Samráð fyrirhugað 07.07.2022—20.08.2022
Til umsagnar 07.07.2022—20.08.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 20.08.2022
Niðurstöður birtar 01.09.2022

Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044

Mál nr. 108/2022 Birt: 07.07.2022 Síðast uppfært: 01.09.2022
  • Innviðaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Sveitarfélög og byggðamál

Niðurstöður birtar

Tillaga að svæðisskipulagi fyrir Austurland til ársins 2044 var birt til kynningar og athugasemda í samráðsgátt stjórnvalda frá 7. júlí 2022 til 20. ágúst 2022. Öllum var frjálst að senda inn umsagnir og var þeim skilað rafrænt í samráðsgáttinni eða með tölvupósti á verkefnastjóra Austurbrúar.

Nánari upplýsingar um Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044 og tillöguna sjálfa er að finna á austurbru.is/svaedisskipulag/

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 07.07.2022–20.08.2022. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 01.09.2022.

Málsefni

Tillaga að svæðisskipulagi fyrir Austurland til ársins 2044 er hér með birt til kynningar og athugasemda í samráðsgátt stjórnvalda en hún er líka aðgengileg á vef Austurbrúar.

Tillaga að svæðisskipulagi fyrir Austurland til ársins 2044 er hér með birt til kynningar og athugasemda í samráðsgátt stjórnvalda en hún er líka aðgengileg á vef Austurbrúar.

Í tillögunni er sett fram sameiginleg stefna sveitarfélaganna í landshlutanum á sviði umhverfis, efnahags, samfélags og menningar með það að markmiði að Austurland verði æ betra til búsetu, atvinnu og ferðalaga.

Öllum er frjálst að senda inn umsagnir og þeim skal skila inn rafrænt hér í samráðsgáttinni eða á netfangið svaedisskipulag@austurbru.is fyrir 20. ágúst 2022.

Auglýsing tillögunnar og tilheyrandi umhverfismatsskýrslu er á grundvelli 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Nánari upplýsingar um Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044 er að finna á austurbru.is

Svæðisskipulagsnefnd SSA

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Bryndís Helga Ólafsdóttir - 22.07.2022

Fjarðabyggð á að kallast barnvænt sveitarfélag sem ég skil ekki hvernig.

Skólakerfið og þá meina ég grunnskólarnir eru fyrir neðan allar hellur hérna og í þessu svæðisskipulagi get ég hvergi séð að það standi til að breyta því neitt og börnin okkar líða fyrir það.

Þau fá ekki þá þjónustu eða þann stuðning og aðstoð sem þau þurfa á að halda og biðlistarnir eru óboðlega langir.

Húsnæði og skólalóðin á Norðfirði er ekki bara til skammar ,heldur stórhættuleg og heilsuspillandi og það brýtur á rétti barnanna okkar að neyða þau til að vera í þessum aðstöðum.

Börn virðast hvergi meiga vera sjáanleg meðal fólks í bænum, leikvellir eru staðsettir þar sem helst enginn finnur þá, hoppubelgurinn upp í fjalli, leikskólalóðin snýr öfugt og brettasvæðið á bakvið slökkvistöðina svo eitthvað sé nefnt og allt eru þetta þá staðir þar sem engin sér til þeirra og foreldrum líður illa að vita af þeim þarna ef eitthvað kemur upp á.

Ég vil samt nýta tækifærið og hrósa Sprett teyminu sem er það eina jákvæða sem kemur í huga minn þegar ég reyni að sjá jákvæðu punktana við skólakerfið hérna en hins vegar þætti mér eftirfylgni þurfa að fylgja því.

Þau koma með fullt að góðum hugmyndum en það þarf að tryggja að skólarnir haldi áfram að nýta þær hugmyndir eftir að málum er lokið og þá þarf fjármagn og mannskap til þess.

Ég gæti lengi skrifað um það afhverju ég tel Fjarðabyggð ekki vera barnvænt sveitarfélag og ef það stendur ekki til að styrkja grunnskólana á neinn hátt árin 2022-2044 þá verður það til að fjölskyldufólk heldur áfram að hrekjast héðan í burtu.

Skóli án aðgreiningar, olweusáætlun gegn einelti, græni fáninn, uppeldi til ábyrgðar, heilsueflandi grunnskólar, Art og allt það, það er ekki nóg að fá bara þessa stimpla og setja upp flottar heimasíður.

Það þarf að vinna eftir þessu líka og þarf þá að vera fjármagn og áhugi fyrir því.

Margt sem má bæta og nauðsynlegt að það gerist því það er réttur barnanna okkar.

Afrita slóð á umsögn

#2 Landvernd, landgræðslu- og umhverisverndarsamtök Íslands - 19.08.2022

Góðan dag,

Landvernd ítrekar umsögn sína við kynningartillögu að svæðisskipulagi Austurlands 2022-2044 sem fylgir hér með í viðhengi.

kær kveðja

Auður Önnu Magnúsdóttir

framkvæmdastjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Samgöngufélagið - 19.08.2022

Meðfylgjandi eru hugleiðingar undirritaðs f.h. Samgöngufélagsins um gerð jarðganga á Miðausturlandi og forgangsröðun þeirra, dags.19. ágúst 2022, til athgunar við gerð svæðisskipulags fyrir Austurland 2022 til 2044.

Virðingarfyllst,

f.h. Samgöngufélagsins

Jónas B. Guðmundsson

Viðhengi