Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 3.–17.8.2022

2

Í vinnslu

  • 18.8.2022–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-134/2022

Birt: 3.8.2022

Fjöldi umsagna: 1

Áform um lagasetningu

Forsætisráðuneytið

Æðsta stjórnsýsla

Áform um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019

Málsefni

Áformað er að breyta lögum um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019 til að bæta lagarammann um ákvarðanatöku á sviði fjármálaeftirlits og skýra valdsvið fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands.

Nánari upplýsingar

Með lögum nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands var eftirlit með fjármálastarfsemi flutt til Seðlabanka Íslands. Jafnframt voru gerðar breytingar á stjórnkerfi Seðlabankans. Þannig var m.a. lögfest að þrjár nefndir skyldu taka ákvarðanir um beitingu valdheimilda Seðlabankans varðandi peningastefnu og fjármálastöðugleika og á sviði fjármálaeftirlits.

Í meðförum þingsins var bætt við frumvarp það sem varð að lögum nr. 92/2019 ákvæði til bráðabirgða sem fól í sér að fyrir lok árs 2021 skyldi ráðherra flytja Alþingi skýrslu þriggja óháðra sérfræðinga á sviði peninga- og fjármálahagfræði og fjármálaeftirlits um reynsluna af starfi nefnda Seðlabanka Íslands eftir gildistöku laganna, m.a. með hliðsjón af skiptingu verkefna á milli fjármálastöðugleikanefndar og fjármálaeftirlitsnefndar.

Forsætisráðherra skipaði þann 9. júní 2021 nefnd sérfræðinga til að annast úttektina og skilaði nefndin skýrslu til ráðherra í nóvember 2021. Ráðherra flutti Alþingi skýrslu sína í lok janúar 2022.

Í maí 2022 skipaði ráðherra síðan starfshóp sem hafði það hlutverk að yfirfara tillögur úttektarnefndarinnar og setja fram tillögur til breytinga á lögum nr. 92/2019 þar að lútandi. Úrlausnarefnið var að innleiða að hluta þær umbótatillögur sem úttektanefndin setti fram í skýrslu sinni sem þjóna sem best því meginhlutverki Seðlabanka Íslands að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi.

Lagt er til að ákvæðum 15. gr. laga um Seðlabanka Íslands verði breytt þannig að seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar og að varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits verði staðgengill hans. Einnig er lagt til að ákvæðum 2. mgr. 3.gr. og 15. gr. laga um Seðlabanka Íslands verði breytt þannig að Seðlabanka Íslands verði falið að taka ákvarðanir sem faldar eru Fjármálaeftirlitinu samkvæmt lögum og stjórnvaldsfyrirmælum, en að fjármálaeftirlitsnefnd skuli taka nánar skilgreindar ákvarðanir sem teljast meiri háttar.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumála

sigurdur.o.gudleifsson@for.is