Samráð fyrirhugað 08.08.2022—29.08.2022
Til umsagnar 08.08.2022—29.08.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 29.08.2022
Niðurstöður birtar 18.01.2023

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um búsetu fyrir börn með miklar þroska- og geðraskanir, nr. 1038/2018

Mál nr. 139/2022 Birt: 08.08.2022 Síðast uppfært: 12.06.2023
  • Mennta- og barnamálaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Fjölskyldumál

Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um búsetu fyrir börn með miklar þroska- og geðraskanir, nr. 1038/2018 voru birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda þann 8. ágúst 2022. Frestur var þrjár vikur. Tvær umsagnir bárust, önnur frá Landssamtökunum Þroskahjálp og hin frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Fjallað er um úrvinnslu umsagna og niðurstöðu samráðs í meðfylgjandi niðurstöðuskjali.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 08.08.2022–29.08.2022. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 18.01.2023.

Málsefni

Mennta- og barnamálaráðuneyti kynnir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um búsetu fyrir börn með miklar þroska- og geðraskanir, nr. 1038/2018, vegna breytinga á lagaumhverfi.

Markmið reglugerðarinnar er að aðlaga gildandi reglugerð nr. 1038/2018, um búsetu fyrir börn með miklar þroska- og geðraskanir að breyttu lagaumhverfi, einkum að nýjum lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021 og nýjum lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021, sbr. jafnframt lög nr. 78/2022. Aðrar nýlegar breytingar á lagaumhverfi málaflokksins fólu í sér tilkomu nýrrar ríkisstofnunar, Barna- og fjölskyldustofu, sbr. lög nr. 87/2021.

Helstu breytingar sem felast í reglugerðinni:

1. Aðlögun að nýjum lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála og tengdum breytingum.

Tilkoma nýrra laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021 fela í sér breytingar á fyrirkomulagi leyfisveitinga fyrir velferðarþjónustu og er starfsemi allra einkaaðila sem fara með þjónustu sem lýtur eftirliti stofnunarinnar nú rekstrarleyfisskyld. Lögin fela jafnframt í sér breytt fyrirkomulag þegar kemur að eftirlit og hafa bæði ríki og sveitarfélög eftirlit með þeim úrræðum sem fjallað er um í reglugerðinni. Er því lagt til í reglugerðardrögunum að skýra hvað felist annars vegar í innra eftirliti sveitarfélaga með úrræðunum og hins vegar ytra eftirliti Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála með gæðum þeirrar þjónustu sem um ræðir. Þá er lagt til að árétta sérstaklega skyldu einkaaðila til að afla rekstrarleyfis áður en byrjað er að veita þjónustu sem og skyldu sveitarfélaga til að upplýsa Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála sem og Barna- og fjölskyldustofu um samninga sem það gerir við einkaaðila um rekstur þjónustu.

2. Aðlögun að nýjum lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og tengdum breytingum.

Ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021 og lög um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu, snemmtækur stuðningur), nr. 87/2022, fela í sér breytt lagaumhverfi þegar kemur að gerð stuðningsáætlana fyrir börn, þ.m.t. fyrir börn með miklar þroska- og geðraskanir og eru því lagðar til breytingar á reglugerðinni í því skyni að samræma ákvæði reglugerðarinnar að breyttu lagaumhverfi. Í því skyni eru einkum lagðar til breytingar sem miða að því að samræma hugtakanotkun og aðlaga ákvæði reglugerðarinnar sem tengjast gerð áætlana um þjónustu við barn eftir að það nær fullorðinsaldri.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Landssamtökin Þroskahjálp - 25.08.2022

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar er í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Reykjavíkurborg - 29.08.2022

Umsögn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

Viðhengi