í samráðsgátt stjórnvalda, og að bæjarstjóri fylgi málinu eftir gerist þess þörf. Umsögn fylgir í viðhengi.
ViðhengiDómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 94/2022, breyting á kosningalögum. Framlögð er umsögn formanns yfirkjörstjórnar. Bæjarráð tekur undir umsögn formanns yfirkjörstjórnar og felur bæjarritara að skila umsögn.
Kveðja
Gunnar Jónsson
ViðhengiMín reynsla er sú að það hafi vantað betri upplýsingar.
T.d um gögn sem skila á inn.
Og það sem þarf að taka saman. T.d hversu margar útstrikanir, hversu oft var
frambjóðandi færður um sæti. Þetta var sérstök skýrsla sem þurfti að fylla út til
að sjá hvort frambjóðandi færðist til um sæti.
Eins var téð skýrsluform ekki nógu skilmerkilega sett upp þannig að það mátti
misskilja hana og kom ég þeim ábendingum til skila til þess er bjó hana til og var
hann sammála þeim ábendingum.
Annað sem mér fannst, er að samræmi þarf að vera á milli skýrsla sem þarf að
senda til Hagstofu annars vegar og Landskjörstjórnar hins vegar. Þetta ætti að
vera 1 heilstæð skýrsla send á Landskjörstjórn og Hagstofan getur svo unnið úr þeim upplýsingum.
Í meðfylgjandi skjali er að finna umsögn Þjóðskrár Íslands við áform um breytingar á kosningalögum nr. 112/2021
ViðhengiÁ fundi byggðaráðs Múlaþings 21. júní 2022 var eftirfarandi samþykkt samhljóða:
Endurskoðun kosningalaga - áform um lagasetningu
Málsnúmer 202205450
Fyrir liggur umsögn formanns yfirkjörstjórnar Múlaþings varðandi áform um breytingu á kosningalögum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að koma umsögn, fyrir hönd sveitarfélagsins, varðandi áform um breytingu á kosningalögum, á framfæri í samráðsgátt stjórnvalda innan tilskilins frests.
Meðfylgjandi eru ábendingar og athugasemdir sveitarfélagsins Múlaþings við kosningalög nr. 112/2021.
Annars vegnar athugasemdir er varða greinar 18 og 39. Hins vegar athugasemdir er varða kosningu til heimastjórna.
Með kveðju,
Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri hjá Múlaþingi
Viðhengi ViðhengiVarðandi hæfi kjörstjórnar þá tel eg að gæta eigi fyllsta hlutleysis og eiga núverandi reglur vel þar við, finnst mer einnig skrýtið að eigi að breyta lögum um hæfi kjörnstjórnar til þess að þóknast eingöngu kjörstjórnarmeðlimum sem vilja halda afram að telja atkvæði en geta það ekki vegna tenginga við fólk i framboði.
Væri ekki nær að í þeim tilfellum sem kjörstjórnarmeðlimur telst vanhæfur samkvæmt núgildandi lögum myndi hann einfaldlega færa sig i annað kjördæmi.
Þvi að hann tekur væntanlega hæfileika sína til að telja með sér þangað
Þannig gætu gamlir refir i kjörstjórn haldið störfum áfram
Takk fyrir
Í 24. grein V. kafla kemur fram að sveitarstjórnarkosningar fari fram annan laugardag maímánaðar. Frá mínum bæjardyrum séð, bæði sem frambjóðandi og framhaldsskólakennari þótti það afar óheppileg tímasetning, bæði með tilliti til þátttöku ungs fólks í kosningabaráttu (þvert á flokka) en sömuleiðis hvað kjörsókn ungs fólks varðaði. Betur færi ef kosningar færu fram síðar, t.a.m í lok maímánaðar svo framhalds- og háskólanemendum gæfist tími til að einbeita sér að lokaprófum og verkefnum.
Meðfylgjandi eru athugasemdir Reykjavíkurborgar vegna áforma um breytingar á kosningalögum nr. 112/2021.
ViðhengiÉg hef verið umboðsmaður og verið sem slíkur við kosningaeftirlit síðan árið 2009.
Þær hömlur sem settar voru á í síðustu breytingu kosningalaga voru þarfar.
Það var fyrir löngu kominn tími til að setja því skorður að velja vini og vandamenn í þau hlutverk og störf sem kosningum fylgja.
Það var ætíð áberandi hvernig heilu fjölskyldurnar, vinir og vandamenn voru við störf og í ýmsum kjörstjórnar tengdum hlutverkum.
Ég mæli eindregið gegn því að nokkrar einustu breytingar verði gerðar á núgildandi lögum í þeim anda sem um er rætt.
Framkvæmd kosninga í lýðræðisríki á að vera hafin yfir allan vafa.
Meðfylgjandi er umsögn landskjörstjórnar vegna áforma dómsmálaráðuneytisins um endurskoðun kosningalaga nr. 112/2021
ViðhengiEfni: Athugasemdir vegna áforma um breytingu á kosningalögum, nr. 112/2021
Vísað er til áforma dómsmálaráðuneytisins um lagasetningu, dags. 30. maí 2022, DMR22020190. Yfirkjörstjórn sveitarfélagsins Árborgar fagnar því að ráðuneytið taki lögin til nánari athugunar í kjölfar sveitarstjórnarkosninga sem fóru fram í maí sl. Að mati yfirkjörstjórnar eru nýsamþykkt kosningalög um margt vönduð en hafa leitt til talsvert meira vinnuframlags af hálfu kjörstjórna og er þar að finna tiltekin ákvæði sem þarfnast endurskoðunar. Á þessu stigi vill yfirkjörstjórn benda í grófum dráttum á tiltekin atriði sem hún telur að þurfi skoðunar við en fagnar einnig tækifærum til að koma með athugasemdir á síðari stigum. Eftirfarandi eru helstu athugasemdir sem yfirkjörstjórn vill koma á framfæri:
• Tekið er undir að ákvæði um hæfi kjörstjórnarfulltrúa verði endurskoðuð. Þessi nýju ákvæði hafa reynst sveitarfélaginu Árborg erfið í framkvæmd líkt og fleiri sveitarfélögum og þurfti t.a.m. að skipta allri undirkjörstjórninni á Eyrarbakka út auk þess sem nokkrir aðrir kjörstjórnarfulltrúar töldust vanhæfir. Að mati yfirkjörstjórnar mætti t.a.m. taka til skoðunar hvort nægjanlegt væri að miða við það þegar nánustu fjölskyldumeðlimir kjörstjórnarmanns eru í kjöri. Auk þessa er vert að benda á að lítill tilgangur virðist vera með því að kjörstjórnarfulltrúi geti ekki veitt framboði meðmæli (39. gr.) og í því sambandi bent á flokkarnir sjálfir velja kjörstjórnarfulltrúa í kjörstjórnirnar.
• Tekið er undir það að skoða þurfi ákvæði um flutning atkvæðakassa til yfirkjörstjórna og í því sambandi bent á að starfsfólki sýslumanns ætti að vera treyst til að innsigla atkvæðakassa án kjörstjórnar (76. gr.).
• Tekið er undir mikilvægi þess að skoðað sé hvort persónuverndarsjónarmið heimili ekki að á sendiumslögum utankjörfundaratkvæða komi fram bæði nafn og heimilisfang kjósanda auk kennitölu. Breytt fyrirkomulag hefur leitt til mun meiri vinnu kjörstjórna við yfirferð atkvæða.
• Tekið er undir að skoða þurfi samspil kosningalaga við lög um starfsemi stjórnmálasamtaka.
• Að mati yfirkjörstjórnar þyrfti einnig að endurskoða ákvæði um fundi með umboðsmönnum/framboðum í tengslum við móttöku framboða, sem eru nokkuð óskýr. Í 44. gr. er t.d. gert ráð fyrir að yfirkjörstjórn fundi með umboðsmönnum um leið og framboðslistar eru lagðir fram og að yfirkjörstjórn eigi þá og þegar að vera búin að koma auga á galla á framboðslistum. Á þeim tímapunkti á yfirkjörstjórn hins vegar eftir að fara yfir listana og erfitt að koma auga á galla um leið og tekið er við framboðslistum.
• Að lokum er ástæða til að benda á að lögin mættu vera skýrari um afleiðingar galla á framboðum þegar ekki er bætt úr, s.s. vöntun á upplýsingum um tiltekinn frambjóðanda. Á t.d. að útiloka frambjóðanda á lista ef það vantar starfsheiti hans eða heimilisfang? Í hvaða tilvikum ber að hafna framboði? Ýmsar vangaveltur hafa komið upp við kosningarnar, t.d. ef frambjóðandi á lista er ekki kjörgengur á þá að heimila framboðinu að koma með nýtt nafn á listann? Hvaða ágallar eru taldir í lagi og hverjar eru heimildir kjörstjórna til að leiðrétta augljósar villur í kennitölum, heimilisföngum og nöfnum frambjóðanda t.d. ef heimilisfang er ekki í samræmi við skráningu í Þjóðskrá. Hverjar eru heimildir kjörstjórnar til þess að breyta framsetningu nafns frambjóðanda, til samræmis við lögin en e.t.v. í andstöðu við vilja frambjóðanda? Að mati yfirkjörstjórnar þarfnast þessi atriði þarfnast nánari skoðunar við.
Yfirkjörstjórn sveitarfélagsins Árborgar,
30. júní 2022,
Ingimundur Sigurmundsson
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir
Steinunn Erla Kolbeinsdóttir