Samráð fyrirhugað 15.07.2022—09.08.2022
Til umsagnar 15.07.2022—09.08.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 09.08.2022
Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um póstþjónustu (Innleiðing Evrópureglna, bréfakassasamstæður, leiðrétting)

Mál nr. 114/2022 Birt: 15.07.2022 Síðast uppfært: 15.07.2022
  • Innviðaráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Sveitarfélög og byggðamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (15.07.2022–09.08.2022). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Áformað er að leggja til breytingar á lögum um póstþjónustu svo sem innleiða framkvæmdarreglugerð ESB, rýmka fyrir notkun bréfakassasamstæðna og gera lagfæringu á lögunum.

Áformað er að leggja til breytingar á lögum um póstþjónustu nr. 98/2019, með síðari breytingum, í fyrsta lagi til setja lagastoð undir framkvæmdarreglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1263, í öðru lagi til að rýmka heimildir til notkunar bréfakassasamstæða í þéttbýli og í þriðja lagi til að fjarlæga orðið „Póst- og fjarskiptastofnun“ endanlega úr lögunum.

Áformað er að ráðherra verði veitt heimild til að innleiða framkvæmdareglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1263 með reglugerð líkt og heimild hefur verið veitt með grunnreglugerðina, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/644) um pakkasendingar yfir landamæri. Grunnreglugerðinni er einkum ætlað að ýta undir traust neytenda á því að eiga viðskipti á netinu milli landa með aukinni söfnun og miðlun upplýsinga um pakkasendingaþjónustu. Framkvæmdarreglugerðin varðar sérstök eyðublöð sem póstrekendum af ákveðinni stærð, ber að nota. Hafa ber í huga að reglugerðin gildir aðeins yfir landamæri en ekki innanlands.

Þá er áformað að gerðar verði breytingar á 1. málslið 5. mgr. 27. gr. laganna. Þetta ákvæði var fyrst og fremst hugsað fyrir þéttbýli á landsbyggðinni eða í hinum dreifðari byggðum til að minnka kostnað við alþjónustu. Þannig þyrfti pósturinn aðeins að stoppa á einum stað í stað þess að keyra við í hverju húsi og setja bréf um bréfalúgu. Ljóst er, sé litið til framtíðar í póstþjónustu bæði hér á landi og t.d. í Noregi þá mun verða meiri notkun á bréfakassasamstæðum í framtíðinni í stað útburði í hvert hús, meira að segja á stærri þéttbýlisstöðum.

Loks er áformað að gera bæta úr mistökum við lagasetningum þegar verkefni voru færð frá Póst- og fjarskiptastofnun yfir til Byggðastofnun. Við lagasetningu var orðið „Póst- og fjarskiptastofnun“ ekki að fullu afmáð úr lögunum. Þrátt fyrir að lykilákvæði hafi verið breytt á sínum tíma sem tryggir Byggðastofnun fullt umboð til að annast framkvæmd laganna þykir rétt að lagfæra þetta.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök atvinnulífsins - 09.08.2022

Góðan dag,

meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu - 09.08.2022

Meðfylgjandi er umsögn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um póstþjónustu (Innleiðing Evrópureglna, bréfakassasamstæður, leiðrétting)

Viðhengi