Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.–23.9.2022

2

Í vinnslu

  • 24.9.–22.11.2022

3

Samráði lokið

  • 23.11.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-167/2022

Birt: 14.9.2022

Fjöldi umsagna: 2

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (kaupréttir, mútubrot o.fl.)

Niðurstöður

Fjármála- og efnahagsráðuneytið fyrirhugar frekara samráð við samningu frumvarpsins, m.a. við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Jafnframt er fyrirhugað að birta drög að frumvarpi til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda í byrjun október 2022.

Málsefni

Meginefni fyrirhugaðs frumvarps felur í sér ýmsar nauðsynlegar breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld.

Nánari upplýsingar

Áformað er að leggja fram frumvarp þar sem lagðar verða til ýmsar nauðsynlegar breytingar á lögum um skatta og gjöld. Hér er m.a. um að ræða ákvæði um kauprétti í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, erfðafjárskýrslur, lækkun skráðrar losunar koltvísýrings (CO2) í tilviki húsbíla, og breytingar og samræmingu vegna breytinga sem átt hafa sér stað í öðrum lögum. Helstu fyrirhuguðu breytingar koma fram áformaskjali.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála

fjr@fjr.is