Samráð fyrirhugað 12.09.2022—03.10.2022
Til umsagnar 12.09.2022—03.10.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 03.10.2022
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um Brunamálaskólann

Mál nr. 162/2022 Birt: 12.09.2022
  • Innviðaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Sveitarfélög og byggðamál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 12.09.2022–03.10.2022. Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Innviðaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um Brunamálaskólann

Ráðherra skipaði í lok apríl 2021 starfshóp um málefni Brunamálaskólans. Markmið hópsins var að fylgja eftir tillögum starfshóps sem skipaður var til að greina núverandi stöðu brunamála, kanna skipulega viðhorf og úrbótatillögur helstu sérfræðinga og hagsmunaaðila málaflokksins og gera tillögur að úrbótum er varða brunamál. Helstu verkefni hópsins voru að móta framtíðarsýn og stefnu Brunamálaskólans, endurskrifa reglugerð um skólann og huga að tengingu hans við skólakerfi. Árið 2010 voru gerðar nokkuð miklar breytingar á lögum um brunavarnir nr. 75/2000, sérstaklega hvað varðar rekstrarform Brunamálaskólans, sem rekinn er af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Því var nauðsynlegt að breytingar yrðu gerðar á núgildandi reglugerð nr. 792/2001 um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna, til samræmis við lagabreytingarnar. Ofangreindur starfshópur hefur skilað af sér tillögum og er niðurstaða starfshópsins að núgildandi reglugerð nr. 792/2001 um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna verði felld brott og að ný reglugerð verði sett sem mæli fyrir um starfsemi skólans. Lagt er til að reglugerðin beri heitið ,,Reglugerð um Brunamálaskólann“. Stærstu breytingarnar sem starfshópurinn leggur til varða stjórn og skipulag Brunamálaskólans og eru tillögurnar í samræmi við fyrrnefndar lagabreytingar sem gerðar voru árið 2010, þannig að í stað skólaráðs skipi ráðherra fjögurra manna fagráð sem verður Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til ráðgjafar um fagleg málefni Brunamálaskólans. Með þessum breytingum er ekki lengur gerð krafa til þess að ráðinn sé sérstakur skólastjóri heldur er rekstur skólans á forræði brunavarnasviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar sem ber ábyrgð á fjármálum og rekstri skólans. Í tillögu að nýrri reglugerð er einnig fallið frá kaflanum um réttindi og skyldur slökkviliðsmanna og gert ráð fyrir að önnur lög og reglugerðir kveði á um slík atriði.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.