Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 17.8.–1.9.2022

2

Í vinnslu

  • 2.–7.9.2022

3

Samráði lokið

  • 8.9.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-147/2022

Birt: 17.8.2022

Fjöldi umsagna: 13

Áform um lagasetningu

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (rafvæðing smábáta)

Niðurstöður

Sjá niðurstöðuskjal.

Málsefni

Áform um lagasetningu snúa að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða sem mynda eiga hvata til rafvæðingar smábáta á strandveiðum.

Nánari upplýsingar

Áform um lagasetningu snúa að því að leggja til ákvæði til bráðabirgða í lög nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, þannig að þeim smábátum eða minni fiskiskipum sem knúin eru eingöngu rafmagni verði heimilt að sækja um að landa 750 kg, í þorskígildum talið, af kvótabundnum tegundum í hverri veiðiferð á strandveiðum á fiskveiðiárinu 2022/2023 í stað 650 kg í hverri veiðiferð. Þannig gætu eigendur smábáta eða minni fiskiskipa séð hvata til þess að fjárfesta í nýjum bátum eða skipum eða gera breytingar á bátum og skipum sínum þannig að þau gangi fyrir rafmagni með drifrafhlöðum í stað jarðefnaeldsneytis. Frumvarpið fellur vel að meginmarkmiðum málefnasviðs sjávarútvegs um sjálfbæra auðlindanýtingu, verðmætasköpun og kolefnishlutleysi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa sjávarútvegs

mar@mar.is