Samráð fyrirhugað 14.09.2022—12.10.2022
Til umsagnar 14.09.2022—12.10.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 12.10.2022
Niðurstöður birtar 01.11.2022

Drög að reglugerð um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota

Mál nr. 166/2022 Birt: 14.09.2022 Síðast uppfært: 01.11.2022
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Lyf og lækningavörur

Niðurstöður birtar

Engar umsagnir bárust

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 14.09.2022–12.10.2022. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 01.11.2022.

Málsefni

Drög að nýrri reglugerð um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota.

Meðfylgjandi reglugerðardrög fjalla um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota sem koma á í stað reglugerðar nr. 212/1998.

Helsta breyting frá núgildandi reglugerð er að lagt er til að einstaklingar geti flutt til landsins almenn lyf frá öðru EES landi sem svarar til árs notkunar, í stað 100 daga skammt, enda séu þau fengin með lögmætum hætti og læknisvottorði eða lyfjaávísun er framvísað. Innflutningur lyfja frá löndum utan EES helst óbreyttur, þ.e. 100 daga skammtur.

Í núgildandi reglugerð er einstaklingi heimilaður innflutningur á ávana- og fíknilyfjum sem svarar til 10 daga notkunar. Í drögunum er miðað við allt frá 7 daga upp í 30 daga skammt, allt eftir búsetustöðu og uppruna lyfjanna, sjá 5. gr.

Lagt er til áframhaldandi bann við póst- og vörusendingum með ávana- og fíknilyf og lyf og lyfjavirk efni sem eru á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunar, sbr. 5. og 6. gr.

Lagt er til að einstaklingi sé heimilt að flytja inn almenn lyf með póst- og vörusendingu frá löndum innan EES, þ.e. allt að 100 daga notkunarskammti en að óheimilt sé að flytja inn lyf frá löndum utan EES, sbr. 2. mgr. 4. gr.

Að lokum er lagt til í 7. gr. að Lyfjastofnun sé heimilt að veita undanþágur frá ákvæðum reglugerðarinnar þegar sýnt er fram á að takmarkanir á heimild til innflutnings á lyfjum til eigin nota stofni heilsu eða lífi einstaklings í hættu. Ef um er að ræða ávana- og fíknilyf skal undanþága frá Lyfjastofnun liggja fyrir áður en einstaklingur kemur með lyfið til landsins.