Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 15.7.–12.8.2022

2

Í vinnslu

  • 13.8.–12.12.2022

3

Samráði lokið

  • 13.12.2022

Mál nr. S-129/2022

Birt: 15.7.2022

Fjöldi umsagna: 7

Áform um lagasetningu

Heilbrigðisráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Afnám refsingar

Niðurstöður

Umsagnir bárust frá sex aðilum um áformin og verða þær hafðar til hliðsjónar í þeirri vinnu sem fram fer í starfshópi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili af sér árið 2023.

Málsefni

Áformað er að leggja fram frumvarp á 153. löggjafarþingi sem lýtur að afnámi refsingar í einstaka tilvikum þegar tiltekinn hópur er með í vörslu sinni dagskammt af tilteknum ávana- og fíkniefnum.

Nánari upplýsingar

Áform um lagasetningu og frummat á áhrifum lagasetningar sem hér eru til kynningar og samráðs varða breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, og lýtur að afnámi refsingar fyrir veikasta hóp samfélagsins í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna.

Áréttað er að ekki verður um að ræða endurflutt frumvarp frá 151. löggjafarþingi um afglæpavæðingu neysluskammta heldur er áætlað að leggja fram breytt frumvarp á 153. löggjafarþingi sem byggist á vinnu starfshóps sem ráðherra skipaði í febrúar 2022, en hópinn skipa fulltrúar sem endurspegla samfélagið í þeim tilgangi að fá uppbyggilega og gagnrýna umfjöllun um verkefnið og ná fram niðurstöðu sem verði ásættanleg fyrir samfélagið í heild. Vinna hópsins stendur yfir en honum var falið að skilgreina dagskammt eða neysluskammt og er áætlað að setja þá skilgreiningu í reglugerð sem lögð verði fram með endurbættu frumvarpi. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili niðurstöðu sinni næsta vetur. Í þeirri vinnu sem nú þegar hefur farið fram í hópnum er talið ljóst að heiti fyrra frumvarps, afglæpavæðing neysluskammta, endurspegli ekki nægilega vel hlutverk starfshópsins. Á þessari stundu er því lagt upp með að nefna frumvarpið afnám refsingar, enda tilgangurinn að afnema refsingu veikasta hópsins þegar þeir einstaklingar eru með í vörslu sinni dagskammt eða neysluskammt tiltekinna efna í tilteknu magni.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa heilsueflingar og vísinda

hrn@hrn.is