Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 25.8.–8.9.2022

2

Í vinnslu

  • 9.9.2022–20.7.2023

3

Samráði lokið

  • 21.7.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-154/2022

Birt: 25.8.2022

Fjöldi umsagna: 1

Drög að frumvarpi til laga

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Vinnumarkaður og atvinnuleysi

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, (desemberuppbót)

Niðurstöður

Hinn 25. ágúst 2022 voru drög að frumvarpinu kynnt í opnu umsagnarferli í samráðsgátt stjórnvalda þar sem almenningi gafst kostur á að koma á framfæri athugasemdum við drögin. Ein umsögn barst í samráðsgáttina. Frumvarpið var ekki lagt fram á Alþingi.

Málsefni

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar sem og drög að reglugerð um desemberuppbætur á grunnatvinnuleysisbætur.

Nánari upplýsingar

Samkvæmt gildandi lögum er gert ráð fyrir að ráðherra sé heimilt að ákveða í reglugerð að greiddar séu desemberuppbætur til þeirra sem teljast tryggðir samkvæmt lögunum að fengnu samþykki ríkisstjórnar hverju sinni. Á undanförnum árum hafa slíkar reglugerðir verið birtar ár hvert þar sem kveðið hefur verið á um greiðslu desemberuppbóta til þeirra sem teljast tryggðir samkvæmt lögunum. Reglugerðirnar hafa verið settar samkvæmt heimild í 3. mgr. 33. gr. laganna en í lokamálslið ákvæðisins kemur fram að ráðherra sé „heimilt að ákveða í reglugerð, að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar, að greiddar séu sérstakar desemberuppbætur á grunnatvinnuleysisbætur í lok hvers árs að uppfylltum nánar tilteknum skilyrðum.“

Með frumvarpi þessu er lagt til að í lögunum verði skýrt kveðið á um að greiða skuli desemberuppbætur á grunnatvinnuleysisbætur þannig að ekki leiki vafi á að slíkar uppbætur verði greiddar á ári hverju, enda séu tiltekin skilyrði uppfyllt, en gert er ráð fyrir að ráðherra setji reglugerð með nánari skilyrðum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa vinnumarkaðar

frn@frn.is