Samráð fyrirhugað 07.07.2022—21.07.2022
Til umsagnar 07.07.2022—21.07.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 21.07.2022
Niðurstöður birtar 05.09.2022

Breyting á reglugerð um hvalveiðar

Mál nr. 118/2022 Birt: 07.07.2022 Síðast uppfært: 05.09.2022
  • Matvælaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Sjávarútvegur og fiskeldi

Niðurstöður birtar

Reglugerðin var birt í B-deild Stjórnartíðinda 11. ágúst 2022 og tók gildi 12. ágúst 2022. Hún er nr. 917/2022.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 07.07.2022–21.07.2022. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 05.09.2022.

Málsefni

Lagt er til að skipstjórar hvalveiðiskipa tilnefni dýravelferðarfulltrúa úr áhöfn sem ber ábyrgð á því að rétt sé staðið að velferð hvala við veiðar.

Dýravelferðarfulltrúar skulu sækja námskeið sem skal vera samþykkt af Matvælastofnun. Dýravelferðarfulltrúar skulu safna gögnum um veiðarnar og mynda þær á myndband. Öllum gögnum og myndefni skal afhenda eftirlitsdýralækni.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Árni Stefán Árnason - 08.07.2022

Fyrirhugaðar tilætlanir matvælaráðherra eru hlægilegar.

1. Skipstjóra er ætlað að velja aðila til að fylgjast með dýravelferð. Borðleggjandi er að skipstjóri mun velja einstakling, sem verndar hagsmuni hans, áhafnar hans og Kristjáns Loftssonar dýraníðings

2. Matvælastofnun er ætlað að fara yfir allt myndefni. Borðleggjandi er að Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, mun sinna þeirra köllun sinni, að endurgjalda þeim eru komu henni í embætti, þá einna helst Framsóknarflokknum, þann greiða með einum eða öðrum hætti.

3. Hvalveiðum á að hætta enda engin rökbundin nauðsyn að murka lífið úr hvölum með þeim hætti, sem Kristjáni Loftssyni, einum helsta stuðningsmanni Sjálfstæðisflokksins, í fjárhagslegum skilningi, er heimilt að gera.

4. Allar ákvarðarnir Svandísar Svavarsdóttur, varðandi dýravelferð, eru í besta falli óeðlileg valdníðsla, enda hefur Svandís engan lýðræðislegan stuðningi lengur skv. skoðanakönnunum.

5. Rétt er að banna hvalveiðar, blóðmeraiðnaðinn og loðdýraeldi tafarlaust eins og aðrar siðaðar evrópskar þjóðir hafa gert óbeint með þvi að hætta þátttöku á þeim vettvangi.

Afrita slóð á umsögn

#2 Sigursteinn Róbert Másson - 17.07.2022

Þessi reglugerðarbreyting er til bóta. Hvalveiðar eru um margt sérstæðar og umdeildar en um er að ræða veiðar á villtum dýrum í atvinnu- hagnaðar- og manneldisskyni sem njóta alþjóðlegrar verndar. Þess vegna er eðlilegt að strangar reglur gildi um eftirlit, sbr aðra matvælaframleiðlu, úr því að þær eru enn leyfðar, en á það hefur skort hingað til.

Mælingar Norðmanna á dauðatíma langreyða og hrefna sýna að í ýmsum tilvikum tekur það margar mínútur og allt að tuttugu og fimm mínútur fyrir dýrin að deyja eftir að skutull með stórri sprengihleðslu hefur stungist inn í þau. Það er óviðunandi. Gera verður sömu kröfur um skjóta aflífun þessara dýra eins og annarra ef hvalveiðar eru leyfðar á annað borð.

Mikilvægt er að skýrar sé hveðið á um það í reglugerðinni hvernig staðið skuli að myndatökunni. Hún skuli vera án hlés og með tímakvóta í mynd allt frá því að hvalur sést og eftirför hvalskips hefst og þar til hvalurinn hefur verið dreginn á land. Í tilfelli hrefnuveiða er hvalurinn ekki dreginn á land en þá þarf að vera skýrt að myndatakan standi þar til verkun á hvalnum er að fullu lokið um borð í viðkomandi hvalbáti. MAST þarf að útfæra nákvæmlega hvernig staðið er að myndatökunni og gott að dýravelferðarfulltrúar sæki námskeið þar um. Til viðbótar við þá myndatöku væri ráð að koma fyrir litlum föstum CCTV eftirlitsmyndavélum á stýrishúsi skipanna og annarsstaðar um borð til að tryggja nákvæmar upptökur í öllum ferðum.

Undirritaður telur að það hefði sannarlega verið betra að hafa dýralækni um borð strax við gildistöku reglurgerðarinnar en úr því að því verður ekki viðkomið, þetta sumarið, er næst besti kosturinn að tilnefna einn úr áhöfninni, sem dýravelferðarfulltrúa, eins og drögin gera ráð fyrir. Skipstjóri í viðkomandi ferð þarf að vera að fullu ábyrgur fyrir myndbandsupptökum undirmanns síns, skýrleika og gæðum efnisins og fyrir því að koma öllu efni í hendur eftirlitsdýralæknis MAST við komuna til lands. þetta þyrfti einnig að koma fram í reglugerðinnni.

Afrita slóð á umsögn

#3 Meike Witt - 20.07.2022

20.7.2022

Umsögn við breytingu á reglugerð nr. 163/1973, um hvalveiðar

Við skorum á ríkistjórn að stöðva hvalveiðar við Ísland við fyrsta tækifærið.

Það hefur sýnt sig að hvalveiðar eru efnahagslega óskynsamlegar, þær eru skaðlegar fyrir loftslag, vistkerfi sjávar og ímynd þjóðarinnar.

Hvalveiðar brjóta lög um velferð dýra, ógna lífríki og vistkerfi sjávar, losa umtalsvert af CO2 út í andrúmsloftið og skaða ímynd Íslands.

Hvalveiðivertíðin hófst nú eftir fjögurra ára hlé þegar tvö skip Hvals hf. héldu til veiða. Þeim er heimilt að veiða 161 langreyði og 217 hrefnur. Langreyður er á válista yfir dýr í útrýmingarhættu samkvæmt samningi um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu (CITES) og Japan er eina ríkið sem verslar langreyðakjöt.

Skýrsla sem norsk yfirvöld sendu Alþjóðahvalveiðiráðinu (IWC) sýndi fram á að næstum 20% af hvölum sem skotnir voru með penþrít sprengiskutli hafi þjást í um 6-25 mínútur eftir að skotið á sér stað þar til þeir deyja að lokum. Þetta er án efa brot á lögum um velferð dýra:

21. gr. Aflífun.

Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti og eftir því sem unnt er án þess að önnur dýr verði þess vör. Forðast skal að valda dýrum óþarfa þjáningum eða hræðslu.

Hingað virðist lítið sem ekkert eftirlit hafa verið með hvalveiðum. Þegar Hvalur ehf. var við veiðar árið 2018 þá drápu þeir amk tvo blendingshvali og amk. 11 kelfdar langreyðakýr.

Þegar fréttir bárust af drápi á blendingshvölum á Íslandi vakti það mikla reiði á alþjóðavísu og ferðamenn fóru í hrönnum að afbóka hvalaskoðunarferðir. Það er bannað með lögum að selja og drepa blendingshvali því þeir eru afar sjaldgæfir.

Þar af leiðandi styðjum við viðbót við reglugerðina sem ráðherra leggur til:

1. gr. Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi: Skipstjórar hvalveiðiskipa skulu tilnefna dýravelferðarfulltrúa úr áhöfn fyrir hvert skip og skal hann bera ábyrgð á því að rétt sé staðið að velferð hvala við veiðarnar. Dýravelferðarfulltrúi skal ekki vera sá sami og beitir skutli. Dýravelferðarfulltrúar skulu sækja námskeið sem samþykkt skal vera af Matvælastofnun. Slíkt námskeið skal að lágmarki vera fræðsla um virkni sprengiskutuls, beitingu hans og beitingu skotvopna. Velferðarfulltrúi skal halda skrá yfir allar aðgerðir er varða veiðarnar, mynda þær á myndband og skrá þær niður. Öllum gögnum sem velferðarfulltrúi áhafnar hvalveiðiskips safnar saman skal komið til eftirlitsdýralæknis eftir hverja veiðiferð. 2. gr. Reglugerð þessi er sett með stoð í 21. gr. laga nr. 55/2013, um velferð dýra.

Jafnframt viljum við benda á:

Sam¬kvæmt 2. gr reglu¬gerðar um hval¬veiðar er bannað að veiða hvalkálfa, hvali á spena og kven¬kyns hvali sem kálf¬ar eða hval¬ir á spena fylgja. Hins veg¬ar er ekki bannað að veiða kelfd¬ar hvalkýr þrátt fyrir að kálfurinn hljóti langdreginn dauðdaga í móðurlífi.

Endurnýjun hvalveiðikvóta 2019-2023

Þegar Kristján Þór Júlíusson var sjávarútvegsráðherra gaf hann út nýjan kvóta á veiðar á langreyðum og hrefnum til og með ársins 2023 með tilvísun í “hagfræðiskýrslu”. Þessi skýrsla hefur verið gagnrýnd harðlega af vísindasamfélaginu og m.a. leiðrétt af Vistfræðifélagi Íslands.

„Þessi skýrsla telst tæplega merkilegt gagn til vandaðrar umræðu um nýtingu náttúruauðlinda landsins. Til þess er hún of yfirborðsleg og hlutdræg og, sér í lagi óvönduð m.t.t. líffræði og vistfræði. Að reiða fram 20 ára upplýsingar og eldri um fæðu hvala, stilla upp áti þeirri samhengislaust og styðjast við einfalt, 20-30 ára gamalt "fjölstofnalíkan", sem alþjóðavísindasamfélagið hefur hafnað sem ónothæfu og prófessor emeritus við H.Í. skaut á kaf fyrir tæpum 10 árum (vegna fyrri skýrslu Hagfræðistofnunar, C10:02), er óboðlegt og æðstu vísindastofnun landsins til vansa.” Hilmar J. Malmquist líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands.

Áhrif hvalveiða á loftslagið

Loftslagsbreytingar eru stærsta vá nútímans fyrir jörðina og allt mannkyn.

Einn hvalur bindur kolefni á við 1000 tré, með því að kafa á sjávarbotn og ferðast um höfin, framleiða þeir næringarrík úrgangský og þegar þeir enda lífdaga sína í hafinu sjálfu og sökkva til botns sjá þeir um grundvallarkolefnisbindingu fyrir loftslagið. Þannig eru þeir einn mikilvægasti hlekkurinn í baráttu okkar gegn loftslagsbreytingum. Þegar hvalir eru veiddir og verkaðir losa þeir hins vegar kolefni út í andrúmsloftið.

Ef Hval ehf. tekst ætlunarverk sitt, að veiða 161 langreyði í sumar, jafngildir losunin sem því fylgir því að fella um 161.000 tré.

Hvalir styrkja fiskistofna

Næringarefni frá hvölum styrkja svif og önnur smádýr; fjölgun þeirra styrkir fiskistofna, stóra sem smáa, og á endanum hvalina sjálfa. Hvalir gefa þar af leiðandi meira en þeir taka.

Menningararfleifð

Sú mýta sem jafnan er haldið fram, að sterk hefð sé fyrir hvalkjötsáti á Íslandi, á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Kannanir sýna að lágt hlutfall Íslendinga neyti hvalkjöts í Gallupkönnun árið 2017 sögðust aðeins 1 prósent Íslendinga borða hvalkjöt reglulega, 81 prósent sögðust aldrei hafa borðað það. Hvalkjöt er ekki talið holl fæða og það er eindregið varað við neyslu kjöt tannhvala.

Hvalveiðar skaða ímynd Íslands

Velgengni hvalaskoðunarfyrirtækja á Íslandi sýnir okkur afdráttarlaust að hvalir eru mun verðmætari lifandi en dauðir. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar segir að “áralöng reynsla sýni að hvalveiðar skaði utanríkishagsmuni þjóðarinnar. Hvalveiðar séu í algjörri andstöðu við það sem Íslendingar séu að selja og þá ímynd sem reynt sé að byggja upp.” Samkvæmt nýrri könnun sem Maskína gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands telja nærri tveir þriðju aðspurðra, 64,3 prósent, hvalveiðar skaða orðspor Íslands. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir könnunina sýna að viðhorf Íslendinga sé að breytast. Hvalaskoðun sé farin að skila miklum ávinningi sem ein af höfuðafþreyingum ferðaþjónustu. Jóhannes segir hvalaskoðun gegna lykilhlutverki á nokkrum landsvæðum og eigi mikið inni. „Við höfum mörg augljós og skrásett dæmi um að fólk í okkar helstu markaðslöndum, Mið Evrópu og Bandaríkjunum, sniðgangi bæði ferðir til Íslands og íslenskar vörur út af hvalveiðum.“

Við undirrituð skorum á ríkistjórn að stöðva hvalveiðar við Ísland við fyrsta tækifærið.

Meike Erika Witt

Ralf Duerholt

Sigurlaug Knudsen Stéfansdóttir

Guðmundur Andrés Erlingsson

Margrét Júlíana Sigurðardóttir

Ellý Hanna Sigurðardóttir

Hlín Pétursdóttir Behrends

Eileen Sif Knudsen

Stefán Ásgrímsson

Ása Lind Finnbogadóttir

Hildigunnur Rúnarsdóttir

Þórdís Sævarsdóttir

Christina Finke

Aldís Amah Hamilton

Alda Sigmundsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Árni Finnsson - 21.07.2022

Sjá umsögn í viðhengi.

f.h. Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Árni Finnsson,

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Hvalur hf. - 21.07.2022

Meðfylgjandi er umsögn Hvals hf. um ofangreint mál.

f.h. Hvals hf.

Kristján Loftsson

Framkvæmdarstjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Árni Sverrisson - 21.07.2022

Meðfylgjandi er viðhengi með umsögn:

Félags skipstjórnarmanna

VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna og

Sjómannasambands Íslands um reglugerðarbreytinguna.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) - 21.07.2022

Meðfylgjandi er umsögn SFS.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Samtök um dýravelferð á Íslandi - 21.07.2022

Umsögn Samtaka um dýravelferð við breytingu á reglugerð um hvalveiðar.

Samtökin telja reglugerðina skref í rétta átt og fagna því að ráðherra sýni það í verki að mikilvægt sé að þær atvinnugreinar sem byggja á dýrahaldi og veiðum uppfylli lög um velferð dýra.

Langreyður er næst stærsta dýr á jörðinni. Hún er skíðhvalur sem nærist að mest á svifkrabbadýrum og að hluta til á uppsjávarfiski. Langreyður er farhvalur og er útbreidd um heimsins höf. Þær eru hvala hraðskreiðastar og geta synt á allt að 45 km/klst. Hvalir eru almennt taldir vera með greindustu spendýra, félagslyndir og með einstaka samskiptahæfileika. Langreyðar voru mest veiddar allra hvalategunda á 20. öld, stofninn var hætt kominn en hafa verið verndaðar á heimsvísu síðan 1966.

Við hvetjum stjórnvöld til að stöðva hvalveiðar hið fyrsta. Samtökin telja að staðreyndir málsins dugi til ákvarðanatöku um bann á hvalveiðum;

1. Hvalveiðar eru ómannúðlegar

Skýrsla sem norsk yfirvöld sendu Alþjóðahvalveiðiráðinu (IWC) sýndi fram á að næstum 20% af hvölum sem skotnir voru með penþrít sprengiskutli hafi þjást í um 6-25 mínútur eftir að skotið á sér stað þar til þeir deyja að lokum. Þetta er án efa brot á lögum um velferð dýra. Rann­sókn sem unnin var fyrir Fiski­stofu árið 2015 á aflífun 50 lang­reyða sýndi að óásætt­an­lega stór hluti hvala heyi lang­dregið dauða­stríð í allt að 15 mínútur.

2. Útrýmingarhætta

Langreyður er á rauðum lista Alþjóða-­nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna (International Union for Conservation of Nat­ure, IUCN) um teg­undir í útrým­ing­ar­hættu.

Langreyður er á válista yfir dýr í útrýmingarhættu samkvæmt samningi um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu (CITES).

3. Hvalir hafa jákvæð áhrif á umhverfið

Skilningur okkar á hlutverki hvala í baráttunni gegn loftslagsvánni er sífellt að aukast. Ljóst er að loftslagsváin er helsta ógn framtíðar mannkyns. Það ríkir því alþjóðlegur skilningur vísindamanna að okkur ber að vernda höfin og lífríki þess. Stórhveli binda um 33 tonn af kolefni með lífsferli sínu eða á við 1.000 tré. Úrgangur hvala er mikilvægur öðrum lífverum en plöntusvif sem er grunnur fæðukeðjunnar, rauðáta og hvaláta nærast á honum. Þar með styrkja hvalirnir fiskistofna. Plöntusvif fram­leiðir um 50% af öllu súr­efni jarð­ar og er einnig öfl­ugt í að fanga og farga kolefni.

4. Hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á ímynd landsins

Samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrir Ferðamálastofu 2007 “Áhrif hvalveiða áhrif hvalveiða í atvinnu atvinnuskyni á ímynd Íslands og íslenska ferðaþjónustu” er töluverður meirihluti andvígur veiðunum.

Þá eru dæmi um að netárásir hafa verið gerðar á íslensk fyrirtæki og stofnanir vegna hvalveiða Íslendinga áður og nú er sviðsljósinu aftur beint að landinu vegna þessara veiða með ófyrirséðum afleiðingum. Því er mjög líklegt að fyrirtæki og jafnvel einstaklingar verði fyrir beinum fjárhagslegum skaða vegna veiðanna og hafa aðilar í ferðaþjónustu mörg dæmi sem sanna það.

Hlutverk okkar Íslendinga er skýrt. Okkur ber skylda til að vernda þessi dýr en ekki kvelja og drepa og leggja okkar að mörkum við baráttu gegn glóbahlýnun.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Linda Karen Gunnarsdóttir - 21.07.2022

Meðfylgjandi er umsögn mín, sjá viðhengi.

Mbk, Linda Karen Gunnarsdóttir

Viðhengi