Alls bárust átta umsagnir. Upplýsingar um viðbrögð við ábendingum eru að finna í skjali um niðurstöður samráðs.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 13.09.2022–09.10.2022.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 11.11.2022.
Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs upplýsingastefnu stjórnvalda sem er ætlað að endurspegla gildi opinnar og vandaðrar stjórnsýslu og skilgreina megináherslur við miðlun og meðhöndlun upplýsinga.
Í upplýsingastefnu stjórnvalda eru sett fram leiðarljós, meginmarkmið og helstu áherslur stjórnvalda við miðlun upplýsinga. Stefnan á að vera leiðbeinandi fyrir öll stjórnvöld: ráðuneyti í Stjórnarráði Íslands, stjórnsýslunefndir, sveitarfélög og aðrar opinberar stofnanir.
Leiðarljós stefnunnar er að stjórnvöld viðhafi gagnsæja stjórnarhætti þar sem almenningur hefur aðgang að skýrum, traustum og áreiðanlegum upplýsingum um starfsemi stjórnvalda og opinber málefni.
Í stefnunni eru sett fram þrjú meginmarkmið:
1. Gagnsæi í störfum stjórnvalda.
2. Öflug miðlun upplýsinga.
3. Greiður aðgangur að upplýsingum.
Kveðið er á um upplýsingastefnu stjórnvalda í ákvæði 3. mgr. 13. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Ákvæðið kveður á um að mörkuð skuli upplýsingastefna til fimm ára í senn í samráði við almenning, Blaðamannafélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, skjalaverði opinberra skjalasafna og háskóla- og vísindasamfélagið. Þar eigi meðal annars að hafa að leiðarljósi að mæta þörfum lýðræðislegs samfélags fyrir vandaðar og áreiðanlegar upplýsingar.
Hjálögð er umsögn Borgarskjalasafns Reykjavíkur um upplýsingastefnu stjórnvalda
ViðhengiUmsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar er í viðhengi
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn ÖBÍ réttindasamtaka.
ViðhengiMeðfylgjandi eru umsögn mín um upplýsingastefnu stjórnvalda.
"Til þess að upplýsingastefna stjórnvalda nái markmiðum sínum er mikilvægt að skilgreina vel öll þau lykilhugtök sem eru notuð og hugtökin þarf að nota með faglegum hætti. Einnig er mjög mikilvægt að stjórnvöld marki sér stefnu í gagnaöflun og vinnslu svo öll börn og foreldrar þeirra séu sýnileg. Ef þessi hópur barna og foreldra verður ósýnilegur þá missir hann réttindi, nýtur ekki mannréttinda og er líklegri til að búa í fátækt. Nú er tækifæri til að breyta, að nota hugtök með faglegum hætti að breyta gagnaöflun stjórnvalda svo allir hópar verði sýnilegir og njóti réttindi til jafns við aðra."
ViðhengiMjög virðist misjafnt hvort stofnanir, embætti eða aðrar rekstrareiningar ríkis og sveitarfélaga birti lista með nöfnum, starfs- eða stöðuheitum og starfsstöðvum starfsmanna sinna, ef þær eru fleiri en ein, á vefjum sínum. Sumar stofnanir birta nafn, myndir, netföng, jafnvel beinan síma hjá viðkomandi sem teljast verður til fyrirmyndar þótt líklega henti ekki alltaf að birta þessar upplýsingar allar en hjá öðrum stofnunum er ekkert að finna um hverjir starfa hjá viðkomandi stofnun og ekki einu sinni fjöldi starfsmanna.
Eðlilegt verður að teljast að samræmi ríki um birtingar og aðgengi að a.m.k. lágmarksupplýsingum sem þessum hjá stofnunum og embættum opinberra aðila. Því er hvatt til að mælt sé fyrir um þær í almennum tilmælum í væntanlegri upplýsingastefnu stjórnvalda og hlutaðeigandi gert að birta þessar upplýsingar nema ríkir hagsmunir standi því í vegi að mati þess ráðuneytis sem starfsemi heyrir undir og rökstuðningur þá birtur fyrir því.
Í þessum upplýsingum geta falist gagnlegar upplýsingar fyrir almenning, hagsmunasamtök, fræðafólk, skattgreiðendur o.fl. og haft þýðingu, t.d. um fjölda starfsmanna, kynjaskiptingu, fyrir umsækjendur um störf o.fl. Ekki verður séð að persónuvernd eiga að standa þessu í vegi. Verður að telja hagsmuni þeirra sem að framan eru taldir af að geta nálgast vitneskjum um hverjir starfa hjá tiltekinni stofnun eða embætti séu ríkari en hagsmunir stofnunarinnar eða starfsmanna hennar af að láta hjá líða að birta þessar upplýsingar og veitir þeim eðlilegt aðhald.
Virðingarfyllst,
Jónas. B. Guðmundsson