Samráð fyrirhugað 23.06.2022—07.07.2022
Til umsagnar 23.06.2022—07.07.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 07.07.2022
Niðurstöður birtar

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1130/2016 um útgáfu og notkun stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða

Mál nr. 104/2022 Birt: 23.06.2022
  • Innviðaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál
  • Örorka og málefni fatlaðs fólks

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 23.06.2022–07.07.2022. Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Innviðaráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1130/2016 um útgáfu og notkun stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða

Samkvæmt 6. gr. gildandi reglugerðar nr. 1130/2016 er heimilt að nota erlent stæðiskort hér á landi sem gefið er út af aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins og uppfyllir að öllu leyti skilyrði viðauka við reglugerðina. Með drögunum sem hér eru birt til samráðs er notkun erlendra stæðiskorta heimiluð, óháð því hvort stæðiskort sé gefið út í ríki sem er aðili að evrópska efnahagssvæðinu. Skilyrði þess að heimilt verði að notast við erlent stæðiskort er að kortið beri táknmynd áþekka þeirri sem finna má í viðauka við reglugerðina og að stæðiskort sé gefið út af stjórnvöldum í viðkomandi ríki.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.