Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 15.–29.7.2022

2

Í vinnslu

  • 30.2022–2.7.2023

3

Samráði lokið

  • 3.7.2023

Mál nr. S-123/2022

Birt: 15.7.2022

Fjöldi umsagna: 0

Áform um lagasetningu

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Áform um breytingar á umferðarlögum nr. 77/2019

Niðurstöður

Niðurstaðan er í stuttu máli sú að samið var frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum, nr. 77/2019 sem birtust í Samráðsgátt þann 22.09.2022. Engar umsagnir bárust vegna áformanna.

Málsefni

Innviðaráðuneytið birtir til umsagnar áform um frumvarp til laga um breytingar á umferðarlögum nr. 77/2019.

Nánari upplýsingar

Með áformuðu frumvarpi til breytinga á umferðarlögum nr. 77/2019 er ætlunin að tryggja þeim EES-gerðum sem til stendur að taka upp í EES-samninginn nauðsynlega lagastoð, samhliða því að fella brott ósamrýmanleg ákvæði í gildandi löggjöf og tryggja að gildandi löggjöf falli að þjóðréttarlegum skuldbindingum okkar.

Til skoðunar kemur að gera smávægilegar breytingar á gildandi lögum, til að mynda í ljósi fyrirliggjandi tillagna starfshóps um smáfarartæki, ásamt því sem mat verður lagt á það hvort færa eigi ökuskírteinaskrá til Samgöngustofu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

irn@irn.is