Samráð fyrirhugað 16.06.2022—07.07.2022
Til umsagnar 16.06.2022—07.07.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 07.07.2022
Niðurstöður birtar

Endurskoðun undanþágukafla aðalnámskrár grunnskóla

Mál nr. 101/2022 Birt: 16.06.2022
  • Mennta- og barnamálaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Leikskólar, grunnskólar, framhaldsfræðsla og stjórnsýsla mennta- og menningarmála

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 16.06.2022–07.07.2022. Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Mennta- og barnamálaráðuneyti kynnir til samráðs endurskoðun á undanþágukafla aðalnámskrár grunnskóla frá 2011.

Aðalnámskrá grunnskóla almennur hluti kom út árið 2011 og greinasvið árið 2013. Gert er ráð fyrir að aðalnámskráin sé endurskoðuð reglulega. Starfshópur með fulltrúum frá ráðuneytinu og helstu hagsmunaaðilum grunnskóla var stofnaður árið 2021 til að endurskoða undanþágukaflann, m.a. í ljósi ýmissa ábendinga sem borist höfðu ráðuneytinu. Tillögur um breytingar frá gildandi undanþágukafla taka m.a. mið af þeirri gagnrýni sem komið hafa fram um skólasókn nemenda og mikil leyfi þeirra á skólatíma. Einnig er ítarleg umfjöllun um skólaforðun sem ekki er nefnd í gildandi aðalnámskrá. Loks eru ýmis ákvæði grunnskólalaga skýrð betur og sum atriði eru einfölduð, t.d. um undanþágu frá ákveðnum námsgreinum þar sem ekki er fjallað sérstaklega um tilteknar námsgreinar en þess í stað sett almenn leiðibeinandi viðmið. Endurskoðaður kafli er byggður þannig upp að fyrst er fjallað um undanþágur frá skólaskyldu, þ.e. undanþágu frá skólasókn, skólaforðun, sjúkrakennslu, undanþágu frá skyldunámi og viðurkenningu á námi utan grunnskóla. Síðan er kafli um aðrar leiðir til að fullnægja skólaskyldu, þ.e. þróunarskólar, alþjóðaskólar, heimaskólar eða heimakennsla og fjar- og dreifnám. Við endurskoðunina hafði starfshópurinn einnig hliðsjón af nýjum lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.