Samráð fyrirhugað 16.06.2022—10.07.2022
Til umsagnar 16.06.2022—10.07.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 10.07.2022
Niðurstöður birtar 18.10.2022

Rýni á erlendum fjárfestingum vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu

Mál nr. 102/2022 Birt: 16.06.2022 Síðast uppfært: 18.10.2022
  • Forsætisráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Almanna- og réttaröryggi

Niðurstöður birtar

Sjá meðfylgjandi skjal þar sem athugasemdir eru reifaðar og við þeim brugðist.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 16.06.2022–10.07.2022. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 18.10.2022.

Málsefni

Setning heildarlaga um rýni á beinum erlendum fjárfestingum einkum á sérlega viðkvæmum sviðum með tilliti til þess hvort þær samræmist þjóðaröryggi og allsherjarreglu.

Rýni fjárfestingar (e. investment screening) felur í þessu samhengi í sér ítarlega og faglega greiningu stjórnvalda á því hvort af tiltekinni beinni erlendri fjárfestingu stafi hætta fyrir þjóðaröryggi eða allsherjarreglu. Meginstef lagareglna um fjárfestingarýni er að samþætta sjónarmið um mikilvægi erlendrar fjárfestingar fyrir efnahagslífið og nauðsyn þess að erlend fjárfesting í þýðingarmiklum innviðum og á öðrum viðkvæmum og samfélagslega mikilvægum sviðum samræmist þjóðaröryggi og allsherjarreglu. Fjárfestingarýni er þannig ekki ætlað að vera takmörkun á erlendri fjárfestingu almennt, heldur er markmiðið að ganga úr skugga um að einstakar erlendar fjárfestingar á tilteknum viðkvæmum samfélagssviðum leiði ekki af sér öryggisógn. Færa má sannfærandi rök fyrir því að fyrirkomulag af þessu tagi sé almennt fallið til að auka traust til erlendra fjárfestinga á samfélagslega mikilvægum sviðum, til hagsbóta fyrir atvinnulífið og samfélagið allt. Þá má, með hliðsjón af erlendri réttarþróun á undanförnum árum, leiða rökum að því að reglur um fjárfestingarýni geti nú talist sjálfsagður þáttur í lagaumhverfi ríkja hvað varðar erlendar fjárfestingar. Hvað varðar þróun á þessu sviði innan Evrópusambandsins hafa t.a.m. alls 18 ESB-ríki tilkynnt framkvæmdastjórn ESB um löggjöf á sviði fjárfestingarýni sem þau hafa sett (Danmörk, Finnland, Þýskaland, Spánn, Frakkland, Ítalía, Lettland, Litháen, Ungverjaland, Tékkland, Malta, Holland, Austurríki, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvenía og Slóvakía). Fleiri ríki, m.a. Svíþjóð, hyggja á setningu laga um fjárfestingarýni í náinni framtíð.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Egill Másson - 28.06.2022

Góðan daginn.

Umsögn mín lýtur sérstaklega að íþyngjandi áhrifum á sprotafyrirtæki í djúptækni.

Undir greininni "Sérlega viðkvæmir geirar og starfsemi" er töluliður 4 sérlega víðtækur.

4. Fyrirtæki sem starfa við framleiðslu eða þróun á mikilvægri tækni, annarri en fellur undir

aðra töluliði þessa ákvæðis.

Í textanum fyrir neðan kemur fram: "Undir 4. tölul. getur t.d. fallið gervigreind, þróuð þjarkatækni og

drónatækni, þrívíddarprentun til framleiðslu íhluta til iðnaðarnota, hálfleiðarar, kjarnorkutækni,

skammtatækni, nanótækni, líftækni, flug- og geimtækni, tækni til varðveislu orku til iðnaðarnota, til

orkuumbreytingar og orkuflutninga, tækni tengd umhverfisvernd og aðgerðum gegn loftslagsbreytingum, o.fl. "

Flestir þessara þátta lúta að því sem kalla mætti djúptækni. Sprotafyrirtæki sem vinna að vörum sem byggja á djúptækni reyna gjarnan að sækja fjármagn til sérhæfðra erlendra fjárfestingasjóða sem hafa djúpa sérþekkingu og víðtækt tengslanet á afmörkuðu sviði. Það er afar mikilvægt en ekki auðvelt að sækja erlent fjármagn til slíkra fyrirtækja og ég vil vara við því að setja upp hindranir á þeirri vegferð. Slíkar hindranir koma sérlega illa við sprotafyrirtæki sem hafa takmarkaða umgjörð til að fást við flókin regluverk.

Ég vil því mælast til að skilgreiningin verði þrengd eða þessi töluliður felldur niður þannig að lögin takmarkist við tækni sem varðar þjóðaröryggi. Til vara verði tekið sérstakt tillit til sprotafyrirtækja.

Afrita slóð á umsögn

#2 HS Orka hf. - 07.07.2022

Meðfylgjandi er umsögn HS Orku hf.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Samtök atvinnulífsins - 10.07.2022

Góðan daginn.

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samorku.

Bestu kveðjur.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Viðskiptaráð Íslands - 10.07.2022

Viðhengd er umsögn Viðskiptaráðs Íslands.

Viðhengi