Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 17.–31.8.2022

2

Í vinnslu

  • 1.9.2022–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-146/2022

Birt: 17.8.2022

Fjöldi umsagna: 43

Drög að stefnu

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Drög að tónlistarstefnu

Málsefni

Stefnan inniheldur framtíðarsýn og markmið í málefnum tónlistar til ársins 2030 og er ætlað að styðja við tónlistarsköpun og blómlegt tónlistarlíf á landinu öllu.

Nánari upplýsingar

Stefnudrög þessi eru mótuð af menningar- og viðskiptaráðuneytinu með aðkomu mennta- og barnamálaráðuneytis og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis og í nánu samstarfi við hag- og fagaðila.

Um er að ræða fyrstu opinberu stefnu á sviði tónlistar á Íslandi.

Stefnan inniheldur framtíðarsýn og markmið tónlistar til ársins 2030 auk aðgerða sem mótaðar hafa verið sem liður í að ná tilsettum markmiðum. Aðgerðaáætlun stefnunnar verður í tveimur hlutum. Fyrri hluti, sem kynntur er í stefnudrögunum, gildir fyrir árin 2023-2026. Aðgerðaráætlun sem gilda mun árin 2027-2030 verður mótuð síðar.

Grunnur að tónlistarstefnu var lagður með skýrslu starfshóps um Tónlistarmiðstöð frá árinu 2021. Í framhaldinu var haldinn stefnumótunarfundur með hag- og fagaðilum innan tónlistar auk þess sem leitað var eftir endurgjöf og tillögum frá fjölbreyttum stofnunum og félögum.

Mikilvægt er að almenn sátt sé um þá stefnu sem er mörkuð í málefnum tónlistar og að stjórnvöld hafi sem besta innsýn inn í ólík sjónarmið. Með birtingu í Samráðsgátt gefst tækifæri til enn breiðara samráðs og því er hér kallað er eftir umsögnum um innihald, áherslur og aðgerðir þær sem lagðar eru til í þessum drögum. Í framhaldinu verður unnið úr þeim ábendingum sem berast og lokaútgáfa stefnunnar og fyrri aðgerðaáætlun lögð fram.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

mvf@mvf.is