Samráð fyrirhugað 07.09.2022—30.09.2022
Til umsagnar 07.09.2022—30.09.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 30.09.2022
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir - uppfærð drög

Mál nr. 159/2022 Birt: 07.09.2022
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Lyf og lækningavörur

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 07.09.2022–30.09.2022. Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Drög að nýrri reglugerð um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir voru birt í samráðsgátt stjórnvalda frá 14. mars til 11. apríl 2022 og bárust 6 umsagnir. Hér eru lögð til umsagnar uppfærð drög.

Helstu breytingar sem gerðar voru á drögunum eru eftirfarandi:

· 2. gr. – Orðlag greinarinnar gert skýrar.

· 3. gr. – Lyfjaskömmtunarfyrirtækin felld undir skilgreiningu um lyfjabúð.

· 11. gr. – Lán og sala lyfja milli lyfjabúða heimiluð með skilyrðum þ.á m. skyldu að það sé skráð í atvikaskrá.

· 19. gr. - Bætt við stafliðum sem tilgreina hvað fellst í innra eftirliti sem lyfsöluleyfishafi þarf að framkvæma hjá verktökum sem hann semur við um vörusendingar á lyfjum.

· 26. gr. – Samskipti í gegnum síma bætt við sem samskiptaleið við lyfjabúðir sem selja lyf í fjarsölu.

· 30. gr. - Lyfjaútibúum var fjölgað úr tveimur í þrjú með mismunandi þjónustustigi.

· 31. gr. – Ákvæði um útgáfu leyfa fyrir lyfjaútibúum breytt.

· Bráðabirgðaákvæði felld brott.

Tengd mál

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.