Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 1.7.–10.8.2022

2

Í vinnslu

  • 11.8.–5.10.2022

3

Samráði lokið

  • 6.10.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-110/2022

Birt: 1.7.2022

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að reglugerð um alþjónustu á sviði fjarskipta

Niðurstöður

Ein umsögn barst um drögin og var tekið tillit til hennar. Reglugerð um alþjónustu í fjarskiptum, nr. 1100/2022, var gefin út 30. september 2022.

Málsefni

Óskað er eftir umsögnum um drög að reglugerð um alþjónustu á sviði fjarskipta. Stefnt er að útgáfu hennar við gildistöku nýrra laga um fjarskipti í september næstkomandi.

Nánari upplýsingar

Óskað er eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um alþjónustu á sviði fjarskipta. Drögin voru unnin í samstarfi við Fjarskiptastofu. Stefnt er að útgáfu hennar við gildistöku nýlega samþykktra laga um fjarskipti (1. september nk.), en þá falla úr gildi lög nr. 81/2003, um fjarskipti. Samhliða útgáfu nýrrar alþjónustureglugerðar falli úr gildi reglugerð nr. 1356/2007, um sama efni.

Ný fjarskiptalög fela í sér innleiðingu á svonefndri tilskipun (ESB) 2018/1972 eða Kóðans, en með honum voru meginefnisreglur á fjarskiptamarkaði endurnýjaðar. Kóðinn leysir af hólmi fjórar eldri gerðir, þar á meðal tilskipun um alþjónustu á sviði fjarskipta. Ákvæði 84.-91. gr. hans, ásamt viðauka V og VII, verða innleidd með 62.-66. gr. nýrra fjarskiptalaga og fyrirhugaðrar reglugerðar. Markmið reglugerðarinnar er að skilgreina hvaða þættir fjarskipta af tilteknum lágmarksgæðum skuli boðnir öllum neytendum á lögheimili sínu eða aðsetri samkvæmt skráningu hjá Þjóðskrá Íslands á viðráðanlegu verði, svo og örfélögum í skilningi laga um ársreikninga á stöðum þar sem þau eru með heilsársstarfsemi. Ennfremur er markmið reglugerðarinnar að kveða nánar á um skilyrði og útfærslu ráðstafana er varða aðgengi að og eftirlit með alþjónustu, þar á meðal gjaldskrá innan alþjónustu, svo og mat á kostnaði af alþjónustu sem alþjónustuveitanda er gert skylt að veita, með það í huga að bæta honum upp mismun kostnaðar og tekna af þjónustunni.

Reglugerðin verður sett með heimild í ákvæðum 6. mgr. 62. gr., 3. mgr. 63. gr., 4. mgr. 64. gr. og 8. mgr. 65. gr. nýrra laga um fjarskipti, sem bíða birtingar í Stjórnartíðindum. Umsagnarfrestur er til og með 10. ágúst nk.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumörkunar

hvin@hvin.is