Umsagnarfrestur er liðinn (14.09.2022–28.09.2022).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Í frumvarpsdrögum er lögð til breyting á raforkulögum sem ætlað er að skýra betur gjaldskrárheimildir dreifiveitna.
Í frumvarpsdrögum er lögð til breyting á raforkulögum nr. 65/2003 sem ætlað er að skýra betur lagaheimild dreifiveitna til að haga gjaldskrá sinni þannig að almennir notendur dreifikerfisins beri ekki kostnað ef tengingar nýrra viðskiptavina við kerfið valda viðbótarkostnaði sem bundinn er við þá tenginu. Með því verði tryggt að ekki leiki vafi á um forsendur gjaldtöku vegna þess viðbótarkostnaðar sem til fellur við tenginguna. Samráð um áform um lagasetninguna fór ekki fram sökum þess að aðkallandi er að taka af öll tvímæli um heimild dreifiveitna til að innheimta viðbótarkostnað sem fjallað er um í þessu frumvarpi. Sjá nánar greinargerð með frumvarpinu.
Vinsamlegast sjá umsögn Landverndar í viðhengi.
ViðhengiÉg tel að skoða þurfi skoða þessa lagasetningu í samhengi við þá neytendavernd sem er megintilgangur 3ja orkupakkans. Þarna er verið opna á þann möguleika að heimili í landinu borgi kerfisframlag að fullu á meðan stórfyrirtæki mögulega sleppa við kerfisframlag. Í greinagerðinni er ekkert minnst á þau heimili sem ekkert aðgengi hafa að dreifikerfum.
Vinsamlegast sjá frekari umsögn í viðhengi.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins um drög að frumvarpi að breytingu á raforkulögum nr. 65/2003, mál. nr. 165/2022.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Landsvirkjunar.
ViðhengiSjá í viðhengi umsögn Bændasamtaka Íslands.
Viðhengi