Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 17.8.–2.9.2022

2

Í vinnslu

  • 3.9.2022–

Samráði lokið

Mál nr. S-149/2022

Birt: 17.8.2022

Fjöldi umsagna: 2

Áform um lagasetningu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 (geymsla koldíoxíðs)

Málsefni

Uppfæra þarf nokkur ákvæði laganna í VI. kafla A um geymslu koldíoxíðs í jörðu. Breytingarnar eru nauðsynlegar til að samræma orðalag þeirra við tilskipun 2009/31/EB um geymslu koldíoxíðs í jörðu.

Nánari upplýsingar

Um er að ræða breytingar á VI. kafla A um geymslu koldíoxíðs í jörðu sem eru nauðsynlegar til að samræma orðalag kaflans við tilskipun ESB 2009/31/EB um geymslu koldíoxíðs í jörðu og tryggja fullnægjandi innleiðingu tilskipunarinnar.

Með lögum nr. 12/2021 sem breyttu lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, var tilskipun 2009/31/EB innleidd að fullu í íslenskan rétt. Að mati framkvæmdastjórnar ESB og Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) getur notkun á orðinu „niðurdæling“ í stað „geymslu“ eins og gert var í lögum nr. 12/2021 leitt til misskilnings auk þess sem orðalagið er ekki í samræmi við orðalag tilskipunarinnar. Af því tilefni fór umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytið þess á leit við umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að nefndin legði fram frumvarp þar sem lögð var til breyting á orðalagi laga nr. 12/2021 og tekin út tilvísun í niðurdælingu á koldíoxíði í stað geymslu á koldíoxíði. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi þann 15. júní 2022, sbr. lög nr. 67/2022.

Í sumar bárust frekari ábendingar og athugasemdir frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um að orðalag VI. kafla A um geymslu koldíoxíðs í jörðu væri enn ekki í fullu samræmi við orðalag tilskipunarinnar og því er nauðsynlegt að leggja til efnisbreytingar á nokkrum ákvæðum VI. kafla A í lögum nr. 7/1998. Helstu atriðin sem ESA hefur bent á eru að setja verði skýrari mörk milli umfjöllunar um könnunarleyfi og starfsleyfi sem fjallað er um í 33. gr. c. Einnig þarf að uppfæra orðalag í 1. mgr. 33. gr. g. þar sem fjallað er um flutning ábyrgðar á geymslusvæði eftir að því hefur verið lokað sem og í 33. gr. h. sem fjallar um aðgang þriðja aðila að flutningskerfi auk nokkurra annarra atriða.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa loftslagsmála

urn@urn.is