Umsagnarfrestur er 04.07.2022–15.08.2022.
Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn
Áformað er að leggja til breytingar á búsetuskilyrðum stjórnenda í lögum um fjármálafyrirtæki og lögum um vátryggingastarfsemi þannig að komið verði til móts við athugasemdir frá ESA.
Lagt verður til að ríkisborgarar ríkja sem eru aðilar að EES-samningnum eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu og Færeyja verði undanþegnir búsetuskilyrðum til stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga. Ríkisborgarar þessara ríkja munu því ekki þurfa að vera búsettir á Evrópska efnahagssvæðinu eða í OECD ríki til að geta verið stjórnarmenn í fjármálafyrirtækjum og vátryggingafélögum. Að sama skapi munu framkvæmdastjórar ekki þurfa að vera búsettir á Evrópska efnahagssvæðinu til að geta starfað sem slíkir í sömu fyrirtækjum.
Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.
Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.