Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 13.9.–9.10.2022

2

Í vinnslu

  • 10.10.–10.11.2022

3

Samráði lokið

  • 11.11.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-164/2022

Birt: 13.9.2022

Fjöldi umsagna: 8

Drög að stefnu

Forsætisráðuneytið

Æðsta stjórnsýsla

Drög að upplýsingastefnu stjórnvalda

Niðurstöður

Alls bárust átta umsagnir. Upplýsingar um viðbrögð við ábendingum eru að finna í skjali um niðurstöður samráðs.

Málsefni

Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs upplýsingastefnu stjórnvalda sem er ætlað að endurspegla gildi opinnar og vandaðrar stjórnsýslu og skilgreina megináherslur við miðlun og meðhöndlun upplýsinga.

Nánari upplýsingar

Í upplýsingastefnu stjórnvalda eru sett fram leiðarljós, meginmarkmið og helstu áherslur stjórnvalda við miðlun upplýsinga. Stefnan á að vera leiðbeinandi fyrir öll stjórnvöld: ráðuneyti í Stjórnarráði Íslands, stjórnsýslunefndir, sveitarfélög og aðrar opinberar stofnanir.

Leiðarljós stefnunnar er að stjórnvöld viðhafi gagnsæja stjórnarhætti þar sem almenningur hefur aðgang að skýrum, traustum og áreiðanlegum upplýsingum um starfsemi stjórnvalda og opinber málefni.

Í stefnunni eru sett fram þrjú meginmarkmið:

1. Gagnsæi í störfum stjórnvalda.

2. Öflug miðlun upplýsinga.

3. Greiður aðgangur að upplýsingum.

Kveðið er á um upplýsingastefnu stjórnvalda í ákvæði 3. mgr. 13. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Ákvæðið kveður á um að mörkuð skuli upplýsingastefna til fimm ára í senn í samráði við almenning, Blaðamannafélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, skjalaverði opinberra skjalasafna og háskóla- og vísindasamfélagið. Þar eigi meðal annars að hafa að leiðarljósi að mæta þörfum lýðræðislegs samfélags fyrir vandaðar og áreiðanlegar upplýsingar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Þátttakendum í þessu samráðsferli var þó heimilt að óska eftir því að efni umsagnar og nafn sendanda birtist ekki í gáttinni.

Umsjónaraðili

Skrifstofa stjórnskipunar og stjórnsýslu

for@for.is