Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.7.–14.8.2022

2

Í vinnslu

  • 15.–17.8.2022

3

Samráði lokið

  • 18.8.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-119/2022

Birt: 11.7.2022

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Leikskólar, grunnskólar, önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála

Drög að reglugerð um hæfniramma með viðmiðum fyrir almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla

Niðurstöður

Reglugerðardrögin voru birt 11.07.2022 og kallað eftir umsögnum til 14.08.2022. Tvær umsagnir bárust. Tekið hefur verið tillit til umsagna að því marki sem tilefni var til og er áformað að birta reglugerðina í Stjórnartíðindum. Nánari umfjöllun má sjá í meðfylgjandi niðurstöðuskjali.

Málsefni

Drög að reglugerð sem felur í sér nánari lýsingu á hæfniramma með viðmiðum fyrir almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda, auk þess sem kveðið er á um hæfni kennara í íslensku.

Nánari upplýsingar

Um er að ræða drög að reglugerð sem er fyrirhugað að setja á grundvelli 8. gr. laga nr. 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og felur í sér nánari lýsingu á hæfniramma með viðmiðum fyrir almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda, auk þess sem kveðið er á um hæfni kennara í íslensku.

Markmið reglugerðarinnar er að skýra nánar inntak og hlutverk hæfniramma um almenna og sérhæfða þekkingu, leikni og hæfni sem kennarar og skólastjórnendur skulu búa yfir vegna uppeldis-, kennslu- og stjórnunarstarfa þeirra í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Hæfnirammanum er ætlað að veita viðurkenndum háskólum leiðsögn um inntak kennaramenntunar en háskólar sem fengið hafa viðurkenningu til kennslu og rannsókna á sviði menntavísinda er heimilt að skipuleggja kennaranám sem felur í sér fjölbreyttar námsleiðir og kjörsvið í samræmi við ákvæði 5. gr. og 9. gr. laga nr. 95/2019 og taka mið af ákvæðum reglugerðarinnar. Jafnframt er reglugerðinni ætlað að liggja til grundvallar útgáfu leyfisbréfa, vera grunnur að innra og ytra mati á gæðum skólastarfs og veita leiðsögn um ráðningar og starfsþróun kennara og skólastjórnenda.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar

mrn@mrn.is