Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.9.–6.10.2022

2

Í vinnslu

  • 7.10.–20.12.2022

3

Samráði lokið

  • 21.12.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-170/2022

Birt: 22.9.2022

Fjöldi umsagna: 4

Annað

Dómsmálaráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Reglur um störf ráðgjafa nauðungarvistaðra

Niðurstöður

Alls bárust fjórar umsagnir, frá Landspítala, Geðhjálp, Öryrkjabandalagi Íslands og einstaklingi. Flestar vörðuðu ákvæði sem er í 2. gr. reglnanna um undanþágu frá samskiptum hins nauðungarvistaða við ráðgjafa ef ástand hans er metið þannig af vakthafandi lækni að það hafi enga þýðingu, og er þar vísað til ákvæðis 2. mgr. 27. gr. lögræðislaga. Þar sem ákvæðið er lögbundið var ekki talið unnt að bregðast við þessum athugasemdum. Hins vegar munu þær og aðrar athugasemdir sem snúa fremur að breytingum á lögræðislögum verða hafðar til hliðsjónar við vinnu sem áformuð er um breytingar á lögunum.

Málsefni

Unnin hafa verið drög að reglum um ráðgjafa nauðungarvistaðra samkvæmt lögræðislögum.

Nánari upplýsingar

Í samræmi við 5. mgr. 27. gr. lögræðislaga nr. 71/1997 hafa verið unnin drög að reglum um ráðgjafa nauðungarvistaðra einstaklinga, sem starfa á grundvelli laganna. Í reglunum er kveðið á um helstu störf og skyldur ráðgjafanna og réttindi þeirra, auk réttindi nauðungarvistaðra til að njóta aðstoðar og stuðnings ráðgjafa.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa réttinda einstaklinga

postur@dmr.is