Samráð fyrirhugað 01.07.2022—29.07.2022
Til umsagnar 01.07.2022—29.07.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 29.07.2022
Niðurstöður birtar

Tóbaksvarnalög

Mál nr. 109/2022 Birt: 01.07.2022
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (01.07.2022–29.07.2022). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Í kjölfar þess að sameiginlega EES-nefndin tók tóbaksvarnatilskipunina upp í EES-samninginn 4. febrúar 2022 er hafin vinna við að innleiða ákvæði þess í lög um tóbaksvarnir nr. 6/2002.

Árið 2014 samþykktu Evrópuþingið og ráðið tilskipun 2014/40/ESB um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi framleiðslu, kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum og um niðurfellingu á tilskipun 2001/37/EB. Lagasetning er áformuð þar sem fyrir liggur að tilskipun 2014/40/ESB var tekin upp í EES-samninginn 4. febrúar 2022.

Með áformaðri lagabreytingu er ætlunin að innleiða í íslenskan rétt Evrópulöggjöf um tóbaksvörur og tengdar vörur og uppfæra núgildandi reglur. Markmið tilskipunarinnar er meðal annars að samræma lög og stjórnsýslufyrirmæli aðildarríkjanna um innihaldsefni og losun tóbaksvara og tengdar kvaðir um skýrslugjöf, þ.m.t. hámarksgildi losunar að því er varðar tjöru, nikótín og kolsýring úr vindlingum, tiltekna þætti sem varða merkingu og umbúðir tóbaksvara, þ.m.t. viðvörunarmerkingar sem eiga að vera á einingarpökkum sem innihalda tóbaksvörur og allar ytri umbúðir sem og rekjanleika og öryggisþætti sem beitt er varðandi tóbaksvörur til að tryggja að þær uppfylli kröfur tilskipunarinnar. Þá er lagt bann við að setja munntóbak á markað, lagt bann við að setja á markað tóbaksvörur með einkennandi bragði, veitt heimild til að banna fjarsölu á tóbaksvörum yfir landamæri og sett skylda um að leggja fram tilkynningu um nýjar tóbaksvörur sem eiga að fara á markað og aðrar vörur sem tengjast tóbaksvörum, meðal annars jurtavörur til reykinga.

Hafinn er undirbúningur frumvarps til laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir, nr. 6/2002, auk þess sem gerðar verða breytingar á reglugerðum, m.a. um mynd- og textaviðvaranir á tóbaki og mælingar á hámarki skaðlegra tóbaksefna, nr. 790/2011, en þær fyrirhuguðu breytingar verða kynntar síðar á samráðsgáttinni. Áætlað er að leggja frumvarpið fram á haustþingi 2022, að undangengnu samráði í Samráðsgátt stjórnvalda.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Edda Dröfn Daníelsdóttir - 08.07.2022

Sjá umsögn frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 British American Tobacco - 25.07.2022

Hjálagt er umsögn við mál nr. 109/2022.

Viðhengi