Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 25.7.–22.8.2022

2

Í vinnslu

  • 23.8.2022–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-133/2022

Birt: 25.7.2022

Fjöldi umsagna: 19

Áform um lagasetningu

Heilbrigðisráðuneytið

Sjúkrahúsþjónusta

Áform um breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 og lögum um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007, refsiábyrgð heilbrigðisstofnanna og rannsókn óvæntra atvika

Málsefni

Áformað er að festa í sérlög ákvæði um cumulativa og hlutlæga refsiábyrgð heilbrigðisstofnana og breytingar á rannsókn óvæntra atvika í heilbrigðisþjónustu.

Nánari upplýsingar

Áformað er að festa í sérlög ákvæði um cumulativa og hlutlæga refsiábyrgð heilbrigðisstofnana enda þykir ljóst að ákvæði hegningarlaga um refsiábyrgð lögaðila eigi ekki nægilega vel við þegar til athugunar eru alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu. Einnig er til athugunar hvort rétt sé að breyta lögum á þann veg að rannsókn óvæntra atvika fari fyrst og fremst fram hjá embætti landlæknis en ekki samtímis hjá lögreglu. Embætti landlæknis geti hins vegar kært mál til lögreglu þegar grunur er um stórkostlegt gáleysi eða ásetning. Eftir sem áður gæti lögregla, þegar tilefni er til, tryggt rannsóknarhagsmuni í upphafi máls, s.s. með haldlagningu gagna eða skýrslutökum.

Að auka gæði og bæta öryggi innan heilbrigðiskerfisins er viðvarandi verkefni. Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um öryggi sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna sem og stöðuna innan heilbrigðiskerfisins m.t.t. gæða heilbrigðisþjónustunnar. Með öryggi sjúklinga er almennt átt við að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætluð er til að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Með því að breyta reglum verður unnt að koma fram refsiábyrgð á hendur heilbrigðisstofnunum, fremur en einstaka heilbrigðisstarfsfólki, þegar óvænt atvik leiða til dauðsfalls eða stórfellds líkamstjóns, enda megi rekja atvikið til margra samverkandi þátta í starfsemi heilbrigðisstofnunar. Jafnframt er til athugunar að gera breytingar á reglum um tilkynningarskyldu og rannsókn óvæntra atvika þannig að hún fari fyrst og fremst fram hjá embætti landlæknis en ekki einnig hjá lögreglu. Embætti landlæknis geti hins vegar kært mál til lögreglu þegar grunur er um stórkostlegt gáleysi eða ásetning. Hins vegar er ekki ætlunin að breyta þeirri faglegu og starfsmannaréttarlegu ábyrgð sem heilbrigðisstarfsfólk í þessum tilvikum þarf að bera og getur komið fram í viðurlögum af hálfu vinnuveitanda eða embættis landlæknis, s.s. með áminningu, starfsmissi eða sviptingu réttinda. Þá er heldur ekki stefnt að breytingum á bótrétti sjúklinga vegna alvarlegra atvika.

Í áformunum er lagt upp með að auka öryggi sjúklinga með því að efla öryggismenningu innan heilbrigðiskerfisins og fækka óvæntum atvikum sem hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Jafnframt að bæta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna með því að skýra og auka réttaröryggi þeirra.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa sjúkrahúsa og sérþjónustu

hrn@hrn.is