Samráð fyrirhugað 14.07.2022—11.08.2022
Til umsagnar 14.07.2022—11.08.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 11.08.2022
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra

Mál nr. 124/2022 Birt: 14.07.2022 Síðast uppfært: 03.11.2022
  • Innviðaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (14.07.2022–11.08.2022). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Innviðaráðuneytið birtir til umsagnar drög að nýrri reglugerð um umferðarmerki sem ætlað er að leysa af hólmi gildandi reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra nr. 289/1995, með síðari breytingum.

Reglugerðardrögin eru afrakstur vinnu starfshóps skipuðum af ráðherra. Starfshópurinn var skipaður fulltrúa Vegagerðarinnar sem leiddi hópinn, fulltrúa ráðuneytisins, fulltrúa Samgöngustofu, fulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fulltrúa Reykjavíkurborgar og fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga. Við vinnuna hafði starfshópurinn m.a. hliðsjón af ákvæðum Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um umferðarmerki og umferðarljós frá 1968 auk þess sem litið var til regluverks á öðrum Norðurlöndum. Drögin innihalda lýsingar á umferðarmerkjum, umferðarljósum, hljóðmerkjum og öðrum merkjum á eða við veg til stjórnunar á eða leiðbeiningar fyrir umferð. Í viðaukum er fjallað um hvernig veghaldari skuli nota umferðarmerki, þar á meðal um kröfur til tæknilegrar útfærslu og uppsetningar.

Helstu breytingar frá gildandi reglum eru eftirfarandi:

• Auk þess að reglugerð kveði á um merkingu umferðarmerkja eru settar bindandi reglur fyrir veghaldara um uppsetningu og notkun umferðarmerkja í viðaukum við reglugerðina

• Gerðar eru breytingar á flokkum umferðarmerkja

• Merking umferðarmerkja er gerð skýrari, orðalag samræmt og tilmæli til veghaldara færð í viðauka

• Tekin eru upp á fimmta tug nýrra umferðarmerkja, á annan tug nýrra yfirborðsmerkinga og tvenn ný umferðarljós

• Breytingar eru gerðar á útliti á fimmta tug merkja

• Á sjöunda tug merkja eru felld brott

Nánari grein er gerð fyrir helstu breytingum í fylgiskjölum.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Óskar Sæmundsson - 18.07.2022

Í 23. grein umferðalaga segir: Sé ekið fram úr reiðhjóli eða léttu bifhjóli skal hliðarbil að lágmarki vera 1,5 metrar.

Nauðsynlegt er að hafa skilti sem gefur þessar upplýsingar til ökumanna, sérstaklega þar sem búast má við hjólandi umferð á þjóðvegi t.a.m. í nágrenni við Reykjavík (Reykjanesbraut, Vesturlandsvegur, Mosfellsheiði o.s.frv). Þessi skilti eru til og algeng víða erlendis.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Björn Ólafsson - 18.07.2022

Tillaga að nýrri reglugerð er mikil framför frá fyrri reglugerð og vel unnin, þó eru nokkur atriði sem vert er að skoða frekar.

Almennt þarf að gera merkingum tengdum vinnusvæðum verulega betri skil m.a. betri umfjöllun á bráðabirgðamerkjum (þau skilgreind sérstaklega í gildandi reglugerð), gátskjöldum og þverslám. Vinnu- og athafnasvæði á vegum eru þau svæði þar sem sérstaklega þarf að huga að merkingum og því mikilvægt að reglugerðin geri þessum hluta merkinga góð skil. Reglugerð um öryggi á vinnusvæðum tekur meira til almennra þátta og ekki er nægjanlegt að vísa í hana.

Númerakerfi merkja þarf að vera ítarlegra m.t.t. skráningar, pantanir og birgða- og utanumhald á merkjum. Í áætlanagerð og útboðsgögnum eru gerðir listar og magntekning á fjölda einstakra merkja , s.s. sundurliðun á mismunandi hraðatakmörkunarmerkjum (362.30, 362.50, o.s.frv.), og á öllum teikningum er þetta einnig nákvæmlega sundurliðað.

Gildandi reglur og teikningar um vinnusvæðamerkingar er að finna á heimasíðu Vegagerðarinnar Vinnusvæðamerkingar | Vegagerðin (vegagerdin.is). Númer merkja í reglum eru skv. gildandi reglugerð og ný númer í viðauka 2 og á teikningum eru notuð merkjanúmer skv. tillögum að nýrri reglugerð.

Aðrar ábendingar og athugasemdir er að finna í meðf. fylgiskjali.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Birgir Fannar Birgisson - 18.07.2022

Fyrst ber að fagna því að ýmsar merkingar sem hafa verið notaðar á misvandaðan hátt um nokkuð skeið eru nú loksins skilgreindar og útskýrðar í reglugerð, svo sem t.d. "Hjólavísir" (1038). Það er hins vegar áhyggjuefni að dregið sé úr skýrum leiðbeiningum um hvernig og hvar merki skulu notuð því reynslan sýnir að allt of margir veghaldarar vita ekki hvernig beri að nota merkingarnar. Nýleg dæmi, svo sem við Fiskislóð á Granda í Reykjavík, sýna að veghaldarar kunna almennt ekki að nota einmitt þetta merki. Það er því frekar þörf á að bæta við skýringum en draga úr þeim, sérstaklega að því leyti sem snýr að merkingum fyrir hjólandi umferð.

Það vekur mikla furðu að í reglugerðina vantar 2 mjög mikilvæg merki sem eru mikið notuð í mörgum þeim löndum sem vilja gera virkum samgöngumátum, þmt hjólandi umferð, hátt undir höfði. Íslensk yfirvöld hafa lýst yfir vilja til að landið verði kolefnishlutlaust innan fárra ára og það hlýtur því að vera mikilvægt markmið að stuðla að aukinni notkun umhverfisvænna samgöngumáta og þar er enginn fararmáti framar en hjólreiðar. Það hlýtur því að þurfa að tryggja sem best flæði hjólandi umferðar til að gera þennan samgöngumáta eins aðlaðandi og hægt er fyrir eins margt fólk og hægt er. Þess vegna eru þessi merki mikilvægari en mörg önnur.

Annars vegar er um að ræða merki sem minnir ökumenn vélknúinna ökutækja á lögbundið lágmarksbíl (1,5 metra) við framúrakstur framúr hjólandi umferð. (Sjá mynd 1 í viðhengi með umsögn). Eftir uppfærslu núgildandi umferðarlaga sem tóku gildi 1. janúar 2020, hefur reynslan því miður sýnt að full þörf er á að minna vel flesta ökumenn á þessa mikilvægu reglu. Kærur vegna brota á reglunni eru ítrekað felldar niður vegna skorts á sönnunargögnum, jafnvel þó slík sönnunargögn séu í mörgum tilvikum til, en móttöku þeirra einfaldlega hafnað af lögreglu, með vísan í dómafordæmi sem enginn virðist geta upplýst frekar um. Það getur því ekki komið neinum á óvart að ekki er til nein opinber tölfræði um fjölda slíkra atvika en það þarf þrátt fyrir allt ekki mörg samtöl við þaulvant hjólreiðafólk til að skilja hve slæm staðan er í raun og veru. Það væri óskandi að starfshópurinn hefði leitað eftir beinu samtali við grasrót hjólreiðafólks við undirbúning frumvarpsins, frekar en það takmarkaða "samtal" sem umsagnarferli frumvarpa er.

Hitt merkið sem vantar er merki sem veitir hjólandi umferð undanþágu frá almennum takmörkunum á aðgengi vélknúinnar umferðar (Sjá mynd 2 í viðhengi með umsögn). Til dæmis er mjög algengt í mörgum löndum að hjólandi umferð sé veitt undanþága frá einstefnu í fáförnum íbúðargötum með lágan hámarkshraða, sbr. dæmið í viðhengi umsagnarinnar. Það merki fer ágætlega saman við annað merki sem þó er tekið inn í reglugerðina, 826.1 "Hjólandi umferð úr báðum áttum".

Að auki er eitt merki sem þarf að ýta undir aukna notkun á og mætti leiðbeina velflestum veghöldurum mun betur um rétta notkun þess. Viðvörunarmerki 144 gefur til kynna að taka þurfi tillit til hjólandi umferðar sem þarf að nýta hluta akbrautar við þröngar aðstæður. Þetta skilyrði á í raun við um næstum allt þjóðvegakerfið þar sem það tíðkast almennt ekki meðal ökumanna að gera ráð fyrir hjólandi umferð nærri kantlínu þjóðvega. Auk þess er sá galli á nýuppfærðum umferðarlögum, í síðustu málsgreinum 25. greinar, að almenn varúðarskylda sem hvílir á ökumönnum að stunda ekki framúrakstur við blindbeygjur, blindhæðir og aðra álíka staði, er sérstaklega tekið fram að falli niður við framúrakstur framúr reiðhjólum sem er ekið við brún vegar. Það er gersamlega óskiljanlegt að mikilvæg varúðarregla sé þannig sérstaklega felld úr gildi og hunsuð þegar hjólandi umferð á í hlut og algerlega treyst á regluna um lágmarksbil við framúrakstur, sem þó er ekki framfylgt á nokkurn hátt þó full ttilefni sé til. Það er því mikil þörf á að skilti 144 verði sett upp miklu víðar en nú er gert.

Þó það sé viss framför að skilti 521 (Hjólarein) er nú tekið inn í reglugerðina, er rík ástæða til að vara við þeim aðstæðum þar sem það á við. Að mála línu á yfirborð vegar og treysta á hana sem einu aðgreiningu vélknúinna ökutækja frá hjólandi umferð skapar ekkert nema falskt öryggi. Reynsla flestra þeirra landa þar sem þetta hefur verið gert, sýnir að máluð lína af þessu tagi veitir enga raunverulega vernd. Málningin ein og sér býr ekki til öruggt svæði til hjólreiða. Jafnvel þó líka sé sett upp skilti sem útskýrir meininguna með línunni.

Það er fagnaðarefni að farið sé yfir útlit vegvísa fyrir hjólastíga (751). Hins vegar vekur það furðu hve sjaldan þeir vegvísar eru notaðir og full ástæða til að benda veghöldurum á hvernig og hvar sé rétt að nota þá. Það er því mikilvægt að aukið sé við slíkar leiðbeiningar, frekar en draga úr þeim. Vegvísar fyrir hjólreiðar eru almennt of smáir til að hægt sé að koma auga á þá og allt of sjaldan notaðir.

Fyrst "Óbrotin lína" (1004) merkir að "óheimilt sé að aka yfir hana", vekur það aftur furðu hvernig orðalag í 25. grein núgildandi umferðarlaga veitir þó heimild til þess, að minnsta kosti þegar ekið er framúr hjólandi umferð. Þarna er ósamræmi í skilgreiningu reglugerðarinnar á óbrotinni línu og beinum og skýrum fyrirmælum umferðarlaga. Þetta ósamræmi þarf að útskýra og lagfæra.

Það virðist því miður vera að það hafi hreinlega vantað í starfshópinn sem vann frumvarpsdrögin, aðila með fjölbreytta reynslu af hjólreiðum bæði í almennri umferð í þéttbýli og úti á þjóðvegum. Vinnan ber þess greinilega merki að taka ekki nægilegt mið af þeim raunveruleika sem blasir við hjólandi umferð á Íslandi og er það mjög miður. Sérstaklega í ljósi þess hve mikilvægur þessi ört vaxandi fararmáti er.

Eitt mikilvægt atriði sem ekki er tekið á í reglugerðinni er þegar hönnuðir á götum, hjólastígum og yfirborðsmerkingum þeim tengdum, taka upp á því að búa til eigin útgáfur af yfirborðsmerkingum. Mörg dæmi eru um að td. við staði þar sem hjólastígar þvera innkeyrslur inn á bílastæði. hafi hönnuðir búið til eigin útgáfur af yfirborðsmerkingum sem minna óneitanlega á þá þríhyrninga sem oft eru settir nálægt biðskyldumerkjum. Þetta er gert þrátt fyrir að hjólandi umferð eigi almennt fullan forgang þegar umferð vélknúinna ökutækja þverar hjólastíg við þannig innkeyrslur, sbr. 26. grein núgildandi umferðarlaga. Það verður á einhvern hátt að koma í veg fyrir þannig "heimatilbúnar" merkingar, hversu góður sem viljinn og meiningin að baki þeim er. Rangar merkingar og röng notkun réttra merkinga skapar óvissu og býður upp á frelsi vegfarenda til að túlka þær að vild og eftir hentugleika. Túlkun akandi umferðar og hjólandi eru oft mjög ólíkar, sem skapar mikla hættu, aðallega fyrir þann sem hjólar. Það verður því í reglugerðinni að vera einhver texti sem undirstrikar að það eigi eingöngu að nota réttar merkingar á réttan hátt, aðrar merkingar séu ekki leyfðar.

Óski starfshópurinn þess eru Reiðhjólabændur boðnir og búnir til að útskýra enn betur ofangreindar athugasemdir, ef þörf er á.

Virðingarfyllst,

Birgir Birgisson

Formaður Reiðhjólabænda

Reiðhjólabændur eru stærsta samfélag hjólandi fólks á Íslandi, með nærri 8.000 meðlimi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Sesselja Traustadóttir - 19.07.2022

Fyrir hönd Hjólafærni á Íslandi geri ég athugasemdir um að ekki séu eftirfarandi skylti með í reglugerðinni:

1. Innakstur bannaður nema fyrir reiðhjól/Einstefna nema fyrir reiðhjól

Og sömuleiðis viljum við sjá skylti sem leyfir umferð vélknúinna ökutækja sem gesta á hjólgötum; Gast straat - eins og þær eru nefndar á Niðurlensku.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Birgir Christian Hidle - 20.07.2022

Daginn

Vegna yfirborðsmerkingar á miðlinu.

Erlendis hefur það færst i auknu mæli að breyta lit miðlinan eða innri linan i gul og hafa ytri linan hvítan, þau sest betur i myrkvi og þegar snjór er og að guli liturinn á að vera alltaf á vinstri hönd ökutækis.

Skjal til að sjá útfærslur.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Arnar Ellert Ragnarsson - 20.07.2022

19. gr. Upptalning sérreglumerkja, tel ég rétt að endurskoða betur. Með lagfæringu á texta megi fella brott merki merkt; d. Umferð á aðrein sameinast umferð á vegi sem ekið er inn á. Og notast eingöngu við merki; c. Umferð á vegi gerð grein fyrir að umferð frá hægri sameinast akrein. Texti gæti verið; "c. Umferð á aðrein sameinast umferð á vegi." Þetta getur bæði átt við um umferð sem er á akrein og umferð sem kemur frá hægri og er þar af leiðandi á aðrein.

Rök: Ef horft er á merki merkt; e. Umferð frá hægri verður að eigin akrein á aðalvegi, þá er ekkert merki sambærilegt merki d. fyrir ökutæki sem eru á akrein sem kemur frá hægri.

Afrita slóð á umsögn

#7 Antoine Svanur Liebing - 21.07.2022

Hæ, mér hefur lengi þótt vanta á íslandi gullt beygju ljós eða viðvörunar skilti á gatnamót til að vara við og minna á að gangandi vegfærendur eru með grænt ljós á sama tíma og fólk að beygja. Oft gleyma ökumenn sér og alvarleg slys verða.

Og svo má bæta við á hraðahindrunarskylti, hversu stórar og harkalegar hraðahindranirnar eru. Getur orðið tjón ef maður misreiknar það þótt maður sé langt undir hámarkshraða.

Takk, Antoine Svanur Liebing

Afrita slóð á umsögn

#8 Eiríkur Knudsson - 22.07.2022

Ég tel það vel til fundið að nú sé ráðist í endurskoðun á reglugerðinni enda gamla reglugerðin að stofni til orðin 27 ára gömul. Tel ég langflestar þær breytingar sem ég tók eftir í drögunum frá fyrri reglugerð vera miklar umbætur og fátt markvert sem ég hef út á hana að setja.

Sem áhugamaður um vegvísa og hvernig fyrirkomulagi þeirra er háttað snýr mín eina athugasemd að fyrirkomulagi við notkun á fjarlægðamerkjum. Mér hefur í gegnum tíðina fundist þessi merki vera staðsett á allt of fáum stöðum og með of löngu millibili. Einnig hefur það verið vandkvæðum bundið þegar ekið er áfram eftir vegi að fá upplýsingar um hversu langt er til áfangastaða á veginum framundan, þær upplýsingar eru sjaldnast á vegvísum eða öðrum umferðarskiltum.

Í gömlu reglugerðinni stóð fátt um notkun þeirra og því er það stórt skref fram á við hvernig skerpt er á reglum í nýju reglugerðardrögunum. Ég tel það einmitt rökrétt að fjarlægðamerki séu staðsett við sem flest mikilvæg vegamót eins og vegamót stofnvega í vegakerfinu, á undan eða eftir vegamótunum. Við það vil ég bæta, sem kemur ekki fram í reglugerðardrögunum, að æskilegt væri að fjarlægðamerki séu staðsett þar sem ekið er á leið út frá þéttbýlisstað eða öðrum mikilvægum viðkomustað.

Að vísu er oft að finna mikilvæg stofnvegamót í grennd við þéttbýlisstaði eða aðra mikilvæga viðkomustaði en ef miðað er við reglugerðardrögin er tvísýnt hvort fjarlægðamerkin sem nú eru staðsett sitt hvoru megin við Vík í Mýrdal eigi rétt á sér, allavega eins og ég skil regludrögin. Sömuleiðis væri gott að slíkt merki væri staðsett t.d. við Jökulsárlón, þar sem langt er annars vegar til Hafnar í Hornafirði og hins vegar í Skaftafell, jafnvel þótt Jökulsárlón sé ekki á mikilvægum krossgötum eða fjarmark í vegakerfinu. Hvorki Vík í Mýrdal né Jökulsárlón er staðsett nálægt mikilvægum vegamótum eins og þau eru skilgreind í reglugerðardrögunum.

Afrita slóð á umsögn

#9 Ása Guðný Ásgeirsdóttir - 27.07.2022

Í 23. grein umferðalaga segir: Sé ekið fram úr reiðhjóli eða léttu bifhjóli skal hliðarbil að lágmarki vera 1,5 metrar.

Nauðsynlegt er að hafa skilti sem minna ökumenn á þessa reglu á fjölförnum leiðum, eins og Mosfellsheiði, Krýsuvíkurvegi suðurstrandarvegi etc.

Afrita slóð á umsögn

#10 Tómas Kristjánsson - 02.08.2022

Ég myndi vilja sjá þá breytingu að stefnuör væri bætt við við brotna deililínu skömmu áður en óbrotin lína tekur við. Ég hef séð þetta erlendis og þetta bætir öryggi vegfaranda.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Vestfjarðastofa ses. - 05.08.2022

Meðfylgjandi er umsögn Vestfjarðastofu fyrir hönd Áfangastaðastofu Vestfjarða.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Martin Jónas Björn Swift - 08.08.2022

Í Viðauka IV - Yfirborðsmerkingar segir í 20. gr.:

„Biðskyldumerking skal að jafnaði vera 0 – 2 m frá vegi sem komið er að. Þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst. eða hærri getur merkingin þó verið í allt að 5 m fjarlægð. Sé gönguþverun við vegamótin skal þess gætt að ökutæki geti numið staðar við biðskyldumerkingu án þess að stöðva á gönguþveruninni, annað hvort með því að færa biðskyldumerkingu eða gönguþverun fjær vegamótunum.“

Hér er sérstaklega tilgreint að biðskyldumerkingar skuli staðsettar þannig að ökutæki nemi staðar fyrir framan þverun gangandi vegfarenda eða nógu langt handan hennar svo það hamli ekki för þeirra. Á því hefur verið allur gangur og allvíða eru biðskyldur staðsettar þannig að bifreiðar sem stöðva við þær þurfa að stöðva á gönguþverun. Það er því afar jákvætt að þetta skuli nú afdráttarlaust sett í reglugerðina.

Athygli vekur þó að sambærilega klausu skortir í 18. gr. Um staðsetningu stöðvunarlínu segir eingöngu að:

„Stöðvunarlína skal vera a.m.k. 2,5 m áður en komið er að gönguþverun með umferðarljósum. Þó ætti að miða við 5 m þar sem fleiri en ein akrein er í sömu átt eða stöðvunarlína hjólandi vegfarenda á hjólarein eða hjólastíg liggur framar.“

Í núverandi reglugerðardrögum er því aðeins tryggt að bílar nemi ekki staðar á gögnuþverun við biðskyldu en ekki stöðvunarskyldu. Dæmi um stöðvunarskyldur sem loka á gönguþveranir eru blessunarlega fáar, en þó er að finna dæmi dæmi um slíkt t.a.m. á gatnamótum Hjarðarhaga og Fornhaga, og Vesturgötu og Framnesvegar.

Því væri eðlilegt og æskilegt að báðar greinarnar hefðu orðalag 20. greinar eða inntakinu komið fyrir í sér grein sem tryggi að forgang og greitt aðgengi gangandi þar sem þveranir eru við stöðvunar- eða biðskyldu.

Afrita slóð á umsögn

#13 Jón Hannes Kristjánsson - 09.08.2022

Góðan dag. Mig langar að benda á að það ætti að vera krafa að við yfirborðsmerkingar fyrir gangbraut á merkjum nr. 1024.1 og 1024.2 væru líka merktar með merki nr. 516 Gangbraut. Þetta segi ég því það getur verið mjög erfitt að sjá svona yfirborðsmerkingar yfir veturinn þegar myrkrið er allan daginn og blautt malbikið sem gerir þessar hvítu línur enn minna sýnileg.

Í viðauka I í 4. mgr. 93. gr. er gerð krafa um að sé sett upp gangbrautarmerki skuli líka vera yfirborðsmerking. þetta tvennt ætti skilyrðislaust alltaf að hanga saman fyrir merkingar af þessu taki svo ekki fari milli mála hver á forganginn. Þetta mætti líka vera skýrar vegna merkja 1026 um hjólaþverun

Afrita slóð á umsögn

#14 Arnheiður Jóhannsdóttir - 09.08.2022

Sjá fylgiskjal með umsögn frá Markaðsstofu Norðurlands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Hopp ehf. - 10.08.2022

Meðfylgjandi er umsögn Hopp ehf. um drög að reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Hrund Snorradóttir - 10.08.2022

Mikilvægt er að hafa umferðarmerkingar/skilti sem minna ökumenn á að þeim beri að víkja að minnsta kosti 1,5 metra frá hjólreiðafólki á akvegi við framúrakstur.

Einnig vil ég benda á að víða í Evrópu, t.d. í Þýskalandi, Sviss og Austurríki, eru málaðar merkingar á akvegi fyrir hjólreiðafólk. Þessar merkingar minna ökufólk á að hjólreiðafólk hefur lagalegan rétt á að hjóla á akvegum þegar sérstakir hjólastígar eru ekki til staðar. Slíkar merkingar væru til bóta hér á landi og mættu gjarnan vera í umferðarreglum.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 Ökuskólinn í Mjódd ehf. - 10.08.2022

Umsögn um drög að reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Bárður Arnar Bergsson - 10.08.2022

Það væri mjög til bóta að fá skilti sem minnir á lágmarksbil þegar tekið er fram úr hjólandi. Þetta er nýtt í lögunum og nauðsynlegt að kynna/minna á þetta. Eins mætti vera skilti sem undanskilur hjól frá einstefnu þar sem það á við.

Afrita slóð á umsögn

#19 Benedikt Steinar Magnússon - 10.08.2022

Sæl

Það vantar skilti sem minnir ökumenn á að halda 1,5m fjarlægð frá hjólandi umferð.

Slíkt skilti eykur öryggi hjólandi, að því gefnu að ökumenn virði 1,5m regluna.

Kveðja

Benedikt

Afrita slóð á umsögn

#20 Gunnar Ásbjörn Bjarnason - 10.08.2022

Ég óska eftir að útbúið verði umferðarskilti sem tilgreinir að lágmarks bil 1,5m á milli bifreiðar og reiðhjóls í umferðinni.

Svona skilti eru algeng á m.a. Spáni, Englandi og Ítalíu svo eitthvað sé nefnt.

Öryggi sístækkandi hóps hjólreiðafólks er tryggara ef ökumönnum er bent reglulega á þessi lög.

Kveðja,

Gunnar Ásbjörn Bjarnason

Afrita slóð á umsögn

#21 Karlo Matic - 10.08.2022

Hello,

We have a wonderful cycling infrastructure, cyclists need more protection and drivers need more information and care. Please implement the sign and try to take it seriously.

Afrita slóð á umsögn

#22 Kristján Sigfús Einarsson - 10.08.2022

Merkja sérstaklega lengd á milli ökutækis og reiðhjólamanns og eða gangandi.

Afrita slóð á umsögn

#23 Ragnar Páll Árnason - 10.08.2022

Frekari áherslu mætti setja á að auka þekkingu vegfarenda á nýlegri reglugerð um 1.5 metra lágmarksbil við framúrakstur á hjólandi umferð. Sú þekkingarmiðlun mætti vera áberandi í almennri kynningu á reglugerðinni. Eins með skiltum við umferðaræðar innan hverfa, þar sem lítið er um aðra kosti fyrir hjólandi umferð en að hjóla á götu. Einnig mætti nefna Þingvallaveg, Nesjavallaveg, Vatnsendaveg/Elliðavatnsveg og Krísuvíkurveg í þessu samhengi, þar sem umferð hjólandi er þónokkur. Sama á vafalítið við um aðra þéttbýliskjarna.

Afrita slóð á umsögn

#24 Linda Sólveig Birgisdóttir - 10.08.2022

Óska eftir að merki sem minnir ökumenn á að gæta að 1,5 metra bili við famúraksturfram úr reiðhjólum.

Afrita slóð á umsögn

#25 Þuríður Berglind Ægisdóttir - 10.08.2022

Varðandi umrædd drög að reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra þá vil ég benda á að s.b. námskrá fyrir almenn ökuréttindi sem staðfest var af ráðherra Samgöngu- og sveitastjórnarmála árið 2010 segir að sá þáttur sem ræður mestu um öryggi ökumanns er hvernig honum tekst til við öflun upplýsinga og hvernig hann vinnur úr þeim.

Ljóst er að mikilvægt er að upplýsingar til ökumanna séu skýrar og að sem minnstar líkur séu á því að ökumenn misskilji umferðarmerkingar til að tryggja umferðaröryggi sem best. Í störfum okkar ökukennara hefur borið á því að nýjir og óreyndir ökumenn eigi erfitt með að átta sig á akstri í hringtorgum, þ.e. hvernig skuli hegða sér innan þeirra. Þá er verið að horfa til hvort ökumaður átti sig á hvort að um sé að ræða eina eða tvær akreinar innan hringtorgs enda hringtorg oft á tíðum mismunandi að breidd og yfirborðsmerkingar ekki sjáanlegar stóran hluta ársins hér á landi.

Vil ég benda á það að auknar upplýsingar geta komið í veg fyrir misskilning meðal ökumanna við akstur í hringtorgum og aukið öryggi þeirra, þá sérstaklega ökumanna sem nýlega hafa öðlast ökuréttindi en á ári hverju eru um 5000 einstaklingar sem þreyta ökupróf til almennra ökuréttinda. Eins myndu auknar upplýsingar einnig auka öryggi erlendra ökumanna en fjöldi ferðamanna hér á landi er mikill og þeirra helsti ferðamáti er að aka um landið á bílaleigubifreiðum.

Einnig vill ég benda á að umferðarmerki nr. 455 í drögum um reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra kunni að skarast við umferðarlög nr. 77/2019 þ.e. 36. gr. lagana en þar segir að ökuhraða skuli að jafnan miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Ökumaður skal þannig miða hraðann við gerð og ástand vegar, veður, birtu, ástand ökutækis og hleðslu, svo og umferðaraðstæður að öðru leyti.

Meðfylgjandi í viðhengi eru dæmi um umferðarmerki sem notuð eru erlendis ásamt eldri tillögum sem hafa komið fram.

Virðingarfyllst

Þuríður B. Ægisdóttir

Formaður Ökukennarafélags Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#26 Guðlaugur Stefán Egilsson - 11.08.2022

Í reglugerðina vantar skilti sem minnir ökumenn á skyldu þeirra til að hafa 1.5 m bil við framúrakstur. Að mínu viti er lágmark að hafa slíkt skilti við allar leiðir af höfuðborgarsvæðinu, en einnig innan þess á vissum leiðum eins og Vatnsendaleið og svokallaðri flóttamannaleið. Að hafa slíkt skilti á 100km fresti á hringveginum væri einnig þörf aðgerð.

Afrita slóð á umsögn

#27 Ferðamálastofa - 11.08.2022

Hjálagt sendist umsögn Ferðamálastofu um drög reglugerð um umferðarmerkin og notkun þeirra.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#28 Austurbrú ses. - 11.08.2022

Áfangastaðastofa Austurlands:

Við fögnum því að það sé loksins komin heimilid fyrir brún skilti. Það sem slær okkur þó að í reglugerðinni er eingöngu talað um ferðamannastaði og að staðir þurfi að uppfylla viðmið Vörðustaða. Í Vörðuverkefninu er aðeins gert ráð fyrir ákveðnum ferðamannastöðum og horft algjörlega framhjá ferðamannaleiðum og ljóst að þær munu aldrei geta uppfyllt öll skilyrði fyrir Vörðu og ættu því skv. þessari reglugerð ekki að geta fengið brún skilti. Það er því svo að ferðamannaleiðir munu vera ómerktar Ávinningur af góðri ferðamannaleið eða vegi getur skilað sér til ferðaþjónustunnar og um yrði að ræða nýja söluvöru. Til þess að það gangi upp er ekki nóg að varan sé kynnt á netinu en á sjálfri ferðaleiðinni eru engar upplýsingar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#29 Persónuvernd - 11.08.2022

Sjá hjálagða umsögn Persónuverndar.

Afrita slóð á umsögn

#30 Margrét Björk Björnsdóttir - 11.08.2022

Umsögn frá Áfangastaða og Markaðssviði SSV: sjá fylgiskjal.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#31 Persónuvernd - 11.08.2022

Sjá hjálagða umsögn Persónuverndar.

Afrita slóð á umsögn

#32 Öryrkjabandalag Íslands - 11.08.2022

Meðfylgjandi er umsögn Öryrkjabandalags Íslands, ÖBÍ.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#33 Vegagerðin - 11.08.2022

Vegagerðin sendir hér með athugasemdir sínar vegna reglugerðardraga um umferðarmerki og notkun þeirra og viðauka við reglugerðina, sem birt var í Samráðsgátt þann 14. júlí 2022. Engar athugasemdir eru gerðar við Viðauka II. Að öðru leyti vísast til meðfylgjandi viðhengja.

Viðhengi Viðhengi Viðhengi Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#34 Landssamtök hjólreiðamanna - 11.08.2022

Meðfylgjandi er umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna.

Við þökkum því hjólreiðafólki sem lagði hönd á plóg og kom með góðar ábendingar.

kv. Árni Davíðsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#35 Hrafnhildur G Sigurðardóttir - 11.08.2022

Í 23. grein umferðalaga segir: Sé ekið fram úr reiðhjóli eða léttu bifhjóli skal hliðarbil að lágmarki vera 1,5 metrar.

Nauðsynlegt er að hafa skilti sem gefur þessar upplýsingar til ökumanna, þar sem búast má við hjólandi umferð á þjóðvegi sem og annars staðar á vegum landsins. Þessi skilti eru til og algeng víða erlendis

Afrita slóð á umsögn

#36 Jón Arnar Briem - 11.08.2022

Það eru tvö atriði sem ég vil nefna hér.

1) Óvissu um stöðu hjólandi á gangbrautum er viðhaldið. Með því að nefna ekki hjólandi vegfarendur í textum um gangbrautir er horft fram hjá þeirri staðreynd að víðast eru gangbrautir eina leið hjólandi yfir götur. Þetta veldur því að (sumir) bílstjórar telja að hjólandi þurfi að teyma hjólið yfir gangbrautina og neita því að stoppa nema hjólandi stígi af hjólinu. Vissulega er skilgreind sérstök hjólaþverun, en það verður að teljast ólíklegt að sveitarfélög fari að merkja slíkar þveranir alls staðar þar sem hjólandi þurfa að komast um.

2) Stöðvunarvegalengd bíla er skilgreind og út frá því settar kröfur um sýnileika umferðarmerkja x langt frá gatnamótum/hættusvæði. Sambærilegt þyrfti að gera varðandi hjól og önnur örfarartæki því víða eru ljós og önnur umferðarmerki ekki sýnileg fyrr en allt of seint. Þar sem ekki er skilgreindur hámarkshraði á hjóla og göngustígum þarf líklegast að miða við væntan/eðlilegan hraða á stíg. Mín tillaga væri að miða við 20-25 km/klst á venjulegum gangstéttum, göngustígum og minni hjólastígum/reinum í þéttbýli (rafskútur og rafhjól ferðast yfirleitt á þeim hraða) en 30-40 km/klst á veigameiri hjólastígum (40 km/klst líklegast efri mörk þess sem má teljast "eðlilegt" að öflugur hjólari nái).

Afrita slóð á umsögn

#37 Samgöngufélagið - 11.08.2022

Í fylgiskjali eru athugasemdir Samgöngufélagins við drög að reglugerð um umferðarmeki og notkun þeirra, dags. í dag. 11. ágúst 2022.

Virðingarfyllst,

f.h. Samgöngufélgsins,

Jónas B. Guðmundsson, fyrirsvarsmaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#38 Persónuvernd - 03.11.2022

Viðhengi