Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.–22.8.2022

2

Í vinnslu

  • 23.8.–31.10.2022

3

Samráði lokið

  • 1.11.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-142/2022

Birt: 8.8.2022

Fjöldi umsagna: 1

Áform um lagasetningu

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Breytingar á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga (tilfærsla á innheimtu meðlaga)

Niðurstöður

Ein umsögn barst frá bæjarráði Ísafjarðarbæjar þar sem áréttuð er bókun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar um að staðið verði vörð um störf tengd innheimtu meðlaga í Ísafjarðarbæ. Tekið verður tillit til þessa við tilfærsluna en verkefnisáætlun ráðuneytisins vegna tilfærslunnar miðar að því að efla starfsemina á Ísafirði með því að auglýsa laus störf á þeirri starfsstöð.

Málsefni

Lagabreytingar sem miða að því innheimta meðlaga verði færð frá sveitarfélögum til ríkisins.

Nánari upplýsingar

Málefni Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafa verið til umfjöllunar í samskiptum ríkis og sveitarfélaga um langt skeið eða frá árinu 2002. Árið 2010 var gefin út skýrsla starfshóps um heildarendurskoðun á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem skipaður var af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að eðlilegt væri að verkefni Innheimtustofnunar yrðu færð til ríkisins, þar sem þau yrðu sameinuð öðrum innheimtukerfum ríkissjóðs. Skýr vilji er hjá sveitarfélögum í gegnum Samband íslenskra sveitarfélaga að verkefni Innheimtustofnunar verði færð til ríkisins, ekki síst vegna áhrifa reksturs stofnunarinnar á fjárhagsstöðu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Í júní 2021 var sett á fót verkefnisstjórn sem var falið það hlutverk að meta fýsileika á tilfærslu stofnunarinnar til ríkis og skila tillögum til ráðherra. Eitt af verkefnum verkefnisstjórnar var að fylgja eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á verkefnum stofnunarinnar og efnahag sem nú stendur yfir. Vinna verkefnastjórnar snýr ekki síst að því að meta fýsilega móttökuaðila innheimtunnar hjá ríkinu og svo einnig að greina fjárhagslegar tilfærslur, svo sem milli Jöfnunarsjóðs og móttökustofnunar við yfirfærslu verkefnisins. Með yfirfærslunni sem mælt er fyrir um í frumvarpinu er tryggð samfella í þjónustu við gjaldendur meðlaga á Íslandi, innheimta ríkisins er samræmd og réttaröryggi skuldara er bætt.

Ekki er gert ráð fyrir heildarendurskoðun á lagaumhverfi meðlaga að þessu sinni heldur er gert ráð fyrir að slík endurskoðun fari fram með móttökuaðila verkefnisins eftir að verkefnið hefur verið fært yfir til ríkisins.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa sveitarfélaga og byggðamála

irn@irn.is