Samráð fyrirhugað 06.07.2022—08.08.2022
Til umsagnar 06.07.2022—08.08.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 08.08.2022
Niðurstöður birtar

Breyting á reglugerð um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar

Mál nr. 117/2022 Birt: 06.07.2022
  • Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Orkumál
  • Sveitarfélög og byggðamál
  • Umhverfismál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (06.07.2022–08.08.2022). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir drög að breytingu á reglugerð vegna niðurgreiðslna á umhverfisvænni orkuöflun í tengslum við húshitunarkostnað.

Nýsamþykkt breyting á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar leiðir til mikillar einföldunar við umsókn og úthlutun styrkja til umhverfisvænnar orkuöflunar fyrir notendur sem njóta niðurgreiddrar rafhitunar. Nú kveða lögin á um að styrkir til umhverfisvænnar orkuöflunar skuli jafngilda helmingi kostnaðar við kaup á tækjabúnaði, sem leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun, að hámarki 1,3 milljónir. Undir styrkhæfan búnað falla einkum varmadælur en einnig t.d. sólarrafhlöður, vindmyllur og hitastýringartæki.

Með drögunum sem nú eru til samráðs er reglugerðinni breytt til samræmis við framangreindar lagabreytingar, auk annarra minni háttar breytinga.

Óskað er eftir athugasemdum við drögin fyrir 8. ágúst nk.