Samráð fyrirhugað 13.09.2022—27.09.2022
Til umsagnar 13.09.2022—27.09.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 27.09.2022
Niðurstöður birtar

Breyting á lögum um Orkuveitu Reykjavíkur

Mál nr. 163/2022 Birt: 13.09.2022
  • Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Orkumál
  • Umhverfismál
  • Sveitarfélög og byggðamál
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla
  • Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 13.09.2022–27.09.2022. Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Umhverfis,- orku og loftslagsráðuneytið kynnir áform um breytingu á lögum um Orkuveitu Reykjavíkur.

Í desember 2019 var á eigendafundi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkt að stofnað yrði opinbert hlutafélag, CarbFix ohf., um þá starfsemi sem áður var rekin innan OR um varanlega bindingu koldíoxíðs í bergi.

Mikill áhugi er á því að nýta aðferðafræði Carbfix víða um heim og stendur vilji til þess að stofnuð verði sérstök félög um hvert verkefni, jafnvel með eignaraðild samstarfsaðila hverju sinni, m.a. í þeim tilgangi að takmarka áhættu CarbFix ohf. af hverju verkefni. Stjórn Carbfix ohf. telur því æskilegt, eigi hugmyndir félagsins um framtíðarnýtingu tækninnar fram að ganga, að stofna hefðbundið hlutafélag, Carbfix hf., um rekstur tækninnar. Að mati stjórnar Carbfix er möguleiki á samstarfi um einstök verkefni með þátttöku og eignaraðild ytri samstarfsaðila. Núverandi félagsform muni ekki eitt og sér nægja til að til slíkrar eignaraðildar geti komið því félagsform Carbfix ohf. útilokar að aðrir fjárfestar en opinberir aðilar geti lagt félaginu áhættufé. Opinbert hlutafélag sem félagsform takmarkar auk þess möguleika til að sækja um og afla styrkja, m.a. frá Evrópusambandinu og Rannís.

Í 1. mgr. 2. gr. laga um Orkuveitu Reykjavíkur nr. 136/2013 er kveðið á um að OR sé heimilt að eiga dótturfélög og eiga hlut í félögum. Í 2. mgr. 2. gr. er fjallað um hlutverk og heimildir fyrirtækisins. Þar kemur fram skilyrði um að önnur starfsemi OR sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað fyrirtækjanna, sem og iðnþróun og nýsköpun, þurfi að tengjast kjarnastarfsemi fyrirtækisins.

Einnig hefur Orkuveita Reykjavíkur bent á að þörf sé á heimild til vinnslu persónuupplýsinga í lög um Orkuveitu Reykjavíkur.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.