Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 19.7.–2.8.2022

2

Í vinnslu

  • 3.8.2022–

Samráði lokið

Mál nr. S-130/2022

Birt: 18.7.2022

Fjöldi umsagna: 11

Áform um lagasetningu

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Áform um frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða

Málsefni

Innviðaráðherra áformar að leggja fram á Alþingi frumvarp til nýrra laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða.

Nánari upplýsingar

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að ráðist verði í skilgreindar þjóðhagslega arðsamar flýtiframkvæmdir í samgöngum á grundvelli fölbreyttari fjármögnunar og samstarfs við einkaaðila. Einnig er lögð áhersla á að mótuð verði áætlun um uppbyggingu og fjármögnun jarðganga og horft til reynslu nágrannaþjóða. Þá verði stofnað opinbert félag um jarðgangagerð.

Fyrstu skrefin í þá átt að flýta þjóðhagslega arðsömum samgönguframkvæmdum voru tekin með gildistöku laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir, nr. 80/2020, þar sem veitt var heimild til að semja við einkaaðila um samvinnu við sex tilgreindar framkvæmdir. Lykilþáttur slíkra verkefna er að forsendur séu fyrir innheimtu notkunargjalda af notendum mannvirkjanna og að framkvæmdakostnaður sé þannig endurheimtur, a.m.k. að mestum hluta. Þá kom fram í greinargerð með samgönguáætlun 2020 til 2034 að stefnt sé að gjaldtöku af umferð í jarðgöngum á Íslandi sem fjármagna eigi rekstur og viðhald ganganna sem og hluta framkvæmdakostnaðar nýrra jarðganga.

Margvíslegur þjóðfélagslegur ávinningur fylgir því að flýta slíkum framkvæmdum, s.s. aukið umferðaröryggi, stytting leiða með þeim jákvæðu umhverfisáhrifum sem því fylgja og betri og öruggari tengingar byggða og atvinnusvæða.

Í samvinnu innviðaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Vegagerðarinnar hefur verið unnið að mótun traustrar og hagfelldrar umgjarðar slíkra innviðaverkefna til framtíðar. Greiningar benda til þess að fýsilegast sé að halda utan um slík verkefni í opinberu hlutafélagi sem verði að fullu í eigu ríkisins. Þannig fæst skýr umgjörð og utanumhald um þessi verkefni. Lykilþáttur í starfsemi félagsins er að halda utan um fjármögnun verkanna, þ.m.t. innheimtu notkunargjalda. Eftir á þó að taka afstöðu til þess hvort rétt sé að það verði í einu slíku félagi eða fleirum.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Samgönguskrifstofa

irn@irn.is