Til umsagnar
23.–30.6.2022
Í vinnslu
1.7.–2.8.2022
Samráði lokið
3.8.2022
Mál nr. S-105/2022
Birt: 23.6.2022
Fjöldi umsagna: 25
Drög að reglugerð
Atvinnuvegaráðuneytið
Landbúnaður
Unnið var úr þeim athugasemdum sem bárust og tekið tillit til þeirra þar sem hægt var. Reglugerðin hefur verið send til birtingar í Stjórnartíðindum.
Reglugerðin er unnin í framhaldi af skýrslu sem starfshópur skilaði til matvælaráðherra í lok maí um starfsemi, regluverk, eftirlit og löggjöf vegna blótöku úr fylfullum hryssum.
Tilgangur reglugerðarinnar er að tryggja velferð og heilbrigði allra hryssna sem nýttar eru í blóðtöku, folalda þeirra og stóðhesta sem notaðir eru til fyljunar þeirra. Í reglugerðinni er m.a. gert ráð fyrir að hrossahald til blóðtöku verði einungis heimilt að fengnu sérstöku leyfi Matvælastofnunar að undangenginni úttekt stofnunarinnar. Einnig er gert ráð fyrir að kaupanda verði gert óheimilt að flokka greiðslur eftir því hversu miklar heimtur eru úr hverju hrossi. Með setningu reglugerðarinnar verður hin óljósa réttarstaða starfseminnar færð til betri vegar. Gildistími reglugerðarinnar verður svo nýttur til að fylgjast með og leggja mat á framtíð starfseminnar.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa landbúnaðar
mar@mar.is