Samráð fyrirhugað 09.09.2022—07.10.2022
Til umsagnar 09.09.2022—07.10.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 07.10.2022
Niðurstöður birtar

Drög að þýðingu framseldrar reglugerðar (ESB) 2021/2139 sem fastsetur tvö tæknileg matsviðmið í reglugerð (ESB) 2020/852 (EU Taxonomy)

Mál nr. 161/2022 Birt: 09.09.2022 Síðast uppfært: 09.09.2022
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit og neytendamál
  • Umhverfismál
  • Orkumál
  • Landbúnaður

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 09.09.2022–07.10.2022. Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Reglugerðin tæknileg matsviðmið til að ákvarða við hvaða skilyrði atvinnustarfsemi telst stuðla verulega að mildun loftslagsbreytinga eða aðlögun að loftslagsbreytingum.

Með reglugerð (ESB) 2020/852 (EU Taxonomy) er fastsettur almennur rammi til að ákvarða hvort atvinnustarfsemi uppfyllir skilyrði til að teljast umhverfislega sjálfbær í þeim tilgangi að ákveða að hve miklu leyti fjárfesting er umhverfislega sjálfbær. Frumvarp til innleiðingar á reglugerðinni verður lagt fram á haustþingi. Samkvæmt reglugerðinni ber framkvæmdastjórn ESB að útfæra nánar tæknileg matsviðmið til að ákveða við hvaða skilyrði tiltekin atvinnustarfsemi telst stuðla verulega að einu eða fleiri umhverfismarkmiðum reglugerðarinnar skv. 9. gr. hennar og hvort sú atvinnustarfsemi veldur umtalsverðu tjóni á öðrum umhverfismarkmiðum hennar.

Með framseldri reglugerð (ESB) 2021/2139 eru fastsett tæknileg matsviðmið til að ákvarða við hvaða skilyrði atvinnustarfsemi telst stuðla verulega að tveimur þessara markmiða, þ.e. mildun loftslagsbreytinga eða aðlögun að loftslagsbreytingum og til að ákvarða hvort þessi atvinnustarfsemi veldur umtalsverðu tjóni á einhverjum öðrum almennum umhverfismarkmiðum. Reglugerðin var samþykkt í júní 2021 og kom til framkvæmda í Evrópusambandinu 1. janúar 2022. Stefnt er að því að innleiða reglugerðina í íslenskan rétt samhliða móðurgerðinni.

Drög að þýðingu á reglugerð (ESB) 2021/2139 eru nú birt í Samráðsgátt stjórnvalda. Haghöfum gefst því kostur á að koma að athugasemdum og ábendingum varðandi þýðingu og hugtakanotkun.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.