Samráð fyrirhugað 14.07.2022—01.09.2022
Til umsagnar 14.07.2022—01.09.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 01.09.2022
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um brottfall reglugerða

Mál nr. 127/2022 Birt: 14.07.2022 Síðast uppfært: 10.08.2022
  • Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála
  • Fjölskyldumál
  • Örorka og málefni fatlaðs fólks

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 14.07.2022–01.09.2022. Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Kynnt eru drög að reglugerð um brottfall reglugerða á sviði félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Ný lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021 kalla á endurskoðun á regluverki á málefnasviði félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Lögin fela m.a. í sér breytingar á fyrirkomulagi leyfisveitinga fyrir velferðarþjónustu og er starfsemi allra einkaaðila sem fara með þjónustu sem lýtur eftirliti stofnunarinnar rekstrarleyfisskyld. Í lögunum eru meðal annars sett fram viðmið um kröfur til umsækjanda um rekstrarleyfi, málsmeðferð og útgáfu leyfanna. Þá eru þar ákvæði um endurnýjun leyfa og bráðabirgðaleyfi.

Breytingarnar sem eru kynntar hér miða að því að aðlaga ákvæði reglugerðanna að breyttu lagaumhverfi.

Ástæðan fyrir brottfalli reglugerðar nr. 1036/2018 um eftirlit og eftirfylgni vegna þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, reglugerðar nr. 856/2020 um starfsleyfi til einkaaðila sem veita þjónustu við fatlað fólk og reglugerðar nr. 1320/2020 um starfsleyfi til einkaaðila sem veita félagsþjónustu er að með tilkomu nýrra laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála er fjallað með samræmdum hætti um málsmeðferð leyfisveitinga til einkaaðila í lögum.

Jafnframt er hugmyndin að fella brott reglugerðir sem settar voru í tíð eldri laga um málefni fatlaðs fólks.

Þær reglugerðir sem lagt er til að fella á brott eru:

1. Reglugerð nr. 376/1996 um atvinnumál fatlaðra.

2. Reglugerð nr. 1054/2010 um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu, með síðari breytingum.

3. Reglugerð nr. 1036/2018 um eftirlit og eftirfylgni vegna þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

4. Reglugerð nr. 856/2020 um starfsleyfi til einkaaðila sem veita þjónustu við fatlað fólk.

5. Reglugerð nr. 1320/2020 um starfsleyfi til einkaaðila sem veita félagsþjónustu.

Tengd mál

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.