Samráð fyrirhugað 20.07.2022—20.08.2022
Til umsagnar 20.07.2022—20.08.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 20.08.2022
Niðurstöður birtar

Drög stefnu í málefnum hönnunar og arkitektúrs

Mál nr. 132/2022 Birt: 20.07.2022
  • Menningar- og viðskiptaráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 20.07.2022–20.08.2022. Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Stefnan inniheldur framtíðarsýn og markmið sem ætlað er að auka lífsgæði, skapa verðmæti og auka sjálfbærni með markvissri áherslu á málefni hönnunar og arkitektúrs.

Framtíðarsýn stefnunnar er að hönnun og arkitektúr séu nýtt markvisst til að auka lífsgæði á Íslandi með áherslu á verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið í heild. Með því að nýta aðferðir hönnunar auka stjórnvöld og atvinnulíf gæði, bæta heilsu og mannlíf, skapa áhugaverð störf og hraða verðmætasköpun á ólíkum sviðum.

Leiðir að meginmarkmiðum stefnunnar um aukin lífsgæði og verðmætasköpun tengjast;

• verðmætasköpun sem byggir á hönnun og arkitektúr

• hagnýtingu hönnunar sem breytingaafls

• menntun framsækinna kynslóða

• sjálfbærri innviðauppbyggingu

• kynningu á íslenskri hönnun og arkitektúr.

Drög stefnu í málefnum hönnunar og arkitektúrs byggja á eldri stefnumótun sem fram fór árin 2011-2013 og stefnu sem í gildi var árin 2014-2018, drögum að nýrri stefnu sem kynnt var árið 2018 og umsögnum sem um þau bárust, niðurstöðum stefnumóts Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs sem fram fór í júní 2021 og umræðum og forgangsröðun rýnihópafundar sem boðað var til í byrjun júní 2022.

Kallað er eftir umsögnum og ábendingum um inntak, forgangsröðun og áherslur í stefnunni og fyrri aðgerðaáætlun hennar. Síðan verður unnið úr þeim ábendingum sem berast og að frekara samráði um nánari útfærslur aðgerða.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.