Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.–23.9.2022

2

Í vinnslu

  • 24.9.2022–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-160/2022

Birt: 8.9.2022

Fjöldi umsagna: 4

Drög að frumvarpi til laga

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Örorka og málefni fatlaðs fólks

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð

Málsefni

Kveðið er á um réttindaávinnslu og ákvörðun réttinda umsækjenda um örorku- og endurhæfingarlífeyri á grundvelli tryggingartíma. Lögð er til breytt röðun á köflum og ákvæðum laga um almannatryggingar.

Nánari upplýsingar

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, og lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, með síðari breytingum.

Breytingarnar varða aðallega réttindaávinnslu og ákvörðun réttinda umsækjenda um örorku- og endurhæfingarlífeyri á grundvelli tryggingartíma og ætlaðra tímabila til framtíðar. Óbreytt er grunnskilyrði almannatryggingalaga um þriggja ára tímabil tryggingarverndar (búsetu) til að öðlast rétt til örorkulífeyris en miðað er við það tímamark þegar örorkan er metin í fyrsta sinn. Lagt er til ívilnandi frávik þegar um er að ræða einstaklinga sem voru tryggðir samkvæmt lögunum við 18 ára aldur og metnir til a.m.k. 75% örorku frá sama tíma og einnig þegar um er að ræða endurkomu einstaklinga sem áður hafa verið tryggðir samkvæmt lögunum og eiga hér geymd réttindi. Í því tilviki verði unnt að nálgast réttindin eftir eitt ár. Einnig er óbreytt að tímabil til framtíðar eru tekin með í reikninginn að fullu við ákvörðun örorkulífeyris, þ.e. tímabilið frá örorkumati fram til ellilífeyrisaldurs.

Þá er lagt til að skilyrði endurhæfingarlífeyris verði 12 mánaða lögheimili samfellt áður en greiðslur geta hafist í stað þess að vísað sé til ákvæða um skilyrði fyrir örorkulífeyri í lögum um almannatryggingar.

Einnig eru lagðar til nokkrar frekari breytingar, t.d. um skipun forstjóra, verkefni úrskurðarnefndar velferðarmála og hugtakanotkun samræmd.

Lögð er til breytt röðun á köflum og ákvæðum laga um almannatryggingar og á númerum lagagreina með það að markmiði að lögin verði aðgengilegri, einfaldari og skýrari aflestrar án þess þó að um miklar efnislegar breytingar sé að ræða. Þannig er sumum ákvæðum laganna skipt upp í nokkur smærri ákvæði, þannig að t.d. sérstök ákvæði verða um fjárhæðir greiðslna, tekjugrunn og áhrif tekna, einnig eru kaflar færðir til, nýjum köflum er bætt við og öðrum er skipt upp. Þá eru einstaka greinar færðar til innan sama kafla eða fluttar í aðra kafla laganna. Þannig verða ákvæði um ellilífeyri í einum kafla og ákvæði um örorkulífeyri og tengdar greiðslur í öðrum kafl. Endurröðun ákvæða og skýrari framsetning er talin auðvelda frekari breytingar á löggjöf um örorku- og ellilífeyriskerfi almannatrygginga sem stefnt er að.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa félags- og lífeyrismála

agust.thor.sigurdsson@frn.is