Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 16.6.–10.7.2022

2

Í vinnslu

  • 11.7.–17.10.2022

3

Samráði lokið

  • 18.10.2022

Mál nr. S-102/2022

Birt: 16.6.2022

Fjöldi umsagna: 4

Áform um lagasetningu

Forsætisráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

Rýni á erlendum fjárfestingum vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu

Niðurstöður

Sjá meðfylgjandi skjal þar sem athugasemdir eru reifaðar og við þeim brugðist.

Málsefni

Setning heildarlaga um rýni á beinum erlendum fjárfestingum einkum á sérlega viðkvæmum sviðum með tilliti til þess hvort þær samræmist þjóðaröryggi og allsherjarreglu.

Nánari upplýsingar

Rýni fjárfestingar (e. investment screening) felur í þessu samhengi í sér ítarlega og faglega greiningu stjórnvalda á því hvort af tiltekinni beinni erlendri fjárfestingu stafi hætta fyrir þjóðaröryggi eða allsherjarreglu. Meginstef lagareglna um fjárfestingarýni er að samþætta sjónarmið um mikilvægi erlendrar fjárfestingar fyrir efnahagslífið og nauðsyn þess að erlend fjárfesting í þýðingarmiklum innviðum og á öðrum viðkvæmum og samfélagslega mikilvægum sviðum samræmist þjóðaröryggi og allsherjarreglu. Fjárfestingarýni er þannig ekki ætlað að vera takmörkun á erlendri fjárfestingu almennt, heldur er markmiðið að ganga úr skugga um að einstakar erlendar fjárfestingar á tilteknum viðkvæmum samfélagssviðum leiði ekki af sér öryggisógn. Færa má sannfærandi rök fyrir því að fyrirkomulag af þessu tagi sé almennt fallið til að auka traust til erlendra fjárfestinga á samfélagslega mikilvægum sviðum, til hagsbóta fyrir atvinnulífið og samfélagið allt. Þá má, með hliðsjón af erlendri réttarþróun á undanförnum árum, leiða rökum að því að reglur um fjárfestingarýni geti nú talist sjálfsagður þáttur í lagaumhverfi ríkja hvað varðar erlendar fjárfestingar. Hvað varðar þróun á þessu sviði innan Evrópusambandsins hafa t.a.m. alls 18 ESB-ríki tilkynnt framkvæmdastjórn ESB um löggjöf á sviði fjárfestingarýni sem þau hafa sett (Danmörk, Finnland, Þýskaland, Spánn, Frakkland, Ítalía, Lettland, Litháen, Ungverjaland, Tékkland, Malta, Holland, Austurríki, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvenía og Slóvakía). Fleiri ríki, m.a. Svíþjóð, hyggja á setningu laga um fjárfestingarýni í náinni framtíð.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stjórnskipunar og stjórnsýslu

postur@for.is