Samráð fyrirhugað 15.06.2022—16.08.2022
Til umsagnar 15.06.2022—16.08.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 16.08.2022
Niðurstöður birtar

Öryggisþjónusta – kortlagning, greining og stefna

Mál nr. 99/2022 Birt: 15.06.2022 Síðast uppfært: 28.06.2022
  • Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Örorka og málefni fatlaðs fólks
  • Almanna- og réttaröryggi
  • Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála
  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 15.06.2022–16.08.2022. Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Hér eru kynnt drög að stefnu um öryggisþjónustu við fullorðna einstaklinga með fjölþættan vanda og/eða miklar þroska- og geðraskanir.

Kynnt eru drög að stefnu um öryggisþjónustu við fullorðna einstaklinga með fjölþættan vanda og/eða miklar þroska- og geðraskanir. Annars vegar er um að ræða kortlagningu, greiningu og mati á kostum og hins vegar stefnu og áætlun. Í fyrri hlutanum er fjallað um þá hugmyndafræði sem starfsemi öryggisþjónustu á að byggja á og gerð grein fyrir þeim hugtökum sem notuð eru í umfjölluninni. Þá er gerð grein fyrir núverandi lagaumhverfi og þeim veikleikum sem það ber með sér í ljósi þeirra áskorana sem liggja fyrir og lýst helstu þáttum í nýrri löggjöf, markhópar eru skilgreindir og dregin upp lýsing á stöðu þeirra og umfangi. Einnig er fjallað um hvernig hægt sé að leggja mat á kostnað við þjónustuna og hvernig megi skipta ábyrgð á milli ríkis og sveitarfélaga. Í seinni hluta stefnunnar eru niðurstöður dregnar saman og lögð til drög að stefnu sem inniheldur framtíðarsýn/tilgang og markmið og aðgerðaáætlun um framkvæmd öryggisþjónustu á Íslandi.

Tengd mál

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.