Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 31.8.–12.9.2022

2

Í vinnslu

  • 13.9.2022–2.7.2023

3

Samráði lokið

  • 3.7.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-156/2022

Birt: 31.8.2022

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017

Niðurstöður

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017 birtist í Samráðsgátt stjórnvalda 31. ágúst 2022 og frestur til að skila umsögnum var til 12. september sama ár. Engin umsögn barst vegna frumvarpsins. Frumvarpið var lagt fyrir Alþingi á 153. löggjafarþingi og tók lagabreytingin gildi 7. janúar 2023.

Málsefni

Innviðaráðuneytið birtir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu eru annars vegar lagðar til breytingar á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017 vegna fyrirhugaðrar innleiðingar Reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/1055 frá 15. júlí 2020 um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 1071/2009, (EB) nr. 1072/2009 og (ESB) nr. 1024/2012 að því er varðar að aðlaga þær að þróun sem orðið hefur á sviði flutninga á vegum. Hins vegar er með frumvarpinu lagt til að gerðar verði breytingar til einföldunar á ákvæðum laganna er varða leyfisveitingar.

Með reglugerð (ESB) 2020/1055 hefur gildissvið reglna sem gilda um farmflutninga á landi verið útvíkkað svo þær taka nú til farmflutninga á vegum milli ríkja með ökutækjum sem eru yfir 2,5 tonn að leyfðri heildarþyngd en ekki aðeins um ökutæki sem eru yfir 3,5 að leyfðri heildarþyngd líkt og verið hefur. Þar sem lög nr. 28/2017 ekki um farmflutninga á landi með ökutækjum sem eru 3,5 tonn eða minna að leyfðri heildarþyngd er nauðsynlegt að breyta gildissviðsákvæði laganna svo innleiða megi reglugerð (ESB) 2020/1055.

Gildandi lög um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017 ráð fyrir þrenns konar leyfum til farþegaflutninga sem gefin eru út af Samgöngustofu, þ.e. almennu rekstrarleyfi til farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni með bifreiðum sem eru skráðar fyrir níu farþega eða fleiri, leyfi til farþegaflutninga með sérútbúnum bifreiðum sem rúma færri farþega en níu og loks ferðaþjónustuleyfi til farþegaflutninga með bifreiðum sem rúma færri farþega en níu. Breytingar sem lagðar eru til í þessu frumvarpi gera ráð fyrir því að ekki verði lengur gefin út leyfi til reksturs sérútbúinna bifreiða eða ferðaþjónustuleyfi. Þessi í stað gefi Samgöngustofa aðeins út eina tegund leyfa til farþegaflutninga eða farmflutninga skv. lögunum en leyfi verði skilyrt og bundin við tiltekna tegund flutninga.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

irn@irn.is