Unnið var úr þeim athugasemdum sem bárust og tekið tillit til þeirra þar sem hægt var. Reglugerðin hefur verið send til birtingar í Stjórnartíðindum.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 23.06.2022–30.06.2022.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 03.08.2022.
Reglugerðin er unnin í framhaldi af skýrslu sem starfshópur skilaði til matvælaráðherra í lok maí um starfsemi, regluverk, eftirlit og löggjöf vegna blótöku úr fylfullum hryssum.
Tilgangur reglugerðarinnar er að tryggja velferð og heilbrigði allra hryssna sem nýttar eru í blóðtöku, folalda þeirra og stóðhesta sem notaðir eru til fyljunar þeirra. Í reglugerðinni er m.a. gert ráð fyrir að hrossahald til blóðtöku verði einungis heimilt að fengnu sérstöku leyfi Matvælastofnunar að undangenginni úttekt stofnunarinnar. Einnig er gert ráð fyrir að kaupanda verði gert óheimilt að flokka greiðslur eftir því hversu miklar heimtur eru úr hverju hrossi. Með setningu reglugerðarinnar verður hin óljósa réttarstaða starfseminnar færð til betri vegar. Gildistími reglugerðarinnar verður svo nýttur til að fylgjast með og leggja mat á framtíð starfseminnar.
Er ekki sammála 3. grein, því að þetta virðist ekki falla undir "20. gr. Tilraunir, kennsla og læknisfræðileg starfsemi." Er nú þegar skylda að tilkynna starfsemi skv. "910/2014 Reglugerð um velferð hrossa" svo er erfitt að sjá hvað það ætti að breyta að þurfa sækja um annað sérstakt leyfi sem vísar í lagagrein sem kemur ekki starfseminu við.
Þarf að skoða líka 8. grein, lið c. Það er hætta á að það getur orðið meira truflun an aðstoð fyrir dýralæknirinn að vera með of marga með sér. Væri hægt að leyfa dýralækninum að meta hvort hann þurfi einn eða fleiri aðstoðarmenn miðað við fjölda bása og stærð á blóðtökuhóp.
8. grein, liður e. Þetta minnkar tekjurnar hjá bændum allt að 25% og sé ekki hver rökstuðningurinn er fyrir aftan því að breyta frá 8 til 6 sinnum.
8. grein, liður j. Væri æskilegt að finna einhverja lausn fyrir bændur sem eru bara með 2 bása en fleiri en 50 hryssur, vera kannski með mismunandi tölur miðað við fjölda bása svo bændur þurfa ekki smala oft.
Svo er 10. greinin. Er ekki samála, ætti ekki að vera skilgreint hér skilyrði fyrir greiðslu, er nú þegar til kerfi þar allir fáu miðjumoð fyrir blóðið.
Í meðfylgjandi skjali er umsögn frá mér
ViðhengiUmsögn þessi er frá bændum, sem halda hryssur til blóðtöku, á Norðurlandi og víðar og send af eftirtölum aðilum.
Birgir Hauksson Valagerði
Magnús Magnússon Staðarbakka
Kristján Þorbjörnsson Gilsstöðum
Umsögnin er í viðhengi.
ViðhengiÞarf að skoða eftirfarandi. 8. gr., liður c. Dýralæknar meti sjálfir hversu marga aðstoðarmenn þeir þurfi miðað við hryssufjölda.
8. gr. Liður e. Tekjur bænda minnka mjög mikið ef þessu verður þ.e. breytt úr 8 í 6 skipti. Þá lækka einnig tekjur (skattar) til samfélagsins og væntanlega einnig útflutningstekjur af minnkandi afurðum. 7 og 8 skipta hryssurnar skila langmestu. Þetta er svipað ef að kúabændur förguðu nythæstu kúnum úr fjósunum. Það gera þeir alls ekki. Vísa í skýrslu frá Mast frá 27. Apríl s.l. Á bls. 5 í kaflanum niðurstaða segir eftirfarandi..Engin vísbending er um að blóðmagnið sem tekið er, þ.e. 5 lítrar vikulega í allt að 8 skipti, sé of mikið þar sem ekki koma fram neikvæð áhrif á skilgreinda mælikvarða á heilsu og blóðbúskap hryssnanna.
8 gr. Liður j. Við hvað er átt? Ef bóndi er með 55 hryssur, þarf hann þá 3 bása? Vitað er af reynslu að þær eru aldrei allar í blóðtöku í einu og þá í besta falli aðeins einu sinni yfir tímabilið. Duga þá ekki tveir básar?
Halldór Guðmundsson
Guðmann Ásgeir Halldórsson
Sigurjón Guðmundsson
Guðríður Ó Kristinsdóttir
Guðmann Steingrímsson
Jóhann Hólmar Ragnarsson
Lára Björg Jóhannsdóttir
Varðandi drög að reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum:
Margt er gott og gilt í nýju reglugerðinni en annað er vægast sagt ekki hugsað nægilega vel í gegn. Hér stikla ég á stóru um þau atriði sem þarfnast frekari skoðunar og/eða að taka út úr reglugerðinni.
6. grein:
Þegar sett er krafa á um þekkingu og hæfni verður að íhuga hvernig mat á þessu eigi að fara fram. Hvað er grunnþekking á eðli og þörfum hrossa? Hver á að meta hvort einstaklingur sé nægilega vel að sér í þessum efnum? Þetta er alltof óljós grein (og mögulega óþörf þar sem svipuð grein er í almennum velferðarreglum hrossa nú þegar).
8. grein:
Í c-lið er talað um einn aðstoðarmann við hvern bás. Hver á að sjá um að fá þennan aðstoðarmann? Getur þetta verið bóndinn sjálfur eða aðrir með honum? Nú þegar eru bændur að uppfylla þetta með því að vera sjálfir viðstaddir með sínum fjölskyldum/vinum/aðstoðarfólki. En ef dýralæknir þarf að mæta sjálfur með aðstoðarmann á hvern leggst sá auka kostnaður?
Í e-lið er verið að ræða um 6 skipti sem hámark og þar verður að nefna það að í yfir 40 ár hafa bændur stundað það að taka í 8 skipti að hámarki með lítil sem engin afföll og/eða slæmar afleiðingar svo vitað sé til. Þessa ákvörðun þarf að vera að hægt að styðja með rannsóknum þar sem þetta leiðir til mjög mikils tekjutaps hjá bændum. Það er því algjörlega nauðsynlegt að hefja fyrst rannsóknir og setja svo takmörk um magn og fjölda skipta, ekki öfugt. Í þessu samhengi vil ég benda á þessa glænýju rannsókn sem var BS verkefni í Landbúnaðarháskóla Íslands: https://skemman.is/handle/1946/41590?fbclid=IwAR3d4R5JOL7WzXW__K-uv_b1UpND4v91dioBLlw_6w982YURwa731zCkX7A en í henni kemur fram að enginn marktækur munur hafi verið á efnainnihaldi kaplamjólkur hjá hryssum í blóðtöku vs. viðmunaðarhryssum sem voru ekki í blóðtöku. Enn fremur reyndust folöld hryssa í blóðtökum örlítið þyngri þó það hafi ekki verið marktækur munur heldur. Að sjálfsögðu styðjum við bændur rannsóknir og fögnum þessari t.a.m. þar sem um er að ræða hlutlausan aðila. Við hvetjum til fleiri rannsókna en leggjum áherslu á það að 40 ára reynsla verður að fá að teljast til mats og liggja sem grundvöllur fyrir því að leyfa 8 skipti, í stað þess að fækka skiptum án rökstuðnings. Heldur ætti að nota næstu 3 ár t.a.m. til þess að framkvæma góðar, óháðar rannsóknir og nýta þær niðurstöður í ákvarðanatöku að 3 árum liðnum.
Í g-lið er talað um að hryssur í blóðtöku verði að hafa náð 4ra vetra aldri. Í 40 ár hefur verið leyft að taka blóð úr 3ja vetra hryssum (sem eru þá að kasta fyrsta folaldi 4ra vetra) og er ending þessara hryssna mjög góð og því sjáum við engar rannsóknir sem hægt sé að nýta sem rök fyrir þessari ákvörðun heldur. Hér gæti aftur verið sniðugt að nota næstu 3 ár í rannsóknir og síðan taka ákvörðun að þeim tíma liðnum.
Í j-lið er fjöldi hryssna sem smalað er sett í 75 hryssur og 25 á hvern bás. Þessar tölur líta vel út á blaði og allir bændur vita að gott er að hafa hópana ekki of stóra. Það verður þó að teljast skrítið að tala um tölu í smölun, þar sem það fer meira eftir aðstæðum þar sem þær stoppa og bíða eftir því að komast í blóðtöku. Ef setja á þessa reglu um smölun spyr maður sig; hvað með hestaferðahópa? Hvað með hestaleigur? Hvað með stóðréttir? Hvað með aðrar búgreinar? Hvað með bóndann sem er með 51 meri í blóðtöku og bara 2 bása? Þessi grein er sett niður með góðum hug en í raun verður útfærslan klúðursleg. Ég legg til að greinin verði umorðuð þannig að þetta séu viðmiðunartölur (ekki regla) og lögð verði áhersla á það að bændur reyni eftir bestu getu að stytta biðtíma, auka pláss á biðsvæði, hafa umgjörðina sem þægilegasta fyrir hryssurnar og minnka stress í aðstæðum eins og hægt er sem liðir K, L og M taka einmitt fyrir.
10. grein:
Þessi grein er að kollvarpa greiðslukerfi sem nú er í gildi. Hér vil ég minna á að bændur höfðu þetta greiðslukerfi til að miða við þegar tekin var ákvörðun varðandi áburðarkaup og þegar fjöldi hryssna í blóðtöku í ár var valinn. Þess vegna verður að láta þessa grein taka gildi seinna, því það er algjörlega óheyrt að breyta greiðsluskilyrðum þegar tímabilið er löngu hafið og áburður kominn á túnin! Þetta myndi leiða til tekjutaps sem jafnvel yrði svo mikill að bú gætu farið í þrot, sérstaklega í þessum flóknum aðstæðum sem bændur eru í á þessu ári, sem ætti ekki að hafa farið framhjá neinum.
11. grein:
Greinin segir að reglugerðin eigi að öðlast gildi strax. Þetta er að mínu mati mjög ósanngjarnt þar sem okkar tímabil er byrjað en það hófst þegar að við bændur settum stóðhesta í hólf til þeirra mera sem við ákváðum að hafa með í blóðtöku þessa árs. Það er einfaldlega ekki hægt að bjóða bændum upp á breyta svona leikreglum í miðju tímabili. Það þarf því að miða við næsta blóðtökutímabil, og þannig láta reglugerðina taka gildi 1. janúar 2023 ef hún á að standa annars óbreytt, þannig að bændur hafi tíma til að skipuleggja sig og sína vinnu og taka ákvarðanir varðandi stóðhesta í tæka tíð. Auk þess fara áburðarkaup fram í byrjun árs og áburður löngu kominn á tún. Það mætti líkja þessu við að ríkið ákveði kvóta fyrir fisk eitt árið, og þegar hann væri næstum allur veiddur með tilheyrandi launakostnaði, yrði dregið saman um 30% og henda þyrfti þeim fiski sem hafði verið veiddur umfram og engin leið væri til að innheimta launakostnaðinn tilbaka.
Ég, sem bóndi í blóðtöku, er við það að leggjast á hnén og biðja fyrir að þessi reglugerð verði endurhugsuð, endurskoðuð og endurskrifuð. Í það allra minnsta að okkur bændur verði gefinn tími til að undirbúa okkur fyrir þessar breytingar, fjárhagslega og vinnulega!
Hanna Valdís Guðjónsdóttir, bóndi með BSc í Hestafræði.
Varðandi 3. grein
Það er nú þegar tilkynningarskylda um starfsemina í reglugerð um velferð hrossa, þannig að það er erfitt að sjá hverju það ætti að breyta að þurfa að sækja um annað sérstakt leyfi sem vísar í lagagrein og vandséð hvað það bætir.
Varðandi 6. grein.
Hver sem heldur dýr skal hafa aflað sér grunnþekkingar á eðli og þörfum þeirra.
Varðandi 8. grein, lið c
Það er hætta á að það geti orðið meiri truflun en aðstoð fyrir dýralækninn að vera með of marga starfsmenn við blóðtökubásana. Væri hægt að leyfa dýralækninum að meta það hvort hann þurfi einn eða fleiri aðstoðarmenn miðað við fjölda bása, stærð á blóðtökuhóp og aðstöðuna á viðkomandi bæ.
Varðandi 8. grein, liður e
Það eru engin rök sem styðja það að ekki meigi taka 8. sinnum úr hverri meri eins og verið hefur gert, reynslan og rannsóknir hafa sýnt okkur það síðastliðna áratugi. Til eru rannsóknir og velferðarsýni sem staðfesta að þetta kemur ekki niður á velferð né heilsu hryssnanna.
Það hefur ALDREI neitt komið uppá hér öll þessi 21 ár okkar í blóðtökunni.
Þetta er hrein og klár launalækkun hjá okkur blóðbændum sem er ekki unnt að sæta ef á að fækka skiptunum úr 8 og niður í 6 og enginn rökstuðningur fyrir því.
Hrein aðför að starfi og lifibrauði okkar og jafnvel forsendubrestur fyrir búsetu hjá mörgum.
Varðandi 8. grein, liður, j
Það væri æskilegt að finna einhverja farsæla lausn fyrir bændur sem eru bara með 1 eða 2 bása en t.d. 28 eða 51 hryssur, vera kannski með mismunandi tölur miðað við fjölda bása svo þeir bændur þurfi ekki að bæta við bás sem eru með örfáar merar (1-5) umfram þessar 25 og 50. Dýralæknir meti aðstöðuna og þörfina á öðrum bás til viðbótar, því það eru aldrei allar í blóðtöku í einu.
Varðandi 8. grein, liður l
Tryggja skal að hryssurnar hafi aðgang að góðri BEIT, vatni og salti fyrir og strax eftir blóðtökuna.
Varðandi 10. grein
Hvenær hefur það verið sett í reglugerð hvað kaupandi vöru greiðir fyrir hana ?
Hrafnabjörgum 29 júní 2022
Sigurður Árnason og Ólöf Kristín Einarsdóttir
Umsögn Dýralæknafélags Íslands, drög að reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum
Viðhengimeðfylgjandi mínum skrifum er pdf skjal með aðaltexta
Hvet hér samráðshópinn um að tryggja blóðbændum viðunandi starfsumhverfi og möguleika greinarinnar til að lifa í sátt meðal manna og dýra.
Bkv Sæunn, Lágafelli
ViðhengiHér koma athugasemdir sem forsvarsmenn Suðurlandsdeildar blóðbænda vilja koma á framfæri vegna draga að reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum.
3.gr. Hér er sett fram ákvæði um að sækja þurfi um sérstakt leyfi til MAST til þáttöku í blóðmerahaldi. Við mótmælum því að þessi starfsgrein ein verði sett undir slíkt ákvæði enda hefur það gefist vel að viðkomandi tilkynni sitt hrossahald til MAST sem síðan hefur eftirlit með þessari starfsgrein sem og öðrum greinum landbúnaðarins.
5.gr.f. „ Þeir sem að blóðtökunni koma skulu fá skriflegar leiðbeiningar“
Hver er ábyrgur fyrir að leggja fram þessar skriflegu leiðbeiningar?
Hvað um annað dýrahald?
6.gr. „ Hver sá sem heldur hryssur sem ætlað er til blóðtöku skal hafa aflað sér grunnþekkingu á eðli og þörfum hrossa.“
Hvar ber mönnum að afla sér þessarar grunnþekkingar, hver er þessi grunnþekking og hvernig sýnir maður fram á hana? Við teljum að þetta ákvæði eigi ekki rétt á sér og ætti að taka út.
8.gr.e. „Blóð tekið að hámarki 6 sinnum.“
Hvaða vandamáli er verið að bregðast við með þessu ákvæði? Hefur blóðtaka í 7 og 8 skipti leitt af sér einhver vandamál? Blóðbúskapur hefur verið stundaður í uppundir 40 ár og hafa bændur stundað að taka í 8 skipti blóð úr merunum að hámarki með hverfandi afföllum ekki eru nein gögn sem styðja að það hafi haft neikvæðar eða slæmar afleiðeiðingar. Þessa ákvörðun þarf að vera hægt að styðja með rannsóknum þar sem þetta leiðir til gríðarlegs tekjutap hjá bændum. Það er því algjörlega nauðsynlegt að hefja fyrst rannsóknir og setja svo takmörk um magn og fjölda skipta, ekki öfugt. Í þessu samhengi viljum við benda á þessa glænýju rannsókn sem var BS verkefni í Landbúnaðarháskóla Íslands:
https://skemman.is/handle/1946/41590?
En í henni kemur fram að enginn marktækur munur hafi verið á efnainnihaldi kaplamjólkur hjá hryssum í blóðtöku vs. viðmiðunarhryssum sem voru ekki í blóðtöku.Enn fremur reyndust folöld hryssa í blóðtökum örlítið þyngri þó það hafi ekki verið marktækur munur heldur. Að sjálfsögðu styðjum við bændur rannsóknir og fögnum þessari t.a.m þar sem um er að ræða hlutlausan aðila. Við hvetjum til fleiri rannsókna en leggjum áherslu á það að 40 ára reynsla verður að fá að teljast til mats og liggja sem grundvöllur fyrir því að leyfa 8 skipti, í stað þess að fækka skiptum án rökstuðnings. Heldur ætti að nota næstu 3 ár t.a.m til að framkvæma góðar, óháðar rannsóknir og nýta þær niðurstöður í ákvarðanatöku að 3 árum liðnum.
8 gr.g. Hér er talað um að hryssur í blóðtöku verði að hafa náð 4 vetra aldri og megi ekki vera eldri en 24 vetra. Hvert er vandamálið? Þetta er klárlega mismunun, hvenær má byrja að temja hryssu og hvenær á þá að hætta að nota hana sem reiðhross? Í 40 ár hefur verið leyft að taka blóð úr þessum hryssum og er ending þessara hryssna mjög góð og eru þær heilbrigðar og frjósamar. Engin rök né rannsóknir liggja að baki þessari ákvörðun. Hér væri gott að nota næstu 3 árin í rannsóknir og taka síðan ákvörðun út frá þeim.
8.gr.j. „ Ekki fleiri en 75 hryssur“ Hvaða vandamálum er verið að bregðast við með þessu ákvæði? Frekar ætti að setja reglur um að ákveðin vandamál skuli forðast og fyrirbyggja, líkt og gert er í K)lið varðandi slysahættu. Þessar tölur líta vel út á blaði og allir bændur vita að gott er að hafa hópana ekki of stóra. Það verður þó að teljast skrítið að tala um tölu í smölun, þar sem það fer meira eftir aðstæðum þar sem þær stoppa og bíða eftir því að komast í blóðtöku. Ef setja á þessa reglu um smölun spyr maður sig; Hvað með hestaferðahópa? Hestaleigur? Hvað með stóðréttir? Hvað með aðrar búgreinar? Þetta ákvæði er sett fram með góðum hug en í raun verður útfærslan klúðursleg. Ekki hefur komið til vandkvæða af þessum sökum, eftir því sem séð verður af birtum skýrslum MAST um frávik við blóðtökur þannig að þessar fjöldatakmarkanir eru óþarfar og aðeins til þess fallnar að íþyngja bændum enn frekar.
9. gr. Kaupanda sem fær leyfi til blóðtöku er jafnframt gert skylt að gera allt sem í hans valdi stendur til að öll framkvæmd hennar sé í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar og annarra stjórnvaldsfyrirmæla um velferð hrossanna. Hvert er vald kaupandans? Hvað nær þetta vald hans langt? Fram að þessu hefur Ísteka beitt bændur allnokkru valdi með óeðlilegum
viðskiptaskilyrðum og allskonar kröfum, sem fyrirtækið hefur einhliða ákveðið og einhliða framfylgt. Þetta ákvæði er hættulegt, óljóst og óeðlilegt. Öllum er skylt að fara eftir reglugerðum og það er ekki eðlilegt að gefa það í skyn að einhver aðili hafi skyldu eða vald umfram aðra til að leika eitthvert yfirvald yfir öðrum án þess að vera það í raun og veru. Í okkar huga er MAST eftirlitsaðilinn sem heimilar bændum blóðtöku og getur afturkallað leyfi ef þeir telja ástæðu til.
10. gr. Yrði réttarbót fyrir bændur en verðskrár þær sem Ísteka hefur þvingað bændur til að sætta sig við, hafa verið mjög á skjön við eðlilega viðskiptahætti. Mismunur í verði hefur ekki stuðst við neinar mælingar eða annað sem bændur hafa getað staðfest á nokkurn hátt. Engin löggilding hefur legið að baka mælingum og bændur hafa ekki einu sinni haft upplýsingar um að nokkrar mælingar hafi farið fram eða getað séð neinar niðurstöður varðandi sínar afurðir.
11.gr. Reglugerðardrögunum mótmælum við harðlega í heild sinni, verði ákveðið að þau taki gildi með svona stuttum fyrirvara, bæði í framkominni kynningu á drögunum í 7 daga og fyrirætlaðri ákvörðun gagnvart blóðtöku, sem á að hefjast eftir tæpan mánuð frá áætlaðri gildistöku, þegar allt hefur verið ákveðið í framkvæmd, verðlagningu hjá kaupanda og undirbúningur um framkvæmd hjá bændum. Því teljum við þetta hreina aðför ráðuneytisins að búrekstri blóðbænda sem á sér ekki neina sambærilega forsendu við annað búfjárhald eða rekstur búgreinar.
Greinin segir að reglugerðin eigi að öðlast gildi strax. Þetta er að okkar mati mjög ósanngjarnt þar sem okkar tímabil er byrjað en það hófst þegar að við bændur settum stóðhesta í hólf til þeirra mera sem við ákváðum að hafa með í blóðtöku þessa árs. Það er ekki hægt að bjóða bændum upp á að breyta svona leikreglum á miðju tímabili. Það þarf því að miða við næsta blóðtökutímabil, og þannig láta reglugerðina taka gildi 1. janúar 2023 ef hún á að standa annars óbreytt, þannig að bændur hafi tíma til að skipuleggja sig og sína vinnu og taka ákvarðanir varðandi stóðhesta í tæka tíð. Auk þess fara áburðarkaup fram í byrjun árs og áburður löngu kominn á tún. Það mætti líkja þessu við að ríkið ákveði kvóta fyrir fisk eitt árið, og þegar hann væri næstum allur veiddur með tilheyrandi launakostnaði, yrði dregið saman um 30% og henda þyrfti þeim fiski sem hafði verið veiddur umfram og engin leið til að innheimta launakostnaðinn til baka.
Við erum tilbúin til að koma að vinnu við gerð reglugerðar um blóðbúskap sem unnin er í samráði við BÍ og blóðbændur.
F.h Suðurlandsdeildar Hast:
Bóel Anna Þórisdóttir,
Halla Bjarnadóttir,
Hanna Valdís Guðjónsdóttir,
Inga Birna Baldursdóttir og
Þórdís Ingunn Björnsdóttir.
ViðhengiSmá leiðrétting á umsögn #1 sem ég sendi 27.06.22 um 10.grein:
Svo er 10. greinin. Er ekki samála, ætti ekki að vera skilgreint hér skilyrði fyrir greiðslu, hryssur gefa mismikið magn af hormóni og það ætti að endurspeglast einhvern vegin í verðinu svo að fjölga megi hlutfalli góðra hryssa.
Meðfylgjandi er umsögn Landgræðslunnar.
F.h. Landgræðslunnar
Birkir Snær Fannarsson
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn frá sveitarfélaginu Skagabyggð
ViðhengiÍ meðfylgjandi skjali má finna umsögn Ísteka ehf. á drögum að reglugerð um blóðtökur úr fylfullum hryssum.
f.h. Ísteka ehf., Arnþór Guðlaugsson
ViðhengiSjá meðfylgjandi bókun Byggðaráðs Húnabyggðar
ViðhengiÞað er þyngra en tárum taki að blóðmerahald skuli áfram leyft á Íslandi.
Ég trúði því og treysti að það yrði lagt af um leið og ljóst varð að um skipulagt og gróft dýraníð er að ræða. Níð sem er í mínum huga skýrt brot á lögum um velferð dýra 2013, nr 55 8 apríl. Markmið þeirra laga er að stuðla að velferð dýra þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur, þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Ennfremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt. Jafnframt er í reglugerð um velferð hrossa 910/2014 tekið fram að tilgangur reglugerðarinnar sé að tryggja velferð og heilbrigði hrossa með góðri meðferð, umsjá og aðbúnaði. Leitast skal við að hross geti lifað í samræmi við sitt eðlilega atferli eins og framast er kostur. Tekið er fram í 9 gr að óheimilt sé að þvinga hross í höfuðburð með búnaði sem gefur ekki eftir eða að uppgefa hross með bindingum eða öðrum þvingunum.
Það er enginn vafi að þessar blóðmerar upplifa sársauka, vanlíðan, ótta og skelfingu og eru þar að auki beittar þvingunum með bindingum. Þær eru bundnar og reirðar upp nauðugar, skelfingu lostnar, vikum saman, ár hvert. Dælt er úr þeim 15-20% blóðrúmmáls þeirra við hverja blóðtöku allt að 8 sinnum með viku millibili ár hvert með 0.5cm sverum nálum. Það er vel rúmlega allt blóðrúmmáli þeirra yfir 8 vikna tímabil. Um er að ræða fylfullar hryssur og oft með folald á spena sem gerir þær enn viðkvæmari fyrir en ella.
Þegar þessar staðreyndir litu dagsins ljós síðla árs 2021 eftir næstum 40 ára feluleiki hagsmunaaðila blóðmerahalds treysti ég því í einfeldni minni að fólk sem ber ábyrgð á velferð dýra á Íslandi stæðu við það hlutverk sitt með því að leggja blátt bann við þessum ógeðfellda iðnaði. En svo er raunin ekki, því nú ver og miður.
Skipuð var nefnd til að meta réttmæti blóðmerahalds. Nefndin sem skipuð var, var því miður ekki alls kosta hlutlaus. Niðurstaðan eftir fjöldamarga fundi var sú að áfram skyldi halda með blóðmerarhaldið. Næstu 3 árin amk og svo staðan endurmetin! Ég gæti etv skilið þetta að einhverju leyti ef þessi 3 ár yrðu notuð markvisst til að afla vísindalegra gagna um áhrif blóðtökunnar á heilsu hryssanna. En svo er ekki heldur.
Ég fagna því hins vegar í þeim sorglega veruleika okkar Íslendinga þar sem blóðmerahald er enn stundað að sett sé reglugerð um starfsemina sem tryggi mögulega eitthvað skárri tilveru fyrir þessar hryssur og folöld þeirra en hingað til hefur tíðkast.
En eftirfarandi athugasemdir hef ég við þau drög að reglugerð sem fyrir liggur:
5 gr
Eftirlit með blóðtökunni á blóðtökustað, fylgikvillum hennar og heilsu hryssanna ætti á engan hátt að vera í höndum hagsmuna aðila blóðmerahalds, hvorki seljanda(blóðmerar bændur) eða kaupanda blóðsins(Ísteka) eða Mast út frá fenginni reynslu af vinnubrögðum þeirra varðandi blóðmerar þar sem eftirliti þeirra hefur verið verulega ábótavant og heilsa og hagur hryssanna ekki hafður að leiðarljósi í þeirra áliti á starfseminni.
Ef ég skil t.d. gr 5 e) rétt þá á aðal hagsmuna aðilinn, Ísteka, stöku sinnum að taka blóð af nokkrum hryssum, fjölda sem þeim þykir marktækt hlutfall heildar svo þeir geti skilað niðurstöðum um magn blóðrauða til Mast ef þá langar skyndilega að vita eitthvað um blóðhag og heilsu þessarra dýra. Ísteka og Mast, sem haldið hafa því fram árum saman að til væru ítarlegar rannsóknir á heilsu dýranna sem sýndu og sönnuðu að hryssurnar fyndu ekki fyrir blóðtökunni og væru hraustastar og hamingjusamastar allra hesta á Íslandi!. Komið hefur á daginn að engar marktækar rannsóknir eru til. Blóðtökurnar hafa því verið stundaðar í nærri 40 ár án vísindalegs grunns eða marktækra rannsókna á heilsu dýranna. Mér finnst ískyggilegt að lagt sé til í nýrri reglugerð að þessir tveir aðilar eigi enn að bera ábyrgð á eftirliti með heilsu og líðan dýranna eftir að hafa brugðist því hlutverki sínu í næstum fjóra áratugi!
Óháðir og hlutlausir aðilar þurfa að sjá um þetta eftirlit og rannsóknir og hafa þekkingu og skilning á lífeðlisfræði spendýra og hegðun íslenska hestsins sem er harður af sér og sýnir veikleika merki eingöngu þegar hann er orðinn verulega illa haldinn. Ef réttlætanlegt á að vera að halda áfram blóðmerahaldi næstu 3 árin á meðan staðan er metin þarf að nýta tímann vel og gera víðtæka, marktæka og óháða rannsókn á heilsufarslegum og lífeðlisfræðilegum áhrifum blóðtökunnar á hryssurnar. Sú rannsókn yrði að vera gerð af aðilum sem ekki bera hag af blóðmerahaldi og hönnuð á þann hátt að hægt væri að taka mark á niðurstöðunum. Það þyrfti að mæla t.d blóðhag, hematókrít, járnbúskap fyrir fyrstu blóðtöku, fyrir 4 skipti blóðtöku og viku eftir 6 skipti blóðtöku ár hvert á amk 50% dýranna í þessi 3 ár. Einnig að mæla lífsmörk ss púls, blóðþrýsting, öndunartíðni fyrir og strax eftir hverja blóðtöku á öllum hryssum sem undirgangast blóðtökuna.
8 gr
Ég fagna því að fækka eigi heildar blóðtöku fjöldanum á ári niður í hámark 6 skipti en betur má ef duga skal. Við sem þekkjum til lífeðlisfræði spendýra er ljóst að magnið af blóði sem tekið er og tíðni blóðtöku(með svo stuttu millibili), er langt yfir öll mörk sem þolanleg geta talist. Enda langt umfram þau öryggismörk sem alþjóðlegir staðlar segja til um. Ekkert spendýr þolir að missa þetta mikið magn af blóðrúmmáli sínu og þetta hratt án þess að finna verulega fyrir því,lifi einstaklingurinn það yfir höfuð af. Nauðsynlegt er því að minnka blóðrúmmálið sem tekið er í hverri blóðtöku niður í það sem við vitum út frá erlendum rannsóknum að geti talist nokkuð öruggt magn mtt heilsufarslegra afleiðinga fyrir spendýr þmt hross. Það eru 7.5% af heildarrúmmáli blóðs sem jafngildir 2 L blóðs við hverja blóðtöku úr meðalstórri íslenskri hryssu.
Það er óafsakanlegt að ekki hafi verið fylgst gaumgæfilega með heilsu og þoli þessarra dýra á blóðtökunum í öll þessi ár. Þvert á móti hefur magn blóðs við hverja blóðtöku verið aukið í áranna rás og fjöldi blóðtöku tilfella ár hvert einnig. Fyrirtækið Ísteka virðist hafa fengið að stýra þessu eftir eigin höfði með eigin gróðasjónarmið að leiðarljósi án gagnrýni frá Mast. Hagnaður Ísteka er gríðarlegur en fyrirtækið greiddi sér arð upp á mörg hundruð milljónir á síðasta ári. Ekki hafa hryssurnar fengið að njóta góðs af gróðanum með betri búnaði eða aðstöðu til blóðtöku, heldur eru sömu nálarnar notaðar bitlausar aftur og aftur og þær lamdar, bundnar og pyntaðar. Því er það mitt mat að ákveðið árlegt hlutfall af hagnaði Ísteka ætti að fara í framþróun á búnaði og aðstöðu til blóðtöku til að gera inngripið í líkama hryssanna bærilegra og hættu minna. Td með bættri aðstöðu til blóðtöku með öruggum og hentugum blóðtökubásum sem eru vel skilgreindir af opinberum aðilum og nýjum og hreinum nálum fyrir hvert blóðtökutilfelli. Ég fagna því að staðdeyfing á stungustað sé áfram skyldug og finnst að myndavélaeftirlit eigi að vera það einnig við hverja blóðtöku.
10 gr
tel ég skynsamlega og rétta
11 gr
fagna ég, miðað við umræðu um blóðmerarhald á öllum að hafa verið ljóst að breytingar væru í vændum
Með von um betra líf fyrir blóðmerar landsins
Guðrún Sch. Thorsteinsson
Hrossaeigandi, dýravinur og barnalæknir
Meðfylgjandi er umsögn mín, sjá viðhengi.
Mbk,
Linda Karen Gunnarsdóttir
hestafræðingur
ViðhengiÉg sendi hér með umsögn fyrir hönd Félags Tamningamanna.
Bestu kveðjur,
Johannes Amplatz
Ritari Félags Tamningamanna
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Félags atvinnurekenda.
ViðhengiVarðandi drög að reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum:
Margt er gott í nýrri reglugerð sem nú er til umsagnar en einstök atriði virðist ekki hugsuð til enda og gefa vísbendingar um ákveðna vanþekkingu á búgreininni og framkvæmd blóðtökunnar. Hér koma nokkur atriði sem við teljum að þurfi að ígrunda betur og/eða jafnvel taka út úr reglugerðinni.
6. grein:
Þetta óljós grein og óþörf þar sem sambærileg grein er til í almennum velferðarreglum hrossa nú þegar.
8. grein:
Í c-lið er talað um einn aðstoðarmann við hvern bás. Á hvers vegum á sá einstaklingur að vera? Og hver ber kostnaðinn? Reyndar teljum við að þessi krafa sé uppfyllt nú þegar á langflestum bæjum en aftur, ekki nógu ítarlegt og skýrt sett fram. Vil benda á að allur viðbótarkostnaður á bændur kemur sér illa.
Í e-lið er sett 6 skipta hámark á hryssu. Í yfir 40 ár hafa bændur stundað þessa búgrein hér á landi og tekið 8 skipti úr þeim hryssum sem framleiða hormónið hvað lengst. Að fækka þessum skiptum niður í 6 er vægast sagt einkennileg ákvörðun, sérstaklega í ljósi þess að engin gögn eru til staðar til þess að styða ákvörðunina. Þetta hefði í för með sér mikið tekjutap fyrir bændur og því köllum við eftir útskýringum og gögnum sem styðja þessa ákvörðun. Í þessu samhengi langar okkur að benda á nýja rannsókn sem gerð var í Landbúnaðarháskólanum nýverið sem gefur ákveðnar vísbendingar um áhrif blóðtöku á hryssur: https://skemman.is/handle/1946/41590?fbclid=IwAR3d4R5JOL7WzXW__K-uv_b1UpND4v91dioBLlw_6w982YURwa731zCkX7A
Í g-lið er farið fram á að hryssur í blóðtöku hafi náð 4ra vetra aldri. Aftur, í yfir 40 ár hefur verið tekið blóð úr 3ja vetra hryssum og ekki eru til neinar rannsóknir sem sýna fram á að þetta sé slæmt fyrir hryssurnar og er ending þessara hryssna jafn góð og hinna (reynsla bænda).
Í j-lið er gerð krafa um að fjöldi hryssna í stóði sem smalað er sé ekki meiri en 75 hryssur, eða 25 á hvern bás. Þessar tölur líta vel út á blaði og allir stóðbændur vita að ekki er gott er að hafa hópana of stóra. Það er hins vegar skrítið að tala um ákveðna tölu þegar kemur að smölun. Það hlýtur miklu frekar að þurfa að horfa til aðstöðunnar sem hryssunum er smalað í. Þessi grein virðist byggja á þekkingarleysi og ef þetta fær að standa óbreytt þá velti ég fyrir mér hvaða afleiðingar þetta gæti haft fyrir til að mynda stórar hestaleigur t.d. Pælingin góð en framsetningin klúðursleg en mögulega hægt að umorða og hvetja bændur til að stytta biðtíma, hafa gott pláss á biðsvæði o.s.frv. sem er einmitt tekið fyrir í liðum K, L og M.
10. grein:
Góð grein en mögulega full seint að breyta fyrir árið í ár þar sem bændur hafa tekið ákvörðun um þátttöku á allt öðrum forsendum.
11. grein:
Greinin segir að reglugerðin eigi að öðlast gildi strax, þetta enn og aftur virðist byggja á ákveðnu þekkingarleysi þar sem blóðtökuferlið hefst þann 23. maí ár hvert og þeir bændur sem ætla að vera með í ár hafa þá líklega tekið ákvörðun um þátttöku á allt öðrum forsendum en koma fram í þessari reglugerð, sérstaklega með tilliti til greiðslufyrirkomulagsins. Það væri eðlilegra að láta hana taka gildi um áramót og þá geta bændur gert upp hug sinn fyrir næsta blóðtökutímabil.
Eydís Hrönn Tómasdóttir, grunnskólakennari
On behalf of the Animal Welfare Foundation (AWF) and Tierschutzbund Zürich (TSB), I would like to take the opportunity to comment on the draft regulation on blood collection from pregnant mares, published by the Agriculture Ministry on 23rd June 2022 (case no. 105/2022).
AWF and TSB have repeatedly and publicly expressed their opinion that PMSG production should be banned and explained the reasons why, i. a. because the activity is not controllable and is in breach of EEA law, namely of EU Directive 2010/63 on the protection of animals used for scientific purposes.
Our position has not changed. Nevertheless, we believe if Iceland wants to continue producing PMSG, the requirements should at least be based on international and scientific guidelines/recommendations. Therefore, we would like to draw your attention to the attached Recommendations for ensuring good welfare of horses used for blood, serum or urine production, written by a group of international veterinary experts in 2021. These recommendations are recognised by FVE, the Federation of Veterinarians of Europe, and published on their website: https://fve.org/publications/recommendations-for-ensuring-good-welfare-of-horses-used-for-blood-serum-or-urine-production/
Based on these guidelines, the volume and frequency of blood extractions defined in Article 8 of the draft regulation are far too high (5 litres of blood weekly). Please pay attention to the recommended volumes and frequencies in chapter 5.2. of the attached guidelines, for example 7.5 % of the circulating blood volume once a week. An Icelandic mare has a total blood volume of approx. 28 litres. This would mean a maximum extraction volume of 2.1 litres weekly.
What is missing in the draft regulation is a provision on mandatory training of mares. The mentioned guidelines require in chapter 4.6. that each individual mare must be trained and habituated to the blood collection procedure in an early age and slowly over several days, in order to minimise distress.
Regarding the yearly measurements of blood components defined in Article 5 of the draft regulation, we would like to point out that it is not sufficient to only measure haemoglobin and haematocrit levels. According to veterinary experts, it is important to also measure other blood components, such as plasma proteins (albumins, immunoglobulins, coagulation factors) and nutrients.
Viðhengi